1.1.2008 | 16:21
Falskar söguskýringar formanns Frjálslyndra
Formaður Frjálslynda flokksins, Guðjón A. Kristjánsson, hefur haldið því fram æ ofan í æ í fjölmiðlum að ég hafi sagt mig úr Frjálslynda flokknum af því ég tapaði kosningu um varaformann flokksins gegn Magnúsi Þór Hafsteinssyni. Þetta er ósköp handhæg eftirá-skýring hjá honum en ég vil minna fólk á að það var formaðurinn sjálfur sem ákvað að sameina Frjálslynda flokkinn og Nýtt afl gegn vilja meirihluta miðstjórnar flokksins og reri að því öllum árum um langa hríð. Einhverjir hljóta að muna að Jón Magnússon, núverandi þingmaður Frjálslynda flokksins, var áður formaður Nýs afls. Með Jóni, sem talinn er vera yst til hægri í íslenskri pólitík, fylgdu miður geðþekkar áherslur m.a. í garð útlendinga og hreint ekki frjálslyndar. Það var því þegar Nýtt afl yfirtók minn gamla flokk með bellibrögðum á landsþingi, eins og frægt varð, að flokkurinn yfirgaf mig.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Gleðilegt nýtt ár
Georg Eiður Arnarson, 1.1.2008 kl. 17:44
Ég held að það þurfi nú engann speking til að vita að þegar fólk segir sjálft sig úr flokkum að þá sé það að yfirgefa umræddann flokk en ekki flokkurinn að yfirgefa það. Þegar áherslur breytast eða flokkar breytast þá er alveg ljóst að það eru ekki allir sammála, svoleiðis er það bara og þá getur fólk yfirgefið þann flokk ef því finnst að það eigi ekki heima þar, ég skil nú ekki hvaða væl þetta er í þér margrét mín
Það er ljóst að þú yfirgafst flokkinn en ekki flokkurinn þig.
Jóhann Kristjánsson, 1.1.2008 kl. 23:39
Sæl Margrét og gleðilegt nýtt ár Mikið finnst mér það miður að þú skulir ætíð höggva í Nýtt afl. Þú veist manna best að Nýtt afl var ekki sameinað Frjálslynda flokknum heldur var Nýtt aft lagt niður og hluti af félagsmönnum í fyrrum Nýju afli gekk í Frjálslynda flokkninn. Með nýjum félagsmönnum kom öflugt fólk til liðs við Frjálslynda flokkinn með þann tilgang einan að gera flokkinn stærri og öflugri. Þú hefur á stundum nefnt fyrrum liðsmenn Nýs afls sem gegnu í Frjálslynda flokkinn ýmsum nöfnum sem mér finnst ekki rétt af þér að gera. Þetta fólk er allt ágætis fólk og finnst mörgum það leitt er þú yfirgafst flokkinn. Þú veist það mæta vel að Nýtt afl yfirtók ekki flokkinn þinn( síðan hvenær eignaðist þú Frjálslynda flokkinn?). Að sjálfsögðu var tekist á á síðasta landsfundi og þú tapaðir fyrir MÞH. Þannig er pólitíkin og það á að vera þér fyllilega ljóst.
Með nýárskveðju,
Ásgerður Jóna Flosadóttir,
formaður Landssambands kvenna í Frjálslynda flokknum.
asgerdurjona (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 00:11
Sæl Margrét , og hversvegna gekkstu úr flokknum og feldir þig í annað sinn að komast inn á þing, en við kjósendurnir, okkur þótti það miður að þú gæfist upp, auðvita eru bardagar í pólitíkinni en það er um að gera að berjast, pólitíkst stríð er að berjast og vinna orustana á almennum vetfangi eins og með kosningu til Alþingis, því miður fyrir þig held ég að fólkið hafi kosið stefnu xF sem kemst næst hinum almenna þjóðfélagsþegni, allir flokkarnir eru orðnir menntunarmenningasinnaðir, allskonar fræðingarog fræðingar , og svo stóri snobb flokkurinn auðmannsflokkurinn sem verkafólk er að kjósa yfir sig og skilur ekki enn í dag að sá flokkur er ekki sami flokkur og hann var "stétt með stétt", nú er það "stétt með auðmannastétt" sem fylgir XD, en svo er það annað sem ég skil ekki hvernig Íslandshreyfingin xI getur unnið fyrir Frjálslinda xF í borgarpólitíkinni, þetta er leiðari sem ég skil ekki...
Veit ekki betur en í kosningunum að notað voru skrifstofur á vegum xF og xF hafi haft kjörgögnin á sínum snærum, stefna xF og allt það sem er í kringum xF kostnaður og fleira, svo nýtur xF ekki sæti í borgarstjórn heldur xI, hver á að skilja svona, auðvita á 3 maður á lista xF að vera í borgarstjórn, en ekki 2 maður sem sagði sig úr flokknum.........
stýri
Tryggvi (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 00:56
Jú ég man vel eftir þessu. Atburðarrásin eins og þú lýsir henni kom mér eins fyrir sjónir.. skildi vel að þú fórst úr flokki sem þú tilheyrðir greinilega ekki lengur. Að fylgja sinni sannfæringu er mikilvægt.. þú hefur sýnt að þú gerir það og fyrir það áttu hrós skilið.
Gleðilegt ár og megi stjarna þín skína skært áfram..
Björg F (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 03:30
Því miður Margrét, þá get ég ekki tekið undir þínar söguskýringar í þessu efni því fer fjarri, það BAÐ þig ENGINN að yfirgefa Frjálslynda flokkinn, þótt þú hefðir tapað varaformannskjöri í flokknum, og vil minna á yfirlýsingar þínar allra handa um þetta leyti fyrir ári síðan, um hugsanlegt framboð gegn Guðjóni til dæmis og fl og fl.
Veldur hver á heldur Margrét Sverrisdóttir, og allt spurning um að hefja framgang málefna ofar persónum hvers eðlis sem er og una því lýðræði sem við höfum til nota.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 4.1.2008 kl. 02:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.