Stofnfundur ungliða og hringferðin um landið

Í kvöld (mánudag 2. apríl) var stofnfundur unga fólksins hjá okkur í Íslandshreyfingunni.  25 frábær ungmenni úr framhaldsskólum og háskólum voru mætt í Kirkjuhvol og komu með fjölmargar mjög góðar hugmyndir fyrir baráttuna framundan.  Virkilega skemmtilegur fundur og flestir gáfu kost á sér til stjórnar svo áhuginn var mikill. 

Á morgun dreifum við okkur um landið (klofið framboðGrin), ég ek til Ísafjarðar þar sem ég verð á stjórnmálafundi hinn daginn og aðrir fara norður á Blönduós og Sauðárkrók. Dagskráin á morgun og hinn:

Þriðjudagur 3. apríl.

12:00 Blönduós, veitingahúsið Við árbakkann. Súpa, spjall og söngur. Ómar og Ósk. 17:00 Sauðárkrókur, Kaffi Krókur.Kaffi, kleinur, spjall og söngur. Guðrún Ásmunds, Ómar, og Ósk.  

Miðvikudagur 4. apríl.

10:00 Fundur á Litla Hrauni með frambjóðendum allra flokka.

 12:00 Húsavík, veitingahúsið Salka.Súpa, spjall og söngur. Ómar, Jakob og Ósk.

Ísafjörður/Bolungavík. Almennur stjórnmálafundur í NV kjördæmi. 

Frá Íslandshreyfingunni: Margrét Sverrisdóttir

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú hefur Íslandshreyfingin boðað til fundar á Húsavík. Því vil ég leggja fyrir þig Margrét Sverrisdóttir eftirfarandi spuringa.

  1. Hver er afstaða þín til uppbyggingar orkufreks iðnaðar, álvers við Bakka á Húsavík?
  2. Hvaða tillögur boðar Íslandshreyfingin í endurskoðun á styrkjakerfi í landbúnaði?
  3. Hvaða samgöngubætur leggur Íslandshreyfingin til í Norðausturkjördæmi?
  4. Hvaða tækifæri sérð þú í Þingeyjarsýslu verði ekki af byggingu álvers?
  5. Hvaða svæði í Þingeyjarsýslu sérð þú fyrir þér að verði friðuð og hvaða svæði vilt þú virkja?

Hjálmar Bogi (IP-tala skráð) 3.4.2007 kl. 09:12

2 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Þið sem skrifið hérna það er best fyrir ykkur að gleyma þessu að vera með þessar spurningar til´þeirra sem kalla sig Íslandshreyfingin þetta er öfga flokkur.

Sem fær lítið fylgi ég spái því þeir berjast gegn uppbyggingu og framförum í þessu landi þjóðin þarf að fá framfara fólk á Alþingi ekki fólk sem dregur kraft úr okkur sem viljum byggja þetta land okkar upp eins og verið hefur. Það er ekki spurning.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 3.4.2007 kl. 23:24

3 Smámynd: Lárus Vilhjálmsson

Blessaður Hjálmar Bogi. Þú færð örugglega svör við þessum spurningum þegar þú mætir á morgun á Sölku kl:12:00. Þið framsóknarmenn hafið örugglega svörin á reiðum höndum. Og Jóhann þú ættir endilega að kíkja á fund ef hann er grennd við þig og sjá og heyra þetta öfgafólk lýsa því hvernig framfarir og uppbygging eru mögulegar án þess að skaða náttúru landsins.

Lárus Vilhjálmsson, 4.4.2007 kl. 00:07

4 identicon

Enn birtist þú mér Lárus en mér er alveg óskiljanlegt hvers vegna síðuhöfundar svara ekki fyrir sig, hér eða annarsstaðar. Þá á fólk að sleppa því að vera með bloggsíðu. Ertu fulltrúi Margrétar líka eða svararðu sem meðlimur í Íslandshreyfingunni eða meðlimur í Sól í straumi? Verður þú á fundinum?

Hjálmar Bogi (IP-tala skráð) 4.4.2007 kl. 08:54

5 identicon

Til upplýsingar Lárus vil ég fara yfir það hvernig fundurinn var.

Nr. 1, Íslandshreyfingin er á móti þessari uppbyggingu í a.m.k. næstu 4 ár. Það á ekki að skaffa heimamönnum eitt stykki álver heldur eiga heimamenn að finna frumkvæði hjá sjálfum sér og gera eitthvað annað. Það vill svo til að um 77% Þingeyinga styðja byggingu álvers við Bakka á Húsavík. Sp. 2. og 3. var ekki svarað og reyndar alls ekkert rætt um þær. Ósk Vilhjálmsdóttir benti á ferðamennsku vegna sp. nr. 4. Það væri gaman ef hún flytti sitt fyrirtæki og rekstur til Húsavíkur og kannaði hvernig er að starfa hér og undir hvaða kringumstæðum það yrði. Þessi kona er lýsandi dæmi um einstakling sem hefur ekki skilning á búsetu utan höfuðborgarsvæðisins.

Ómar Ragnarsson, sá annars ágæti maður, reyndi að svara sp. nr. 5. Hann taldi að álver á Bakka myndi stækka í 500 þús. tonna álver eftir einhver ár úr 250 þús. tonnum. Þá nefndi Ómar að þá þyrfti að virkja Skjálfandafljót og vitnaði til þess að Þeistareykir hafa aðeins 120 megavatta getu til orkuframleiðslu. Ómar var ekki betur að sér en það að Þeistareykir hafa 1000 megavatta getu en talan 120 megavött er komin til vegna þess að sú tala er sú orka sem nýta á vegna álvers við Bakka.

Það var gaman að fá fulltrúa Íslandshreyfingarinnar til Húsavíkur og flýja fund.

Hjálmar Bogi (IP-tala skráð) 5.4.2007 kl. 00:04

6 identicon

Ágætu frambjóðendur,

Til hamingju með þessa nýu hreifingu og gangi ykkur sem best

Ég hef aðeins eina spurningu.  Munu þið beita ykkur fyrir innfluttningi á Loft og Rafmagnsbílum?

Rafmagnsbíla er þegar hægt að flytja inn ef vilji er fyrir hendi t.d. frá Indlandi í gegn um Bretland.

Loftbílar eru að fara í framleiðslu á Spáni á næstunni samkvæmt því sem undirritaður hefur aflað sér upplýsinga um þar er um það bil 15-18 ára þróunarvinna í lokafarvegi.  Ykkar svar við þessum tveimur spurningum er mér mikilvægt og ég trúi að það sé mikilvægt allri Íslensku þjóðinni í allri umræðunni um mengun og gróðurhúsaáhryf.  Við eigum nóg af raforku og svo eigum við nóg af lofti til að knýja áfram bílakostinn

Friðrik Kjartansson (IP-tala skráð) 5.4.2007 kl. 08:30

7 identicon

Ég er sannmála Hjálmari Að síðuhöfundar svara ekki fyrir sig og ættu ekki að vera með þessa síðu þetta ætti að vera reglur hjá þessari bloggsíðu það er almenn virðing fyrir þeim sem skrifa hér.

Enn og aftur þessi flokkur fær ekkert atkvæði enginn málefnaleg stefna heldur berjast þau fyrir stöðvun atvinnutækifæra víða um land svo það sé á hreinu.

Enda sýnir þessi skoðunnar könnun að þetta er rétt hjá mér fólkið vill ekki öfgafólk í íslensk stjórmál þessi flokkur vill draga úr vinnugleði fólk sem vantar atvinnu eins og á Húsavík sem lítið dæmi. Þessi flokkur var nýlega að fagna úrslitum í Hafnarfirði eins og ég sagði þá er Alcan á förum úr Hafnarfirði.

Hver skildi vera ástæðan jú Samfylking  Íslanshreyfing og Vinstri Grænir  voru á móti. Nú geta þessar fylkingar verið í burtu sem lengst því þetta eru flokkar sem eru ekki í takt við tíman. 

Lárus við getum ekki lifað á náttúru þessa lands.

Fólkið þarf atvinnu tekjur til að framfleyta fjölskyldu sinni það er lámarks krafa sem hægt er að gera fyrir fólk sem betur fer.

Það er lámarkskrafa sem ég geri til þín að þú fjallir um þessi með rökum ekki bulli.

Ennfremur var Hjálmar Bogi með spurningar sem þessi flokkur þorir ekki að svara sem sýnir að þeir hafa ekkert fram að færa.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson (IP-tala skráð) 5.4.2007 kl. 22:17

8 Smámynd: Þórður Ingi Bjarnason

Gott að vita af ykkur á Sauðárkrók.  Ég ættla að líta til ykkar þar.

Þórður Ingi Bjarnason, 8.4.2007 kl. 11:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband