FRÉTTATILKYNNING

Margrét Sverrisdóttir sćkist eftir 3. sćti
í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík.
Margrét Sverrisdóttir  varaborgarfulltrúi og verkefnisstjóri hjá Háskóla Íslands gefur kost á sér í 3. sćti  í prófkjöri Samfylkingarinnar  í Reykjavík 30. janúar nk.
Margrét hefur veriđ varaborgarfulltrúi frá árinu 2002 og hefur hún átt sćti m.a. í eftirtöldum nefndum og ráđum á vegum Reykjavíkurborgar:  forseti borgarstjórnar okt.-des. 2007, formađur menningar- og ferđamálaráđs  2007-2008, fulltrúi í menntaráđi 2008, í umhverfis- og samgönguráđi frá 2007, hverfisráđi Grafarholts og Úlfarsárdals frá 2009.
Margrét er formađur Kvenréttindafélags Íslands. 
Hún var varaformađur Íslandshreyfingarinnar ţegar hreyfingin gekk til liđs viđ Samfylkinguna fyrir síđustu Alţingiskosingar og situr nú í framkvćmdastjórn Samfylkingarinnar.

Reykjavíkurborg – höfuđborg allra landsmanna
Margrét leggur ríka áherslu á hlutverk Reykjavíkur sem höfuđborgar allra landsmanna.  Önnur helstu áherslumál Margrétar eru:  Velferđar-, mennta-  og menningarmál, umhverfi , skipulagsmál og jafnrétti kynjanna. Margrét hefur veriđ mjög virk í félagsmálum um árabil og m.a. sinnt sjálfbođastarfi í jafnréttismálum og međ ţroskaheftum.  Henni er umugađ um almenna velferđ borgaranna í anda félagslegs jöfnuđar.

Margrét er međ BA-próf  í íslensku frá Háskóla Íslands og B.Ed. próf  frá Kennaraháskóla Íslands.
Margrét býr í Úlfarsárdal ásamt eiginmanni sínum Pétri S. Hilmarssyni og ţau eiga tvö uppkomin börn.


Prófkjör Samfylkingarinnar

profkjorauglysing445.jpg

Ađstođarmenn ţingmanna burt

         

Ţeir stjórnmálaflokkar sem nú sitja á ţingi hafa sannarlega skarađ eld ađ eigin köku.  Landsmönnum öllum ofbýđur gulltryggđ eftirlaun ráđamanna.  Fćrri vita ađ formenn flokka fengu einnig međ eftirlaunalögunum sérstaka aukagreiđslu ofan á laun sín.  Er ţađ lýđrćđislegt ađ formenn fái slíkar bónusgreiđslur?  Vinnur ţađ ekki gegn lýđrćđinu ţegar formenn hanga á embćttum sínum af ţví ađ ţađ fylgja ţeim svo ríflegar sponslur?  

En flokkarnir á ţingi tryggđu sig líka međ ţví ađ hćkka ţröskuldinn sem ađrir flokkar ţurfa ađ yfirstíga til ađ ná mönnum á ţing.  Hann hafđi veriđ 3% en ţeir hćkkuđu mörkin í 5%.  Ţannig tókst ţeim ađ auka líkurnar á ađ sama flokkakerfiđ héldist óbreytt, ţví ţađ er miklu erfiđara fyrir ný grasrótarsamtök ađ ná yfir 5%-múr, ţar sem fjárskortur háir nýjum flokkum mjög mikiđ í baráttunni viđ ţá flokka sem eru fyrir.  Ţetta fékk Íslandshreyfingin ađ reyna, hún hefđi komiđ mönnum ađ skv. eldra kosningakerfinu.

Svo hafa flokkarnir belgt sig enn frekar út međ tilkomu svokallađra ađstođarmanna formanna flokkanna og landsbyggđarţingmanna.  Ađstođarmenn ţingmanna fá hlutfall af ţingfararkaupi og ađstođarmenn formanna fullt ţingfararkaup.  Ţegar ađstođarmenn formanna tóku til starfa voru viđtöl viđ ţá í blöđum um hlutverk ţeirra.  Ţá sögđu ţeir auđvitađ ađ hlutverk ţeirra vćri ađ ađstođa formennina á ýmsan máta, en sögđu einnig ađ ţeir teldu ţađ einna mikilvćgast ađ ţeir ynnu ađ ţví ađ efla fylgi viđ flokka sína.  Ţetta ţykir öllum flokkum á Alţingi sćmandi ađ fćra sjálfum sér ađ gjöf og ráđa í ţessar stöđur dygga flokkshesta, frćndur og vini.

Nú, ţegar ađhalds er krafist á öllum sviđum, hljótum viđ ađ krefjast ţess ađ ţessir ađstođarmenn verđi látnir fara.  Og viđ ćttum ađ  hugsa okkur tvisvar um áđur en viđ hleypum mönnum svona á spena flokkanna aftur.


Kynlegir fjölmiđlar

 Flestir landsmenn fylgdust vel međ fjölmiđlum fyrstu helgina í október, vegna válegra tíđinda af fjármálamörkuđum og efnahagskreppu.  Allir sáu sírennsli karla inn og út úr Ráđherrabústađnum viđ Lćkjargötu, ţar sem lykilmenn samfélagsins réđu ráđum sínum.  En ţađ var ekki bara ţar sem karlar voru í yfirgnćfandi meirihluta, heldur í flestum spjallţáttum líka. 

Eftirfarandi dćmi segja sína sögu:

,,Logi í beinni"  rćddi á föstudagskvöldinu viđ ţá Kristján Jóhannsson og Björgvin Halldórsson viđ undirleik hljómsveitar sem er eingöngu skipuđ körlum.  Logi bađst reyndar afsökunar á ţví ađ engin kona vćri í ţćttinum og sagđist vera ađ ,,drulla upp á bak". 

Hallgrímur Thorsteinsson stýrđi ţćttinum ,,Í vikulokin" á Rás 1 á laugardagsmorninum.  Gestir hans voru ţrír karlmenn, Lúđvík Bergvinsson, Ögmundur Jónasson  og Andrés Magnússon.  Hefđi ekki einhver kona á landinu veriđ fćr um ađ tjá sig um málin?

Á laugardagskvöldiđ var fyrsti ţáttur nýs skemmtiţáttar Ríkissjónvarpsins, ,,Gott kvöld".  Ţar var kona ţáttarstjórnandi, Ragnhildur Steinunn, og er ţađ sérstakt fagnađarefni.  En hjá henni var Bubbi ađalgesturinn ásamt tveimur karlkyns ađdáendum hans og tveimur körlum sem hermdu eftir honum.  Hljómsveit ţáttarins var eingöngu skipuđ körlum, en tvćr stúlkur sungu.  Um helgina sem nú er ađ líđa voru bara karlar gestir, ađ frátöldum ţremur dansmeyjum.

Á sunnudeginum 5. okt. var Silfur Egils og ţar var ein kona gestur ţáttarins.  Engin kona í fjölmennu pallborđi viđ upphaf ţáttar.  Hvers vegna ekki?  Var engin kona á landinu hćfari en t.d. blađamađur sem hefur búiđ í áratug erlendis?  Og af hverju ţurfti fulltrúi ungu kynslóđarinnar líka ađ vera karlmađur ţegar konur eru í miklum meirihluta langskólagenginna á Íslandi? Reyndar kom önnur kona fram í ţćttinum; hin frábćra fréttakona María Sigrún Hilmarsdóttir - en varla réđi Egill nokkru um ţađ hvađa fréttamađur var á vakt viđ Ráđherrabústađinn ţennan dag.

Á sunnudagskvöld var ţátturinn ,,Mannamál" á Stöđ 2, undir stjórn Sigmundar Ernis.  Ţar voru mćttir ţrír karlkyns formenn stjórnmálaflokka, einn karlkyns hagfrćđingur og tveir karlkyns álitsgjafar.  Engin kona ţar.

Sama kvöld rćddi Eva María Jónsdóttir viđ Ragnar Kjartansson listamann og Jón Ársćll viđ nafna sinn Ólafsson, athafnamann. 

Ţátturinn ,,Singin Bee" var líka sýndur umrćdda helgi.  Ţáttastjórnandi karlkyns, hljómsveitin ţó međ eina söngkonu og fallegar stúlkur hafa ţađ hlutverk ađ dilla sér á kynţokkafullan hátt međ hverju lagi.

Ţá er Spaugstofan ótalin, en ţađ er kannski eins gott ađ ţeir eru allir karlar, annars gćtu ţeir ekki gert grín ađ samfélaginu!

Ég náđi ekki ađ fylgjast grannt međ fjölmiđlum um ţessa helgi en veit af reynslunni ađ ţakka má fyrir hvert skipti sem konur fá ađ segja álit sitt á ţjóđfélagsmálunum.  Ţó hlustađi ég á Bylgjuna fyrir hádegi í dag (sunnudagur 12. okt) og ţar voru eintómir karlkyns ţáttastjórnendur ađ tala viđ karla.

Fjölmiđlar bera ríka ábyrgđ á ţví hvernig mynd ţeir gefa af samfélaginu.  Ég leyfi mér ađ fullyrđa ađ ţađ er hrein móđgun viđ konur hvernig ţessu er háttađ í dag.  Hlutur kvenna í fjölmiđlum er um 30 prósent á móti 70 prósenta hlut karla samkvćmt nýlegum rannsóknum.  Ţessu verđur ađ breyta á markvissan og međvitađan hátt og ég skora á fjölmiđla ađ gera betur. 

Íslenskar konur eru alls ekki svo óverđugar ađ ţeirra rödd ţurfi hvergi ađ heyrast, en ţađ viđhorf innrćta fjölmiđlar komandi kynslóđum međ núverandi vinnulagi sínu.  Og ég skora á konur ađ mótmćla ţessu kröftuglega.  Ţađ er ćrin ástćđa til.

Margrét K. Sverrisdóttir, formađur Kvenréttindafélags Íslands.

 


Brennuvargarnir (birt í 24 stundum 29. sept. ´08)

Ýmsir muna eftir landsţingi Frjálslynda flokksins fyrir tćpum tveim árum, ţegar algjört öngţveiti varđ í kringum kosningar um varaformann flokksins.  Í krafti reynslu minnar af ţví ađ vera í forystu flokksins um árabil hafđi ég bođiđ mig fram til ţess embćttis gegn Magnúsi Ţór Hafsteinssyni, varaformanni flokksins.  Andstćđingar mínir héldu ţví fram, ađ ég hefđi búiđ til málefnaágreining vegna afstöđu sumra flokksmanna til innflytjenda, til ţess ađ sćkjast eftir valdastöđu innan flokksins. Ég hafđi ţá taliđ nauđsynlegt ađ árétta stefnu flokksins varđandi innflytjendur, enda hugnađist mér ekki málflutningur Jóns Magnússonar o.fl. um ţau mál.  

Ágreiningur innan flokksins hófst nokkrum mánuđum fyrir landsţingiđ, ţegar ţáverandi ţriggja manna ţingflokkur, undir forystu Guđjóns Arnars Kristjánssonar formanns, hafđi forgöngu um ađ taka upp samstarf viđ stjórnmálaflokkinn Nýtt afl, ţar sem Jón Magnússon var formađur.  Ţetta gerđi Guđjón Arnar af ótta viđ ađ Nýtt afl kynni ađ fara í annađ sinn gegn Frjálslynda flokknum í vćntanlegum kosningum og ekki síst til ađ styrkja sjálfan sig áfram í sessi sem formann Frjálslyndra.  Ég fór aldrei dult međ andúđ mína á ţeim fyrirćtlunum, enda taldi fjöldi flokksmanna slíkan samruna ekki verđa Frjálslyndum til fylgisaukningar, heldur ţvert á móti, ţví Nýtt afl var ţá ţegar dautt afl.

Á landsţingi Frjálslynda flokksins í janúar 2007, varđ ljóst ađ Nýtt afl hafđi náđ tökum á forystu  flokksins og vildi yfirtaka hann.  Ţá varađi ég formanninn viđ og sagđi ađ ađkoma Nýs afls ađ Frjálslynda flokknum minnti mig á svörtu kómedíuna eftir Max Frisch: Biedermann og brennuvargarnir.  Í örstuttu máli var sú saga á ţá leiđ, ađ herra Biedermann vissi ađ brennuvargar fóru um bćinn hans og brenndu fjölmörg hús til grunna.  Ţegar brennuvargarnir komu heim til Biedermanns, ákvađ hann ađ taka nú nógu vel á móti ţeim til ţess ađ ţeir fćru ekki ađ gera neitt á hans hlut.  Brennuvargarnir komu sér fyrir uppi á háalofti í húsinu hans og fluttu ţangađ olíutunnur, en Biedermann gat aldrei tekiđ af skariđ og var ćtíđ hinn ljúfasti viđ ţá.  Ţađ endađi meira ađ segja međ ţví ađ hann fćrđi ţeim eldspýturnar í ţeirri trú ađ ţeir hlytu ađ hlífa honum ef hann vćri nógu samvinnuţýđur.  

Ég held ađ Guđjón Arnar hafi ekki skiliđ dćmisöguna mína ţá, en hann skilur hana kannski nú.  Valdimar Jóhannesson, hćgri hönd Jóns Magnússonar alla tíđ, birti í Morgunblađinu ţann 19. september sl.  lítt dulbúna hótun í garđ Guđjóns undir fyrirsögninni ,,Glymur klukkan Kristni eđa Guđjóni?".  Sá pistill  er skrifađur eftir ađ miđstjórn Frjálslynda flokksins krafđist ţess ađ Jón Magnússon yrđi gerđur ađ ţingflokksformanni og Kristinn settur af.  Ţar hótar Valdimar ţví, ađ ef Guđjón bregđist ekki viđ kröfu miđstjórnar um ađ setja Kristin af, muni ţađ hafa áhrif á stöđu formannsins.

Mér virđist Kristinn H. Gunnarsson vera í svipuđum sporum og ég var áđur.  Honum hugnast ekki sú útlendingaandúđ sem Jón Magnússon, Magnús Ţór Hafsteinsson og fleiri ađhyllast, enda samrćmist hún engan veginn gildandi stefnuskrá flokksins.  Ţví var Kristinn í fullum rétti sem ţingmađur flokksins, ţegar hann andmćlti andstöđu Magnúsar Ţórs viđ komu flóttamanna til Akraness sl. vor.

Nú styttist í landsţing Frjálslyndra á nćsta ári og segja má ađ olíutunnurnar hafi veriđ bornar upp á háaloft.  Skyldi Biedermann fćra brennuvörgunum eldspýturnar?

Margrét K. Sverrisdóttir

Höfundur sagđi skiliđ viđ Frjálslynda flokkinn fyrir 2 árum vegna óánćgju međ samruna viđ Nýtt afl og vegn stefnu í málefnum innflytjenda.


Móti straumi

 

Barátta minnihlutahópa í samfélaginu er barátta fyrir breyttu hugarfari.  Sú barátta krefst ţess ađ minnihlutahópar fari gegn ríkjandi gildum og viđmiđum til ađ knýja á um breytingar.  Ţađ kallar jafnan á harkaleg og neikvćđ viđbrögđ ţeirra sem styđja ríkjandi gildi. 

Ţegar ţrotlaus barátta minnihlutahópa skilar árangri, hćttir fólki til ađ taka ţađ sem sjálfsögđum hlut vegna ţess ađ loksins ţegar ađ ţví kemur, hefur hugarfariđ breyst og breytingarnar virđast ţví sjálfsagđar og eđlilegar.  Ţá gleymist mjög oft ađ ţakka ţeim sem stóđu í baráttunni fyrir ţann árangur sem náđst hefur.

 

Barátta samkynhneigđra

Samtökin ´78, félag lesbía og homma á Íslandi, fagnađi 30 ára afmćli međ hátíđ í Hafnarhúsinu sl. föstudag, á alţjóđlegum baráttudegi samkynhneigđra.  Ísland er í dag í fremstu röđ varđandi réttindi samkynhneigđra. Ţeir brimbrjótar, sem fóru fremstir í flokki í ţeirri baráttu sem nú hefur boriđ svo ríkulegan ávöxt, eiga sannarlega heiđur skilinn.  Gífurlegir fordómar ríktu almennt í garđ samkynhneigđra ţegar Hörđur Torfason söngvari kom fyrstur „út úr skápnum" eins og ţađ er kallađ, og bauđ fordómunum byrginn.  Ţađ ţurfti líka kjark til ađ setjast í stjórn Samtakanna ´78 fyrstu árin.  Margt af ţví sem nú ţykja sjálfsögđ mannréttindi, virtist gersamlega útilokađ, til dćmis réttur samkynhneigđra til hjúskapar og ćttleiđinga.  Gay Pride-ganga hinsegin fólks hefđi líka veriđ óhugsandi ţá vegna ţess ađ flest samkynhneigt fólk lifđi í felum og leyndi kynhneigđ sinni.

 

Kvennabaráttan

Ţátttaka kvenna í stjórnmálum hefur gegnum tíđina snúist ađ miklu leyti um baráttu gegn ríkjandi gildum. Á öllum tímum hefur veriđ gert lítiđ úr kvenréttindakonum og ţćr uppnefndar.  En ţrýstingur kvennabaráttunnar hefur skilađ ţví ađ konur hafa komist til áhrifa sem hefđu annars átt erfitt uppdráttar, ţrátt fyrir óumdeilda hćfileika á sínu sviđi.  Međ ţrotlausri baráttu fjölmargra kvenna um áratuga skeiđ jókst ţrýstingur á stjórnmálaflokka ađ gefa konum tćkifćri ţótt sumir flokkar hafi brugđist seint viđ.  En jafnvel konur sem geta beinlínis ţakkađ kvennabaráttunni fyrir ađ vera í áhrifastöđu sem ţćr hefđu annars ekki komist í, gefa ţessum kynsystrum sínum  langt nef og segja ađ konur komist áfram  „á eigin verđleikum".  Eins og sá árangur sem ţó hefur náđst, sé sjálfsagđur hlutur og brautin greiđ framundan.  Samt er svo margt óunniđ, s.s. ađ jafna launamun kynjanna, en hann endurspeglar hróplegt óréttlćti.

 

Baráttan fyrir náttúruvernd

Barátta náttúruverndarsinna hefur orđiđ ć meira áberandi síđustu ár hér á landi.  Náttúruverndarsinnar fara gegn ríkjandi gildum međ ţví ađ krefjast allsherjar hugarfarsbreytingar gagnvart náttúrunni.  Náttúruverndarfólk vill ađ ósnortin náttúra sé metin til fjár.  Ţađ hefur aldrei veriđ gert, heldur einungis settir verđmiđar á „arđbćrar framkvćmdir" í náttúrunni, međ tilheyrandi náttúruspjöllum. 

Smám saman kemur árangur áratuga baráttu í ljós og nú liggur fyrir, samkvćmt nýrri könnun, ađ meirihluti landsmanna er andvígur frekari virkjunum fyrir stóriđju.

Náttúruverndarsinnar eru ţví mjög fjölmennur ţrýstihópur hér á landi, en mćtir samt miklum fordómum.  Ţess vegna er svo dýrmćtt ađ njóta ţar liđsinnis fólks sem hlustađ er á.  Allur heimurinn leggur viđ hlustir ţegar Björk lýsir afstöđu sinni til náttúruverndar á Íslandi. En andstćđingar tala niđur til hennar. Sem betur fer er Björk hvergi bangin viđ ađ synda á móti straumnum og hefur aldrei veriđ.  Ţađ er ómetanlegt.

Höfum jafnan hugföst eftirfarandi vísuorđ  Bjarna Thorarensens:

En ţú, sem undan

ćvistraumi

flýtur sofandi

ađ feigđarósi,

lastađu ei laxinn,

sem leitar móti

straumi sterklega

og stiklar fossa.


Kvenréttindadagurinn

Í gćr var 19. júní og margir viđburđir skipulagđir til ađ fagna honum.  Ég byrjađi daginn snemma á viđtali í morgunútvarpi Rásar 1 í tilefni dagsins.  Síđan mćtti ég í utanríkisráđuneytiđ ţar sem kynnt var sameiginlegt verkefni utanríkisráđuneytis og Háskóla Íslands og viljayfirlýsing undirrituđ um stofnun Jafnréttisseturs og Jafnréttisskóla viđ HÍ.  Ţetta er lofsvert og ţarft framtak, sem felur í raun í sér útrás íslenskrar kvenorku, ţví Ísland mun miđla öđrum ţjóđum af reynslu sinni í jafnréttismálum auk ţess ađ vinna markvisst ađ rannsóknum á sviđi jafnréttis.

Síđdegis var kvennasöguganga sem Kvennasögusafniđ og Kvenréttindafélag Íslands stóđu ađ í sameiningu.  Gengiđ var frá minnismerkinu um Bríeti Bjarnhéđinsdóttur - Bríetarbrekku viđ Ţingholtsstrćti - og staldrađ viđ á nokkrum kvennasögulegum stöđum á leiđ gegnum miđborgina ađ Hallvegarstöđum, ţar sem kaffisamsćti tók viđ.  Auđur Styrkársdóttir, forstöđukona Kvennasögusafnsins leiddi gönguna og frćddi göngufólk um kvenna-sögufrćga stađi međ áhugaverđum og skemmtilegum frásögnum.  Steinunn Valdís Óskarsdóttir, alţingismađur og fyrrverandi borgarstjóri flutti ávarp dagsins á Hallveigarstöđum; hressilega brýningu um kjaramál.  Auk ţess var útáfu 19. júní fagnađ sérstaklega og ritstjóri blađsins, Steingerđur Steinarsdóttir flutti skemmtilega hugvekju.  Um 100 konur mćttu í gönguna og móttökuna.

Síđan náđi ég ađ skjótast á stórglćsilega opnunarhátíđ Auđar Capital í Ásmundarsal.  Ţar var heilmikiđ fjör og ţéttriđiđ tengslanet kvenna!  Ţađ verđur spennandi ađ fylgjast međ ţví hvernig ţessum öflugu konum tekst setja mark sitt á fjármálaheiminn á nćstunni.  Ţćr völdu sannarlega rétta daginn til ađ stimpla sig rćkilega inn.

Um kvöldiđ var svo hin árlega Kvennamessa viđ Ţvottalaugarnar í Laugardal.  Áhrifamikil messa, ţar sem Ţórunn Sveinbjarnardóttir flutti vandađa predikun af myndugleik, Auđur Eir fór međ bćnir og blessunarorđ, Áslaug Brynjólfsdóttir las ritningarlestur og Anna Sigríđur Helgadóttir söng einsöng.  Ţetta var ákaflega hátíđleg stund, enda datt á blćjalogn og sólin braust fram úr skýjunum á međan á messuhaldinu stóđ.  Ţannig blessađi "hún Guđ" ţessa stund - eins og Kvennakirkjan yndi líklega orđa ţađ.  Svo áttu messugestir skemmtilega stund á Café Flóru í grasagarđinum á eftir.  Svona á 19. júní ađ vera..   Og skilabođ kvenna í tilefni dagsins voru öll á sama veg:  Launamunur kynjanna er óţolandi og kjaramálin brenna almennt mjög á konum, ekki síst á kvennastéttum. 

P.S.  Og svo fagna ég ţví sérstaklega ađ ríkisstjórnin skyldi taka handbremsuna af efnahagslífinu međ ţví ađ efla Íbúđarlánasjóđ.  Ţađ mun hafa margfeldisáhrif til góđs, sérstaklega á fasteignamarkađi og í byggingaiđnađi.

 

Teigsskógur

Viđ vestanverđan Ţorskafjörđ er einstök náttúruperla, Teigsskógur. Skógurinn sá er á náttúruminjaskrá og verndargildi hans er óumdeilanlega miklu meira en annarra birkiskóga á Vestfjörđum. Ţetta er víđáttumesti náttúrulegi birkiskógurinn á Vestfjörđum og mjög stór á landsvísu. Mannvirki eru sárafá og falla afar vel ađ landslagi og fornminjar eru nokkrar á svćđinu. Um er ađ rćđa upprunalegan birkiskóg međ afar fjölbreyttu gróđurfari og telja  sérfrćđingar ađ skógurinn hafi nokkra sérstöđu í sýslunni og landshlutanum öllum hvađ varđar tegundafjölda botngróđurs. Dýra- og fuglalíf er óvenju mikiđ enda er svćđiđ afskekkt  og náttúrufar fjölskrúđugt.

Síđustu ár hefur stađiđ nokkur styr um fyrirhugađa vegagerđ um skóginn og sýnist sitt hverjum. Ég ţekki af eigin raun hve slćmt ástand vega hefur veriđ í Barđastrandasýslu um árabil; ófćrđ á vetrum og varla fólksbílafćrt víđa á sumrin vegna aurbleytu.  Um árabil hefur reyndar veriđ  brýn ţörf á ađ stórbćta vegakerfiđ á Vestfjörđum öllum.  En ţađ fór ţó um mig ţegar ákveđiđ var ađ leggja nýjan veg gegnum náttúruperluna Teigsskóg, ţví ţađ er alls ekki sama hvernig ađ málum er stađiđ á ţví svćđi.  Fyrirhugađ vegastćđi mun liggja eftir skóginum endilöngum og valda ţar međ stórspjöllum á ţessum einstćđa skógi svo og á náttúrunni allri.

Mótmćli náttúruverndarsamtaka

Skipulagsstofnun lagđist upphaflega gegn ţví ađ vegur yrđi lagđur um Teigsskóg, vegna ţess ađ skógurinn vćri á náttúruminjaskrá auk ţess sem stofnunin taldi ađ vegur um skóginn hefđi umtalsverđ umhverfisáhrif. Vegagerđ um skóginn samrćmdist ţví illa lögum um náttúruvernd og gengi einnig í berhögg viđ stefnumörkun stjórnvalda um sjálfbćra ţróun.  Ţrátt fyrir ţađ lagđi fyrrverandi umhverfisráđherra, Jónína Bjartmarz, til ađ Vestfjarđavegur yrđi lagđur um Teigsskóg og sagđi ađ sjónarmiđ varđandi umferđaröryggi hefđu ráđiđ mestu um ţá ákvörđun sína.

Náttúruverndarsamtök og umhverfissinnar hafa mótmćlt ţessum áćtlunum harđlega og eindregiđ óskađ ţess ađ Vestfjarđavegur verđi fremur lagđur í göng undir Hjallaháls og Gufudalsháls.  Sú leiđ vćri albesti kosturinn međ tilliti til náttúrunnar, styttingar leiđar og umferđaröryggis.  Hins vegar var sá kostur aldrei á borđi umhverfisráđherra af ţví ađ hún var ekki skođuđ í mati á umhverfisáhrifum.  Ţess vegna gat umhverfisráđherra ekki gert ráđ fyrir göngunum í sínum úrskurđi.

Sérfrćđiálit

Eftirfarandi klausa er úr sérfrćđiáliti Ásu L. Aradóttur vistfrćđings um skóglendi í utanverđum Ţorskafirđi (Teigsskógi):

Birkiskógurinn viđ utanverđan Ţorskafjörđ eru međ stćrstu og heillegustu birkiskógum á Vestfjörđum (...).  Skógurinn er afar ţéttur og mannvirki í honum eru lítt áberandi. Ţá bendir allt til ţess ađ skógurinn hafi náđ sér vel eftir ađ dró úr beit á svćđinu og annarri nýtingu var aflétt af honum. Skógurinn er ţađ ţéttur ađ líklega er hann meira eđa minna varinn fyrir beit og hefur hann yfirbragđ nćr ósnortins lands. Víđast nćr skógurinn milli fjalls og fjöru og myndar ásamt fjörunni og hjöllunum landslagsheild, sem er einstök fyrir ţađ hversu lítt áberandi mannvirki og áhrif nýtingar eru ţar. Sem slíkur hefur Teigsskógur sérstöđu á Vestfjörđum og á landsvísu.

Enn einu sinni má spyrja:  Hvers virđi er óspillt náttúra í landi sem vill efla ímynd sína sem land stórbrotinnar og fagurrar náttúru?  Vilja landsmenn eyđileggja skóg sem er á náttúruminjaskrá?  Eyđilegging á Teigsskógi og umhverfi hans yrđu óafturkrćf náttúruspjöll, ţví slíkur skógur verđur aldrei endurheimtur. Rösum ekki um ráđ fram.

 

 

 

 

 

 

 


Hjálpum ţeim

Íslendingar hafa skyldum ađ gegna gagnvart alţjóđasamfélaginu og móttaka flóttamanna er ein af ţeim skyldum.  Félagsmálaráđuneytiđ semur viđ sveitarfélög um móttöku á ákveđnum fjölda flóttamanna í samrćmi viđ ákvörđun ríkisstjórnarinnar hverju sinni.  Móttaka flóttamanna til Íslands er ţví samvinnuverkefni stjórnvalda, viđkomandi sveitarfélags og Rauđa kross Íslands.        

 

Velvilji hingađ til    

 

Starfsfólk sveitarfélaga hefur jafnan unniđ mjög vel ađ móttöku flóttamanna, en einnig koma ađ móttöku ţeirra starfsmenn og sjálfbođaliđar Rauđa krossins. Rauđi krossinn hefur hlotiđ mikiđ lof fyrir frammistöđu sína varđandi móttöku flóttamanna.  Fagfólk hefur stýrt verkefnum fyrir hönd RKÍ og RKÍ hefur jafnan auglýst eftir stuđningsađilum / stuđningsfjölskyldum til ađ hjálpa flóttafólki ađ fóta sig á Íslandi og hafa viđbrögđin veriđ umfram vćntingar. Ţetta stuđningsađilakerfi hefur vakiđ verđskuldađa athygli. Níu sveitarfélög á Íslandi hafa tekiđ á móti flóttamönnum og er komin góđ reynsla á alla verkferla auk ţess sem íbúar hafa jafnan veriđ velviljađir í garđ flóttamanna.  Ýmsir hafa sýnt vilja í verki og til ađ mynda hefur rútufyrirtćkiđ Guđmundur Jónasson ehf. ekiđ međ flóttamenn frá Keflavík til Reykjavíkur endurgjaldslaust í heil 50 ár!     

 

Ekki velkomin? 

 

Ţví var ţađ, ađ harkaleg andstađa fyrrum formanns félagsmálaráđs Akraness og varaformanns Frjálslynda flokksins, Magnúsar Ţórs Hafsteinssonar,  viđ fyrirhugađa komu flóttamanna til bćjarins vakti furđu landsmanna.  Um er ađ rćđa konur; einstćđar mćđur eđa ekkjur međ börn, sem eiga hvergi samastađ en dvelja nú í flóttamannabúđunum Al-Waleed í Írak.  Flestar munu ţćr hafa misst eiginmenn sína í stríđsátökum.  Formađurinn taldi ađ ástandiđ á Akranesi vćri ţannig ađ bćrinn ćtti fullt í fangi međ ađ ađstođa bćjarbúa og gaf til kynna ađ áđur en til móttöku flóttamanna kćmi, ţyrfti ađ leysa félagsleg vandamál bćjarins.Ţađ er beinlínis hćttulegt ađ formađurinn skuli tala međ ţessum hćtti um ađ Akurnesingar skuli fyrst huga ađ eigin fólki.  Hann kýs ţar međ ađ ala á ótta bćjarbúa viđ ađ flóttafólkiđ fari framfyrir í röđ ţeirra bćjarbúa sem bíđa félagslegra úrrćđa.  Ţetta er rangt.   Víst mun vera rétt ađ nokkur fjöldi fólks sé á biđlista á Akranesi eftir félagslegu húsnćđi. En formađurinn virtist ekki vita ađ koma flóttamanna breytir engu um stöđu biđlistans á Akranesi  ţar sem flóttamennirnir fara ekki inn í félagslegar íbúđir á vegum bćjarins heldur leigja á almennum markađi. Ríkiđ greiđir allan kostnađ viđ húsnćđi fólksins á međan á svokölluđum ađlögunartíma stendur (í 1-2 ár) en ađ ţví loknu greiđir fólkiđ sjálft húsaleigu.  Flóttafólk í öđrum sveitarfélögum hefur undantekningalítiđ ađlagast vel og náđ ađ standa á eigin fótum ađ ađlögunartíma loknum og fáir eiga betra međ ađ ađlagast nýju umhverfi en börn og unglingar sem virđast vera í meirihluta ţess hóps sem kemur. Magnús Ţór hefur líka margsagt, ađ stjórnmálaflokkar á Akranesi hafi nú svikiđ kjósendur sína, ţví enginn flokkur hafi haft ţađ á stefnuskrá sinni fyrir kosningar ađ taka á móti flóttafólki!  Ţetta lýsir miklu skilningsleysi á eđli flóttamannahjálpar, ţví móttaka flóttamanna er skilgreind sem mannúđarverkefni, en ekki pólitískt verkefni og um hana er samiđ á alţjóđavísu milli ríkisstjórnar og Flóttamannahjálpar Sameinuđu ţjóđanna áđur en ráđuneyti semja viđ sveitarfélög.  Viđ tökum viđ ţví fólki sem ađ mati Flóttamannahjálpar Sameinuđu ţjóđanna býr viđ mesta neyđ og ţar sem líklegast er ađ hjálpin skili árangri.  

 

Kćrir meiđyrđi 

 

Magnús Ţór hefur ađ vanda fariđ hamförum á bloggsíđu sinni, nú gegn fyrrum samstarfsfólki sínu í bćjarstjórn Akraness.  Auk ţess ćtlar félagsmálaforkólfurinn vist ađ kćra einhvern fyrir ađ hafa sagt ađ hann sé kynţáttahatari.  Fyrr má nú kasta steinum úr glerhúsi, ţví ţetta er mađurinn sem skrifađi á netiđ ađ sprengja ćtti Halldór Blöndal ţáverandi forseta Alţingis til helvítis og Björn Bjarnason ráđherra međ, eins og flestir muna.   Og Frjálslyndi flokkurinn hefur óneitanlega fengiđ á sig stimpil kynţáttaandúđar. Í Silfri Egils sl. sunnudag mćtti Magnús Ţór Amal Tamimi, 6 barna móđur frá Palestínu. Hún kom tíl Íslands 1995, talar góđa íslensku og er félagsfrćđingur frá Háskóla Íslands. Amal er  frćđslufulltrúi og túlkur í Alţjóđahúsi auk ţess ađ vera virk í félagsstarfi, s.s. í stjórn Samtaka kvenna af erlendum uppruna.  Amal er glćsilegur fulltrúi palestínskra kvenna á Íslandi og verđur ţeim eflaust fyrirmynd. Höfum hugfast ađ sérhvert mannslíf er einstakt og börnin gráta eins, hverrar ţjóđar sem ţau eru.  Hjálpum ţeim. 

 


Náttúruverndarsamtök Vestfjarđa stofnuđ

Ég gerđi mér ferđ vestur á firđi sl. laugardag, 5. apríl, ţegar Náttúruverndarsamtök Vestfjarđa voru stofnuđ ađ viđstöddum umhverfisráđherra Ţórunni Sveinbjarnardóttur sem ávarpađi fundinn. Einnig voru međ innlegg á fundinum Árni Finnsson formađur Náttúruverndarsamtaka Íslands og félagi minn Ómar Ragnarsson.  Um hundrađ manns sóttu fundinn og var dagskrá öll hin vandađasta.  Ólína Ţorvarđardóttir stýrđi fundinum styrkri hendi og auk ţess ađ samţykkja lög samtakanna var eftirfarandi ályktun samţykkt:

Náttúruverndarsamtök Vestfjarđa skora á stjórnvöld og forráđamenn sveitarstjórna á Vestfjörđum ađ standa vörđ um vestfirska náttúru međ hóflegri og skynsamlegri nýtingu náttúrugćđa, rannsóknum á vistkerfi og verndun náttúruverđmćta. Tekiđ verđi fyllsta tillit til náttúrufars, dýralífs, gróđurs og sjávarvistkerfa viđ stefnumótun og ákvarđanir um samgöngumannvirki, stóriđju, uppbyggingu í ferđaţjónustu og önnur umsvif sem áhrif hafa á umhverfi og landgćđi.    Náttúruverndarsamtök Vestfjarđa hvetja til ţess ađ komiđ verđi á virkri og víđtćkri gagnasöfnun um náttúrufar, dýralíf, sjávarvistkerfi og gróđur í samstarfi viđ rannsóknarstofnanir og frćđasetur á Vestfjörđum. Í ţessu skyni verđi veitt fé úr ríkissjóđi til ţess ađ stofna rannsóknastöđu í náttúru- og umhverfisfrćđum. 

Náttúruverndarsamtök Vestfjarđa kalla eftir samstarfi viđ stjórnvöld um verndun náttúru, umhverfisfrćđslu, friđlýsingu merktra og fagurra stađa, verndun minja og skynsamlega nýtingu náttúruauđlinda.


Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband