16.12.2006 | 22:14
Átakafundur Kjördćmafélags Reykjavíkur í dag
Ađalfundur Kjördćmafélags Frjálslynda flokksins í Reykjavíkurkjördćmum var haldinn í dag á Kaffi Reykjavík. Fundurinn var fjölmennur, rúmlega 100 manns mćttu. Ţetta var átakafundur en niđurstađan varđ jákvćđ ţegar upp var stađiđ og ágćt stjórn mynduđ. Á fundinn mćtti nokkur hópur fólks sem lítiđ hefur komiđ ađ starfi flokksins til ţessa og hafđi sig mjög í frammi, var m.a. međ ávirđingar úr pontu og frammíköll. Hingađ til hafa fundir flokksins ekki veriđ međ slíkum blć og mér finnst ţetta mjög neikvćđ ţróun.
Rétt kjörin stjórn: Eyjólfur Ármannsson, Egill Örn Jóhannesson, Guđrún Ásmundsdóttir, Kolbeinn Guđjónsson og Kjartan Eggertsson.
15.12.2006 | 02:31
Sigurlín sigurvegari
Úr bloggi Sigurlínar Margrétar Sigurđardóttur, varaţingmanns Frjálslynda flokksins í Suđvesturkjördćmi í dag:
"Ég get ekki sagt annađ en ađ ég sé mjög ánćgđ međ niđurstöđuna á miđstjórnarfundi Frjálslynda flokksins sem ég missti af í gćrkvöldi. Mér finnst ţetta skynsamleg lending, nokkurskonar sátt milli allra og er ţađ vel. Um upphaf deilanna ćtla ég sem minnst ađ tjá mig um en ţađ skiptir í raun engu hvert deiluefniđ er, menn og konur í svona stöđu eiga bara ekkert ađ vera ađ deila međ blađamenn hangandi fyrir sér sem skrumskćla hvert orđ. Ég hef oft veriđ spurđ á međan ţessu stóđ međ hverjum ég stćđi, manni var stundum eins og stillt upp á vegg og krafist svara af manni. Ég er ekkert mikiđ fyrir ađ skipa mér í eitthvađ horn međ hinum og ţessum. Ţađ er málefnastefna flokks míns sem gildir og hún er í fullu gildi hvađ öllum deilum líđur. En hér get ég alveg sagt ađ Margrét Sverrisdóttir er mín kona, hún er minn mentor í ţátttöku minni í stjórnmálastarfi. Ţađ er hún sem prófarkarles allar greinar mínar og rćđur án ţess svo mikiđ ađ breyta efninu á nokkurn hátt, hugsun mín í efniđ er ţađ sem gildir. Margréti Sverris kynntist ég fyrst fyrir alvöru ţegar ég fékk bođ frá félagsmálaráđuneytinu um ađ taka ţátt í námskeiđi fyrir konur í stjórnmálastarfi áriđ 2003. Ég mátti velja mér leiđbeinanda og ég valdi Margréti Sverrisdóttur af ţeirri ástćđu ađ mér fannst og finnst hún enn vera mikill leiđtogi, framsýn međ einsdćmum og stendur fast á sínu. Eftir ţví sem ég kynntist henni betur sá ég ađ ég hafđi rétt fyrir mér. Ţađ er gott ađ vinna međ henni. Hún ver málefnastefnu flokks síns af heillindum og veit alveg hvađ hún er ađ tala um ţegar hún ţylur yfir stefnuskránna sem og veit nákvćmlega fyrir hvort málefni falla inn í stefnu flokksins eđa ekki. Margt í stefnuskrá flokksins lýtur ađ sjálfsögđum mannréttindum. Hún er líka trú sínu fólki. Ţingmenn flokksins hafa veriđ mjög heppnir ađ hafa hana sem framkvćmdastjóra sinn ţetta kjörtímabil, hún hefur reynst ţeim vel og ţađ veit ég."
Sigurlín, kćrar ţakkir fyrir hlý orđ í minn garđ. Ţú veist sjálf hversu mikils ég met ţig - enda met ég ţig ađ verđleikum. Ţú ert einstök kona og ég hef alltaf dáđst ađ sjálfstćđi ţínu, kjarki, frábćrri kímnigáfu og greind. Ţađ er ótrúlegt ađ kynnast ţví hvernig ţú stendur alltaf stolt og berst fyrir rétti ţínum og fjölda annarra. Ástćđan fyrir ţví ađ ég breyti ekki hugsun ţinni viđ yfirlestur greina sem ţú skrifar er einfaldlega sú ađ hugsunin kemur alltaf skýrt fram. Ţađ er fullkomlega eđlilegt ađ ţađ ţurfi ađ ,,snurfusa" (eins og viđ köllum ţađ báđar) lítiđ eitt ritađan texta hjá konu sem hefur ekki heyrt mćlt mál síđan hún var barn. En ţađ hefur veriđ sérstök lífsreynsla ađ kynnast ţví hvernig ţú hefur rutt öllum hindrunum úr vegi og stađiđ stolt og keik í rćđupúlti á Alţingi og barist fyrir jafnrétti allra ţjóđfélagshópa. Ţú verđskuldar sannarlega ađ vera í fararbroddi í kosningum til Alţingis á vori komanda.
Baráttukveđja, ţinn vinur Margrét Sverrisdóttir.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:34 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)
15.12.2006 | 00:57
Ţakkir fyrir hvatningu - Ţrífarar
Sćl, öll.
Fyrst vil ég ţakka fyrir jákvćđ viđbrögđ sem borist hafa í athugasemdum og í tölvupósti til mín. Ţađ vćri líka gaman ađ heyra frá ykkur í netpósti á msv@althingi.is
Spaugarasíđan baggalútur.is hefur fundiđ ţrí-farana mína. Skođiđ heimasíđuna hér
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:07 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
13.12.2006 | 23:34
Launađ leyfi frá 18.desember og framyfir landsţing
Ég vil byrja á ađ afsaka hvađ bloggiđ mitt hefur veriđ laust viđ alla pólitík undanfariđ. Ţađ var ekki af ţví ekkert vćri ađ gerast, heldur ţvert á móti - ţađ var svo mikiđ um ađ vera ađ réttast var ađ segja sem minnst
Ţetta var góđur miđstjórnarfundur hjá okkur Frjálslyndum í kvöld, međ huggulegu jólahlađborđi. Gott andrúmsloft, jólalegt og fallegt á Kaffi Reykjavík. Sátt náđist um ţađ ađ ég (framkvćmdastjóri flokksins) fćri í launađ leyfi frá störfum sem framkvćmdastjóri framyfir landsţing flokksins sem fram fer 26.-27. janúar. Ég mun ţó áfram sinna ýmsum störfum fyrir flokkinn, enda kjörin í trúnađarstörf. Almenn sátt ríkti um ţessa niđurstöđu fundarins.
Fariđ var ítarlega yfir ágreiningsefnin og niđurstađa fundarins var sú ađ setja niđur deilur innan flokks í bili ađ minnsta kosti og undirbúa landsţingiđ. Óskađ var eftir ţví ađ ég kćmi ađ undirbúningi landsţingsins sem ritari og fulltrúi í framkvćmdastjórn og einnig var ég beđin um ađ sinna fjármálum flokksins.
Gert er ráđ fyrir ađ ég komi aftur ađ mínu starfi sem framkvćmdastjóri eftir landsţing nema ég yrđi orđin formađur eđa varaformađur, ţví ţá vćri stađan auđvitađ allt önnur.
Ég ćtla ađ svo stöddu ekki ađ gefa neitt upp um ţađ hvort ég gef kost á mér í kjöri til formanns eđa varaformanns. Hvađ finnst ykkur um ţađ? Gaman vćri ađ fá svör eđa athugasemdir frá ykkur
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:52 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (18)
11.12.2006 | 23:36
Stjörnukortiđ mitt
Gunnlaugur Guđmundsson spáir í stjörnurnar á mbl.is/stjörnuspeki
"Margrét Sverrisdóttir í Frjálslynda flokknum er jarđbundin, yfirveguđ og umhyggjusöm. Hún er raunsć og hógvćr og setur sjálfa sig ekki alltaf í fyrsta sćti. Hún hefur sterka ábyrgđarkennd."
Ef ţiđ hafiđ áhuga á stjörnuspeki getiđ ţiđ lesiđ meira međ ţví ađ smella hér.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 12.12.2006 kl. 00:37 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
9.12.2006 | 23:14
Spaugstofan laugardaginn 9. desember
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:39 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (5)
8.12.2006 | 23:54
Fylgi Frjálslyndra eykst - Helgarferđ - Fyrirsagnir frétta
Könnunin var framkvćmd dagana 21. - 24. nóvember síđastliđinn og svöruđu 5.147 manns á aldrinum 18-70 ára.
10% unglinga í tíunda bekk reykja daglega
40% segjast hafa orđiđ ölvuđ og 10% hafa prófađ hass
Ţetta virđast vera mjög slćm tíđindi viđ fyrstu sýn. Ég hefđi miklu frekar viljađ hafa ţetta á jákvćđu nótunum og snúa ţessu alveg viđ:
90% unglinga í tíunda bekk reykja ekki (eđa sjaldnar en daglega)
60% segjast ekki hafa orđiđ ölvuđ og 90% hafa ekki prófađ hass.
Kannski litum viđ tilveruna bjartari augum ef fyrirsagnir vćru oftar á jákvćđu nótunum. Ekki síst á ţađ viđ um ćsku landsins sem er bara virkilega efnileg
Stjórnmál og samfélag | Breytt 9.12.2006 kl. 23:20 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (5)
7.12.2006 | 19:05
Könnun dagsins á bylgjan.is og skopmynd
Hérna eru niđurstöđur úr könnun gćrdagsins á bylgjan.is:
Ég er rauđa súlan (77%)
Ţetta er ekkert vísindaleg könnun en hún kom mér óneitanlega ţćgilega á óvart. Ég er innilega ţakklát fyrir stuđninginn!
Ţessa bráđskemmtilegu skopmynd teiknađi Halldór Baldursson hinn landskunni og hćfileikaríki teiknari. Mér finnst hann samt ţurfa ađ ćfa andlitsdrćttina ađeins betur!
Stjórnmál og samfélag | Breytt 11.1.2007 kl. 15:08 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (7)
6.12.2006 | 16:19
Valdasjúk kona handvelur flokksfélaga
Viđtal viđ fulltrúa Nýs afls á Útvarpi Sögu í gćr kitlađi heldur betur hláturtaugar mínar. Höskuldur Höskuldsson, varaformađur Nýs afls, sagđi í viđtali á Útvarpi Sögu ađ hin valdasjúka Margrét (ég) hefđi árum saman handvaliđ fólk í Frjálslynda flokkinn! Líklega valdi ég bara fólk sem var líklegt til ađ styđja mig til valda? Ţá vitum viđ ţađ: Félagar í Frjálslynda flokknum eru handplokkađir enda hef ég mikla reynslu af slíku, vann viđ ađ plokka bćđi rćkjur og humar á yngri árum.
Í dag hef ég unniđ af krafti viđ ađ ganga frá greinum og auglýsingum í jólablađ Frjálslynda flokksins, sem er óđum ađ taka á sig mynd. Viđ ćtlum ađ senda ţađ á alla flokksmenn fyrir jólin. Svo gekk ég frá bréfum og sendi á alla eigendur húsnćđis í Ađalstrćti 9, ţar sem flokkskrifstofan okkar er af ţví ég er formađur húsfélagsins.
Í dag bauđ Sólveig Pétursdóttir, forseti Alţingis, ţingmönnum og starfsfólki í jólamat á Hótel Borg. Hangikjöt og jólalög, mjög hátíđlegt. Ţađ eru alltaf veitt möndluverđlaun og nćst (ef ég kemst oftar?) ćtla ég ađ hafa möndlu međferđis.
Svo fer ég í fjörugt kvennabođ (sem karlmađur heldur!) í kvöld kl. 19 og hlakka mikiđ til.
5.12.2006 | 16:03
Fyrsta bloggiđ mitt, Master-mind framaplottiđ og jólafundur í kvöld
Ég hef ekki bloggađ hingađ til, en svo virđist sem líf mitt gerist ć fjörugra og kannski vill stuđningsfólk mitt fylgjast međ ţví helsta sem á dagana drífur. Ég er mjög ţakklát og beinlínis hrćrđ yfir viđbrögđum sem ég hef fengiđ frá fólki um allt land eftir viđtaliđ viđ mig í Kastljósinu 3. des. Síminn hefur ekki stoppađ, sms-skeytum rigndi inn og fólk er ótrúlega hlýlegt og hvetjandi.
Örfá dćmi úr tölvupóstinum mínum:
Sćl Margrét,vildi bara senda stutta kveđju.
Ţađ var sérlega ánćgjulegt ađ fylgjast međ ţér í sjónvarpinu í kvöld.
Óneitanlega tilbreyting ađ sjá stjórnmálamann sem mađur treystir.
Um ţađ voru allir á mínu heimili sammála.
Heil og sćl Margrét! Ég, viđ og okkar fólk stöndum međ ţér á ţessum umrótartímum. Góđur ţáttur í sjónvarpinu. Flokkurinn vćri stćrri í Reykjaneskjördćmi ef ţú vćrir ţar.
Sćl Margrét! Ţú ţekkir mig nú ekki og ég fylgist nú ekki mikiđ međ pólitík, en nú blöskrar mér framkoma sumra ónefndra ţingmanna. Ţú hefur stađiđ ţig alveg frábćrlega vel í öllu sem ţú hefur tekiđ ţér fyrir hendur. Oft ţurft ađ vera í vörn, en alltaf svarađ kurteislega og komiđ vel fram. Ég treysti ţér.
Sćl Margrét. Ţú stóđst ţig frábćrlega vel í Kastljósţćttinum í gćrkvöldi. Hvet ţig eindregiđ til ađ bjóđa ţig fram til formanns í flokknum. Ţú átt minn stuđning.
Langađi ađ senda ţér ţennan tölvupóst til ađ lýsa stuđningi viđ ţig og ţína afstöđu er varđar ţetta mál. Eg tek fram ađ ég er ekki flokksbundinn og hef ekki veriđ en hef fylgst međ ţér í gegn um tíđinna. Stattu ţig stúlka ţví ţú hefur góđan og vandađan málstađ ađ verja. Bestu kveđjur, međ ósk um gott gengi ţitt í framtíđarstjórnmálum.
Vertu sterk, Margrét og láttu ekki draga úr ţér kjarkinn - ein af dauđasyndunum sjö er öfundin og henni skýtur upp kollinum ţegar e-r ber af eins og ţú gerir! Svona nornaveiđar standa yfirleitt stutt en mjög mikilvćgt ađ standa ţćr af sér!
Alveg á hreinu ađ ţú hefur mikiđ persónulegt fylgi hef lýst ţví yfir oftar en einu sinni ađ ég styddi ţig til hverra ţeirra verka sem ţú gćfir kost á ţér er reyndar ekki einu sinni í sama kjördćmi.
Treysti ţví enn ađ ţú komist á ţing og hristir upp í ţessum skápum! Baráttukveđjur!
En ég má til međ ađ nota tćkifćriđ hér og vísa á bug kenningum um ađ ég hafi búiđ til einhvern málefnaágreining til ţess eins ađ sćkjast eftir valdastöđu innan flokksins. Ég hef alltaf haft metnađ til ţess ađ vera í forystu flokksins - og reyndar veriđ í forystu. En málefnaágreiningurinn sem ég á ađ hafa búiđ til var öllum svo auđsćr, ađ landsţekktur sjónvarpsmađur spurđi strax flokksfélaga minn hvort ţađ vćri öruggt ađ mér félli málflutningur Jóns Magnússonar um múslima. Gárungarnir kalla ţetta núna Master-mind framaplottiđ, en er ţađ ekki ansi langsótt skýring ađ ég hafi reynt ađ skapa ágreining og látiđ segja mér upp störfum vegna ţess ef ég ćtlađi ađ sćkja í valdastöđu sem allir hafa lengi taliđ sjálfsagt ađ ég sćktist eftir :)
Í kvöld fer ég á jólafund Kvenréttindafélags Íslands og Kvennasögusafnsins sem hefst kl. 20 á Kvennaheimilinu Hallveigarstöđum viđ Túngötu. Ég er varaformađur Kvenréttindafélagsins.
Ţar verđur fjallađ um upphaf kvenréttindabaráttu á Íslandi og ţátt karla (og kvenna!) í henni.
Ţórunn Valdimarsdóttir rithöfundur les upp úr bókinni um Matthías Jochumsson, lesiđ verđur upp úr bókinni um Ólafíu og Auđur Styrkársdóttir forstöđumađur Kvennasögusafns Íslands fjallar um Hannes Hafstein og ţátt hans í kvenréttindabaráttu.
Auk ţess verđa veitingar, tónlist, happdrćtti og fleira. Ég hlakka til og vona ađ jafnréttissinnar láti sjá sig!
Stjórnmál og samfélag | Breytt 6.12.2006 kl. 01:51 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (10)