Fóstureyðing Down heilkennis - álösum ekki foreldrum

Á árum áður vann ég með þroskaheftum og vangefnum.  Ég kynntist einstaklingum með Down-heilkenni.  Margir þeirra eru einstaklega glaðværar og yndislegar manneskjur sem lifa hamingjuríku lífi og auðga beinlínis líf allra sem kynnast þeim.  En sumir voru alvarlega vangefnir sjúklingar sem voru alveg ófærir um að sjá um sig sjálfir.  Í Kastljósi í kvöld voru þessi mál rædd og þar sagði spyrillinn að Down Syndrome væri af sumum talin ,,frekar væg fötlun".  Mér finnst þessi orðræða mjög villandi.  Það er ekki svo einfalt að einungis sé um að ræða ,,þroskafrávik" þó kannski megi nota það orð um hluta þessa hóps. 

Sú hneykslun sem fjölmiðlar hafa gefið til kynna vegna þess að meirihluti foreldra sem fá að vita að fóstur þeirra sé með þetta heilkenni lætur eyða þeim, er ekki við hæfi.  Við megum ekki álasa þeim foreldrum sem ákveða að eignast ekki fatlað barn vegna þess að ómögulegt er að segja til um hversu alvarlega fatlað það verður.  Sú ákvörðun er alltaf geysilega erfið og örugglega tekin með hag barnsins að leiðarljósi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í þeirri umræðu sem ég hef fylgst með í sjónvarpinu er ekki verið að álasa foreldrum, heldur gagnrýna þá staðreynd að skimað er markvisst eftir fötluðum börnum með Downs heilkenni. Af því leiðir að ákveðin úrvalsstefna hefur liðist hér á landi þar sem fóstrum með Downs heilkenni er eitt. Ég hef umgengist fólk með Downs heilkenni, einhverfu og fleiri andlegar fatlanir sem ekki endilega sjást í skimun á fósturstigi og verð að segja eins og er að ég fagna þessari umræðu því ég held að ákveðinn hræðsluáróður eigi sér stað hér á landi tengt Downs heilkennum. Ég er samt ekki undrandi á þessu því samfélagið sem við búum í er að þróast á einkennilegan hátt, þar sem m.a. 60 % barna eru að fæðast utan hjónabands, skilnaðartíðnin er há og stórfjölskyldu-formið á undanhaldi..... Við höfum einfaldlega ekki tíma fyrir nein vandamál. Þetta er afleiðing af því. Það sem mér finnst undarlegt við þetta allt er að fyrir hver fjögur börn sem finnast fötluð með legvatnsástungu athugun (og þeim er oftast öllum eitt) látast þrjú heilbrigð fóstur, af því leitin er ekki hættulaus. Þetta finnst mér óréttlætanlegt að öllu leiti. Hér er verið að verðleggja mannslífið ansi lágt að mínu mati. Hvað finnst þér um það?

Kveðja,

Elínrós Líndal (IP-tala skráð) 19.6.2007 kl. 21:57

2 identicon

Vilja ekki allir foreldrar eignast heilbrigð börn? Er þetta spurning um eitthvað annað? Líka þeir sem eiga fatlaðan einstakling, þrá þeir ekki líka að eignast heilbrigt barn? Ef fólk á val þá er því frjálst að velja það sem því sýnist en ef ekki þá tekst það á við þau verkefi sem að þeim eru rétt, Ekki satt?

Heiða (IP-tala skráð) 19.6.2007 kl. 23:47

3 Smámynd: Ómar Örn Hauksson

Það kemur mér ekkert á óvart að foreldrar láti eyða fóstrinu ef það kemst að því að það sé með Downs heilkenni. Allir foreldrar vilja heilbrigð börn að sjálfsögðu, það óskar sér enginn að barnið sitt sé þroskaheft eða vangefið. Sérstaklega ef að um fyrsta barn er að ræða þá hafa foreldrarnir ákveðna drauma og ímyndanir um börnin sín og Downs er ekki eitt af því. Það vill fullkomna fjölskyldu.

En svo er rétt sem Margrét segir að Downs heilkenni geta verið mjög mismunandi allt frá því að vera mjög væg fötlun í það að verða algerlega ósjálfbjarga. Foreldrar geta ekki vitað hvort barnið þeirra verður og auðvitað er skiljanlegt að þau vilja ekki taka áhættuna, bæði fyrir barnið og líka sig því að það er gífurleg vinna að eiga mjög fatlað barna og svo er einnig fjárhagslega hliðin. Það er samt örugglega félagslega hliðin sem á stærstan hlut í þessu því að, lets face it (svo maður sletti nú aðeins), það eru fordómar gagnvart þroskaheftum, sérstaklega í því þjóðfélagi sem við búum í í dag. 

Ég vona að ég þurfi aldrei að taka þessa ákvörðun. 

Ómar Örn Hauksson, 20.6.2007 kl. 11:29

4 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

En hvað þá með börn (reyndar líka fullorðna) sem fatlast alvarlega vegna sjúkdóma eða slysa og geta ekki eftir það séð um sog sjálf það sem eftir er ævinnar. Hvaða viðhorf á að hafa til þeirra? Það sem vantar í þessum máli er einhver raunveruleg siðferðileg umræða sem aldrei hefur farið fram þrátt fyrir það að fóstrum hafi verið eytt um árabil vegna downseinkenna.

Sigurður Þór Guðjónsson, 20.6.2007 kl. 12:50

5 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Þetta er rosalega viðkvæmt umræðuefni.  Þetta er aldrei einfallt.  Held að það sé ágæt regla að dæma aldrei aðra einstaklinga, því þeir eru í aðstæðum sem maður þekkir ekki sjálfur.  Gott er að hafa hugfast að það sem þú dæmir getur komið fyrir þig og þína.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 20.6.2007 kl. 12:56

6 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Það er að æra óstöðugan eins og gamalt orðatiltæki segir að dæma foreldra eða lækna fyrir að eyða eða eyða ekki fóstrum. Umræða er alltaf til góðs en vörumst alla sleggjudóma því aðgát skal höfð í nærveru sálar. Sumar konur sem hafa farið í fóstureyðingu vegna félagslegra eða heilsufarslegra aðstæðna eiga við þunglyndi að stríða því þær eiga erfitt með að lifa við þessa ákvörðun. 

Guðrún Sæmundsdóttir, 20.6.2007 kl. 16:17

7 identicon

Við erum fólkið sem erum að hneykslast á útrýmingu Hitlers á Gyðingum, fötluðum og öðrum óæskilegum !

Hér eru dauðarefsingar bannaðar. Sagt að konur ráði líkama sínum sjálfjar, en hver er réttur barnsins sem er að þroskast? Það á jafn mikinn rétt til lífsins og hver annar, vissulega meiri rétt en móðirin  yfir lífi þess.

Þorsteinn (IP-tala skráð) 20.6.2007 kl. 16:51

8 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ég held að fólk ætti að taka að sér fatlaðan einstakling í 1 ár og sinna öllum félagslegum skyldum í kringum það áður en farið er að dæma. Reyna í leiðinni að sinna hinum börnunum sínum án þess að þeim finnist þau vera vanrækt vegna fatlaða systkinisins. Fullri vinnu til að kaupa alla þá þjónustu sem á þarf að halda aukalega fyrir fatlaða einstaklinginn og borga íþróttanámskeiðin fyrir hin börnin. Eiga sér eitthvað prívat líf með makanum og finna sér barnfóstru sem er tilbúin til að sinna þessum 15 ára sem notar bleyju. Telja sér trú um að fatlaða barnið sé hamingjusamt þrátt fyrir að gráta jafnvel heilu og hálfu dagana. Já, endilega áköllum Guð og verum heilög og setjumst í dómarasætið og lofum þjóðfélagið fyrir það hversu lítið mál er að eiga og ala upp fatlað barn. Svo deyjum við öll á endanum. Foreldrarnir. Þá er bara að vona að það sé pláss á einhverri stofnun fyrir þennan fatlaða einstakling. Annars eru góð ráð dýr.

Jóna Á. Gísladóttir, 20.6.2007 kl. 20:32

9 identicon

Hvað eru menn að blanda deilum um trú inn í þetta mál? Tölum um réttindi hvers og eins til að halda ´´i hin sjálfsögðu mannréttindi að haldast á lífi án afskipta annarra sem vilja taka það. Menn geta vissulega deilt um hvot þeir trúi á Guð eða ekki, það er bara allt önnur umræða sem er óþarfi að bland inn í þessa. Fjölskipaður Hæstiréttur með 7 dómurum getur hvorki né má dæma hryllilegustu fjöldamorðingja til dauða. Þetta getur hins vegar 14-16 ára stúlka gert með barn það sem hún elur undir belti án mikilla vandkvæða eða umræðu  !

Jóna A Gísladóttir virðist vera sammála Adolf heitnum Hitler í að það borgar sig að útrýma þeim sem eru öðruvísi en við hinir Aríarnir . Þannig losnum við við að "taka að sér fatlaðan einstakling í 1 ár og sinna öllum félagslegum skyldum í kringum það " eins og hún orðar það. Ergó : útrýmum því sem okkur hugnast ekki.

Þorsteinn (IP-tala skráð) 21.6.2007 kl. 09:53

10 Smámynd: Ómar Örn Hauksson

Þorsteinn. Ófætt fóstur hefur engin réttindi þar sem opinberlega er það ekki til. Það er einnig partur af líkama móðurinnar og hún ræður hvað gert er við hann. Og alveg rólegur að líkja konum sem fara í fóstureyðingu við Hitler. Þú hefur aldrei þurft að taka þessa ákvörðun og hver ert þú að dæma þær?

Ómar Örn Hauksson, 21.6.2007 kl. 19:24

11 identicon

Ómar Örn Hauksson : Það kann að vera svo að löggjafinn hafi ekki veitt nokkurra vikna fóstri sérstakan rétt, hann kemur víst ekki til að lögum fyrr en við 12 vikur. 

Það er ekki það sem í raun er verið að ræða, heldur hvers konar manneskjur erum við sem gerum svona. Þetta er alvarlegur siðferðisbrestur og siðblinda fólks sem sér víða flís í augum annarra meðan símastaurarnir skaga út úr eigin augum um leið.  Ég var að benda á nokkur dæmi þessa s.s. um vandlætingu okkar á útrýmingu A. Hitler á svona óæskilegum þegnum sem falla ekki inn í Aríska umhverfið, eða aðstæður móðurinnar í sumum tilfellum. Sama fólkið og bær ekki upp í nef sér vegna slíkra hreinsana framkvæmir álíka hreinsanir í eigin ranni = tvöfalt siðgæði. Það eru sem betur fer komin úrræði, bæði á vegum opinberra aðila sem og einkaaðila sem verðandi mæður geta leitað í vandræðum sínum. Þar er um að ræða fjárhagslegan styrk, húsnæði og jafnvel útvega fósturforeldra að fæðingu lokinni sjái viðkomandi móðir sér ekki fært þrátt fyrir aðstoð að halda barninu. Það er enda nóg af foreldrum seg sem ekki geta af ýmsum ástæðum getur ekki getið barn og er að ættleiða frá Kína og fleiri ríkjum vegna skorts hér á landi á að ættleiða íslendinga.

Aðstæður eru ekki lengur nein ástæða til fóstureyðinga á Íslandi. Þær eru allar auðleysanlegar, ef fóstureyðingaræðið rynni nú einhvern tímann af mönnum hérna.

Þorsteinn (IP-tala skráð) 22.6.2007 kl. 15:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband