18.6.2007 | 13:43
Engar myndir af prúðbúnum gestum?
Á 17. júní er venja að bjóða erlendum sendiherrum og fleiri sendifulltrúum annarra landa til athafnarinnar á Austurvelli fyrir hádegið, þar sem forsætisráðherra ávarpar samkunduna. Ég hef sjálf verið viðstödd og það er ákaflega skemmtilegt að sjá að margir hinna erlendu gesta eru uppáklæddir í þjóðbúninga sinna landa. Mér finnst sérstaklega gaman að sjá konur frá Afríkuríkjum sem klæðast litfögrum búningum sínum. Ég hef líka furðað mig á því að engir fjölmiðlar gefa þessu gaum. Hvergi birtast myndir af þessum skrautbúnu hátíðargestum sem sýna okkur mikla virðingu með því að skrýðast sínum þjóðbúningum á hátíðisdegi okkar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 19.6.2007 kl. 21:34 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.