Fundur á Akureyri og ferming

Í dag fór ég með Ómari Ragnarssyni,  Ósk Vilhjálmsdóttur og Jakobi Frímanni Magnússyni  til Akureyrar og héldum við góðan fund á kaffihúsinu Bláu könnunni.  Við erum að vinna að uppstillingu lista fyrir öll kjördæmi. 

Heimasíðan okkar, www.islandshreyfingin.is er komin í loftið og verður efni bætt inn á hana jafnt og þétt næstu daga.

Svo náði ég í seinni hluta fermingarveislu hjá systurdóttur minni.  Til hamingju með daginn, elsku Marta Bryndís!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Hallsson

Hvað mættu margir á fundinn á Akureyri? Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 2.4.2007 kl. 14:16

2 identicon

Nú hefur Íslandshreyfingin boðað til fundar á Húsavík. Því vil ég leggja fyrir þig Margrét Sverrisdóttir eftirfarandi spuringa.

  1. Hver er afstaða þín til uppbyggingar orkufreks iðnaðar, álvers við Bakka á Húsavík?
  2. Hvaða tillögur boðar Íslandshreyfingin í endurskoðun á styrkjakerfi í landbúnaði?
  3. Hvaða samgöngubætur leggur Íslandshreyfingin til í Norðausturkjördæmi?
  4. Hvaða tækifæri sérð þú í Þingeyjarsýslu verði ekki af byggingu álvers?
  5. Hvaða svæði í Þingeyjarsýslu sérð þú fyrir þér að verði friðuð og hvaða svæði vilt þú virkja?

Hjálmar Bogi (IP-tala skráð) 2.4.2007 kl. 20:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband