Húsin friðuð

Húsafriðunarnefnd samþykkti síðdegis að leggja til friðun á Laugavegi 4-6, sem eru tvö af allra elstu húsum borgarinnar.
Ég fagna þessari ákvörðun innilega, enda hef ég um árabil barist fyrir því að þessi hús fengju að standa.  Þessi ákvörðun Húsafriðunarnefndar er í anda aukinnar áherslu almennt á varðveislu okkar sérstæða byggingararfs og undirstrikar mikilvægi þess að virða götumynd sem heild.


Framhaldið er nú í höndum Þorgerðar Katrínar menntamálaráðherra og bíða þarf hennar úrskurðar í málinu.  Um er að ræða friðun en ekki svokallaða skyndifriðun. Því er í raun verið að leggja til að menntamálaráðherra staðfesti að húsin standi á sínum stað og verði endurbyggð í sinni upprunalegu mynd.

Það markaði tímamót í málinu þegar borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson, ákvað að fá frest til að undirbúa flutning húsanna til að gera þeim til góða á nýjum stað. Þar með viðurkenndi nýi meirihlutinn í borgarstjórn sögulegt mikilvægi húsanna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Sæl Margrét

Þú hefur staðið þig vel í þessari baráttu! Nú er vonandi að ráðherra ákvarði húsunum í hag. Ég held í putta.

Anna Karlsdóttir, 8.1.2008 kl. 22:57

2 Smámynd: Sturla Snorrason

Borgarskipulag stjórnlaust og fátt hefur verið gert að viti í áratugi.

Sem sínir sig að aðalskipulag eða deiliskipulög ýmsa reita eru brot á húsafriðunarlögum , umhverfislögum , samgöngulögum , heilbrigðislögum og varða endalausa fjársóun bæði ríkisins og borgarinnar.

Húsafriðunarlög: Laugavegur 4-6 aðeins lítið brot.

Samgöngulög:Að úthluta lóðum og gefa byggingarleifi á svæðum þar sem samgöngur eru í molum og endalausar umferðateppur.

Umhverfislög: Að hafa þungamiðju atvinnu og skóla í 101 en ekki í miðri borginni, sóun á eldsneyti varðar umhverfislög.

Heilbrigðislög: Að ætla að leysa umferðavanda vegna 101. með jarðgöngum í allar áttir yrði heilsuspillandi bæði á líkama og sál.

Fjárlög: Að ætla að reisa risa umferðamannvirki neðanjarðar til þess eins að geta brotið gömlu borgina og reist risa gler kumbalda í staðin.

Með nýjum miðbæ við Elliðaráósa fengu byggingarverktakar og fjárfestar nýtt athafnarsvæði og um leið fengi gamli bærinn eðlilegt viðhald.

Sturla Snorrason, 8.1.2008 kl. 23:01

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Þetta heitir að firra sig ábyrgð fyrri ákvarðanatöku sem er veiting byggingarleyfis fyrir hótelbyggingu á lóð þessara húsa Margrét, sem þið voruð búin að gefa út.

Alltaf gott að reyna að slá sig til riddara sem " góða manninn " eftir á þegar búið er að koma vandamáli frá sér yfir á aðra.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 9.1.2008 kl. 02:00

4 Smámynd: Magnús V. Skúlason

Fleiri tugir barnafólks situr heimavið núna, af því það fæst ekki inn hjá leikskólum borgarinnar! Hvernig getið þið réttlætt þetta fjáraustur sem fer væntanlega í að bæta fyrir fyrri ákvarðanatöku í þessu máli? Getur þú svarað því?

Magnús V. Skúlason, 9.1.2008 kl. 12:46

5 identicon

Já.. leikskólar, sjúkrarými aldraðir lepja dauðann úr skel en þú Margrét spáir bara í fúnum spýtum og ljótum húsum.... thats you babe

DoctorE (IP-tala skráð) 9.1.2008 kl. 16:19

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

og hvað mun þetta kosta reykvíkinga - SKAÐABÓTAMÁL þessir aðilar voru komnir með öll tilskylin leyfi - þú ert hlægileg margrét sverrisdóttir -

Óðinn Þórisson, 9.1.2008 kl. 18:13

7 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

stend með þér

Einar Bragi Bragason., 12.1.2008 kl. 02:41

8 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Að friða þessar kassafjalir verður brandari ársins...Þorgerður tekur varla þátt í slíku.

Gunnar Th. Gunnarsson, 13.1.2008 kl. 01:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband