Laugardagur til lukku og Spaugstofan

Nýtt afl (grín Grin) er að koma fram á sjónarsviðið í íslenskri pólitík.  Fundað var í dag og á næstunni verða sett fram skýr markmið framboðs sem er hægra megin við miðju í pólitísku litrófi stjórnmálanna.  Bíðið spennt eftir framhaldinu - dokið við - hér rétt handan við hornið verða æsispennandi tíðindi...

Spaugstofan í kvöld lýsti frábærlega vel glundroðanum á landsþingi Frjálslynda flokksins um liðna helgi og það var líka bráðfyndið að gera grín að frasanum mínum: ,,Það var ekki ég sem yfirgaf flokkinn heldur flokkurinn sem yfirgaf mig".  Það var með vilja gert hjá mér að orða þetta svona, því eins og margir vita orðaði faðir minn brotthvarf sitt úr Sjálfstæðisflokknum með sama hætti.  En ég minni á yfirlýsingar þingflokksins: ,,Þingflokkurinn vill ekki Margréti" (Sjá Mbl. 18. janúar sl.).  Þeir yfirgáfu mig svo sannarlega, ekki satt?

 

 

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Arnarsson

þú segir aldeilis fréttir!!!

Sveinn Arnarsson, 3.2.2007 kl. 23:33

2 Smámynd: Kristján Pétursson

Rálegg ykkur eindregið að staðsetja flokkinn ekki að svo komnu máli á  einhverri stjórnmálalínu pólutískts litrófs.Hægra megin við miðju verður bara skilið þannig ,að þinn flokkur  verði næsta hækja íhaldsins.Látið kjósendur meta á hvaða stalli þið standið,eftir að hafa tilkynnt ykkar stefnumál í komandi kosningum.

Kveðja

Kristján Pétursson, 3.2.2007 kl. 23:42

3 Smámynd: Guðmundur H. Bragason

Ég bíð spenntur eftir næstu fréttum  frá þér /ykkur

Guðmundur H. Bragason, 3.2.2007 kl. 23:57

4 Smámynd: Jóhann H.

Ókey!!  Þú mátt vera með, ekki þú, þú, þú, ekki þú, þú, þú, ekki þú, ekki þú, þú, alls ekki þú......en allir meiga kjósa mig!!

Jóhann H., 4.2.2007 kl. 03:19

5 Smámynd: Regnboga-blogg

Já, þetta er spennandi! En mér er spurn hvort við þurfum annað afl á hægri vængnum eða hvort ekki væri sterkast fyrir þig að sýna að þú getir unnið með þeim sem fyrir eru og tæklir annað hvort Árna út á Suðurlandinu eða bætir við fylgi Framsóknarflokksins??? Þú ert búin að sýna að þú ert þroskaður pólitíkus, er þá ekki réttast að snúa sér að þroskuðum flokki?

Mbk.

Judas

Regnboga-blogg, 4.2.2007 kl. 14:36

6 Smámynd: Bragi Einarsson

Alltaf gaman að sjá hina "nafnlausu" tjá sig hér á Blogginu. Klapp fyrir þeim!

Bragi Einarsson, 4.2.2007 kl. 22:58

7 Smámynd: Adda bloggar

Ég bíð spennt eftir næstu fréttum  frá þér

Adda bloggar, 5.2.2007 kl. 00:02

8 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæl Margrét.

Um leið og ég þakka þér fyrir samstarfið á liðnum árum þá vil ég benda þér á það að nokkur munur er á því hvernig Morgunblaðið kýs að túlka fréttir og hafa sem fyrirsagnir og því sem heitir yfirlýsing þingflokks.

Að öðru leyti er mín skoðun sú að þessi úrsögn sé að verða nokkuð yfirþyrmandi dramatíseruð í heildina og yfirleitt er vandamál að gera út á slíkt til lengdar því það vill snúast í öndverðu sína eins og sjá mátti í Spaugstofunni.

kv.

Guðrún María Óskarsdóttir form. stjórnar kjördæmafélags Frjálslyndra í Suðvesturkjördæmi og ritari FFH í Hafnarfirði.

Guðrún María Óskarsdóttir., 5.2.2007 kl. 01:35

9 identicon

Sæl Margrét, 

Erlingur Þorsteinsson

erlingurt@gmail.com 

Erlingur Þorsteinsson (IP-tala skráð) 10.2.2007 kl. 12:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband