9.3.2007 | 23:02
Baráttuhátíð Bríetanna í gær og "Gettu betur" í kvöld
Í gær fór ég á baráttuhátíð Bríetanna á Barnum. Það var ótrúlega góð stemmning þar, fullt út úr dyrum af fjörugum femínistum af báðum kynjum. Vel hafði verið vandað til undirbúnings og var boðið upp á fjölmörg skemmtiatriði, spurningakeppni, söng og fleira. Ég var beðin um að ávarpa samkunduna og gerði það. Ég mæli heilshugar með þessari árvissu baráttuhátíð Bríetanna á Alþjóðadegi kvenna 8. mars.
Í kvöld horfði ég svo á spurningakeppni framhaldsskólanna ,,Gettu betur" á RÚV. Þar kepptu tvö lið, bæði skipuð strákum eingöngu. Bæði liðin töldu líklegt að þau kæmu aftur til leiks, eins skipuð, að ári. Hvers vegna í ósköpunum er ekki skylda að hafa amk. einn keppanda af "hinu kyninu" í hverju liði? Svona keppnir hafa geysilega mikil áhrif á sjálfsmynd ungmenna. Strax í grunnskóla er hafist handa við að sérþjálfa stráka í svona keppnum en þar ætti þó að vera kynjakvóti af þeirri einföldu ástæðu að um er að ræða uppeldisstarf ómótaðra grunnskólabarna.
Stelpurnar okkar eru aldar upp í að vera klappstýrur og áhorfendur að vitsmunakeppni stráka.
MA-liðið er sannarlega ánægjuleg undantekning, svo ekki sé meira sagt, með tvær stelpur og einn strák og auðvitað hefur liðið staðið sig með miklum sóma.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:08 | Facebook
Athugasemdir
Mér finnst að það eigi bara að virða þá einstaklinga sem eru í þessum keppnum hvort sem það eru stelpur eða strákar, skiptir ekki nokkru máli hvort kynið er þó það sé gaman að sjá að einhverjar stelpur hafi áhuga á þessu. Ég held einmitt að þar sé munurinn, þetta er rosaleg vinna og stelpurnar hafa alltaf haft miklu fleiri áhugamál en strákarnir, svo það er nokkuð eðlilegt að aðeins fáar stelpur langi til að eyða tíma í þetta. Það er svo fullt fullt fullt annað hægt að gera en að keppa í spurningakeppni. Af hverju megum við konur ekki vera konur í friði og stelpur vera stelpur. Það er orðið einum of yfirgengilegt að heyra endalaust: "af hverju er ekki stelpa hérna, þar og allsstaðar".
Jóhanna Fríða Dalkvist, 9.3.2007 kl. 23:14
Síðast þegar ég vissi þá var keppni á milli nemanda um hverjir skipuðu liðið í Gettur Betur. Sumir skólar voru með það allavega þannig.
Síðan er bara spurning hverjir bjóða sig fram í þessar keppnir.
Kannski ættir að kynna þér málin áður en þú ferð að fara með fleypur. þú átt nú 1 eða 2 börn sem eru á menntaskólaaldri er það ekki?
kveðja
Steinar Guðgeirs.
Steinar Guðgeirsson (IP-tala skráð) 9.3.2007 kl. 23:53
Ég er nokkuð sammála JÓHÖNNU ,Enn Margrét er það ekki rétt að þú fórst í varaformannsslag, tapaðir og flúðir og þrátt fyrir að hafa eitt meira og minna síðastliðnum áratug í að biggja upp Frjálslynda flokkinn og stefnuskrá hans þá ættlar þú syðan að koma til baka með nyjan flokk sem allir vita að mun fyrst og fremst eiðileggja fyrir Frjálslynda flokknum.Það er sök sér að tapa (kemur fyrir besta fólk)enn að gefast upp og reina síðan að hefna sýn,Ekki góð fyrirmind fyrir ungar konur. Ég ber mikla virðingu fyrir Margréti (móður minni) og Margréti (dóttur minni) þær hefðu aldrei gefist upp.
Georg Eiður Arnarson, 9.3.2007 kl. 23:59
hmm, ég er búin að skora á mína dóttur og vinkonur hennar að taka yfir MH liðið að tveimur árum liðnum :-D
georg, vertu úti. Margréti var hafnað, hún gafst sko ekki upp.
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 10.3.2007 kl. 01:09
Ég tel mig nú þekkja málið úr innsta hring sem gamall keppandi og þjálfari. Það sem ræður skipun liða í Gettu Betur amk. hvað MR varðar er þekking og geta til að koma henni á framfæri undir pressu. Venjulega var lagt próf fyrir áhugasama þáttakendur og vejulega voru tíu efstu menn eða konur fengin í viðtöl þar sem viðkomandi þurfti að svara spurningum innan tímamarka undir ákveðinni pressu. Eftir þetta var liðið ákveðið. Á mínum MR árum voru þáttakendur í forprófinu nærri 90% drengir og að mig minnir kom það ekki fyrir að stúlkurnar kæmust í topp tíu úrtakið. Hugsanlega er það af því að klárustu stelpurnar höfðu ekki áhuga á að eyða stórum hluta síns frítíma með strákahópi því þáttaka í svona keppni er ekkert annað en vinna og það mikil vinna. Það hefur þó sýnt sig að einstaka stelpur eru tilbúnar að leggja það á sig sem þarf og standa þær sig ekkert síður en drengirnir.
Guðmundur Ragnar Björnsson, 10.3.2007 kl. 10:21
Margrét þetta er ekki bara flótti, heldur þarftu annað fólk til að svara fyrir þig.
Georg Eiður Arnarson, 10.3.2007 kl. 10:23
sammála um kynjakvóta, það er enginn tilviljun að þetta sé mest skipað strákum.
SM, 10.3.2007 kl. 12:08
hmmm...skrýtin athugasemd, var einhver að tala um tilviljanir??? Sýnist það hafi komið bara ágætis útskýringar á því af hverju þetta er svona...hvað meinar Sylvía með tilviljunum???
Það ætti kannski að sleppa því að hafa svo hraðaspurningapróf til að velja hópinn og hafa bara eina spurningu þar sem "nei" er rétta svarið. Spurningin myndi hljóma einhvernvegin svona: "Ertu með typpi?"...
Jóhanna Fríða Dalkvist, 10.3.2007 kl. 12:27
Jú, það er eflaust rétt að einhvers konar próf eru yfirleitt notuð til að velja þessa stráka í liðið. Og hver ætli búi til spurningarnar? Jú, aðrir strákar. Og hver býr til spurningarnar í Gettu betur? Alveg rétt, það eru kallar!
Ég stend á því fastar en fótunum að Gettu betur er karllæg keppni. Einu sinni var fullt af spurningum um saumspor, bakstur, krydd og margt fleira sem var kannski meira á "stelpusviði" og þá var hlutfall stúlkna í liðunum mun hærra. Áhugasvið kynjanna eru ekki hin sömu og í þessari keppni er einblínt á áhugasvið strákanna. Vandinn liggur hjá stjórnendum þáttarins og sjóvarpsins sem eru.......kallar.
Ibba Sig., 11.3.2007 kl. 02:28
Sæl Ibba. Þegar ég tók þátt var stundum kryddað með slíkum spurningum og það sem meira var, strákarnir voru engu síðri í að svara þeim en stúlkurnar. Eflaust væri samt hægt að beina því til spurningahöfunda að skjóta inn fleiri spurningum sem höfða til áhugasviða stelpna.
Guðmundur Ragnar Björnsson, 11.3.2007 kl. 10:44
Það er sennilegt að spurningarnar liggi frekar á áhugasviði karla. Það skýrir skekkjuna að hluta. Samfélagið er gegnsýrt að karllægum mati og karllægum hugmyndum svo sem von er til.
Hjörtur Hjartarson (IP-tala skráð) 13.3.2007 kl. 13:53
Það að setja kynjakvóta á Gettu betur er eins og tillaga Vinstri grænna um kynjakvóta í stjórn fyrirtækja. Ekki mynda ég vilja vera strákur eða stelpa í Gettu betur liði, einungis vegna kynjakvóta, en ekki vegna getu minnar spurningalega séð.
Það er löngu ljóst að það eru alltof fáar stelpur í Gettu betur. Sama hversu mikið þær eru hvattar áfram, þá er það á endanum undir þeim sjálfum komið. Mjög oft vilja stelpurnar síður leggja það á sig að fara í Gettu betur liðs síns skóla, því það muni bitna á náminu þeirra í staðinn. Þetta er alls ekkert algilt, en gildir í mörgum tilfellum.
Ég sæji það heldur ekki fyrir mér ef það væru 2 hrein stelpulið að keppa í Gettu betur að einhver kvartaði og vildi fá að sjá kynjakvóta. Kynjakvóti er ekkert nema þvinungaraðferðir og í raun niðurlæging fyrir einhvern sem myndi sleppa inní lið bara af því hann væri strákur eða bara af því hún væri stelpa, ekki af því hann/hún væri ein af þremur líklegustu til að ná árangri fyrir hönd síns skóla í keppninni.
Þorkell Gunnar (IP-tala skráð) 15.3.2007 kl. 23:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.