8.1.2007 | 12:45
Sjávarútvegsráðherra með kosningafiðring
Í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi vakti sérstaka athygli mína frétt um að sjávarútvegsráðherra, Einar Kristinn Guðfinnsson, skuli "vilja skoða með opnum hug" hvort auka eigi veiðiskyldu þeirra sem ráða yfir aflaheimildum. Það er sagt að þetta séu viðbrögð hans við nýjustu fréttum af Þormóði ramma, sem ætlar að skipta þremur gömlum skipum út fyrir ný og hefur sagt upp hluta skipshafna gömlu skipanna vegna sölunnar. Þá verður fyrirtækið með færri skip a.m.k. þangað til nýju skipin koma og myndi því vilja leigja út helming af aflaheimildum gömlu skipanna.
Ég vil nú meina að þetta séu frekar viðbrögð hans við komandi kosningum, því hann talar jafnan tveimur tungum, fyrir og eftir kosningar. Það er kominn kosningafiðringur í ráðherrann.
Í sömu frétt var viðtal við formann Farmanna- og fiskimannasambandsins sem sagði að veiðiframsalið væri undirrót vandans í greininni. Þessu höfum við í Frjálslynda flokknum haldið fram frá upphafi - að gjafakvótinn og framsalið væri rót vandans auk þess sem höggvið hefur verið á lífæðar sjávarþorpa um allt land, sem áður lágu allar út í sjó.
Guð láti gott á vita, segi ég og þótt fyrr hefði verið! En ég bið lesendur að muna að það er víst ekkert að í sjávarútvegsmálum þessarar þjóðar. Þeir sem sáu sjónvarpsauglýsingu Landsambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ)voru fullvissaðir um það, því þar var sagt að sjávarpláss á Íslandi hefðu verið í vaxandi útrás síðustu árin.. Það er nefnilega það. Hvað ætli Vestmannaeyingar, Húsvíkingar, Raufarhafnarbúar eða Grímseyingar segi um það?
Og að lokum finnst mér nauðsynlegt að rifja upp að þessi sami sjávarútvegsráðherra flutti ræðu í Lilleström í Noregi á sl. ári þar sem hann lagði áherslu á að íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið hefði lagt grunninn að traustum, góðum og arðvænlegum atvinnuvegi, auk þess að stuðla að eflingu byggðar í sjávarþorpum!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:55 | Facebook
Athugasemdir
Eitthvað verður að hann að gera og segja eftir að hvalkjötið var urðað, eftir að hann hafði komið Íslendingum inn á lista yfir "mestu umhverfisskussa" í Bretlandi, eftir að ýmsir erlendir ráðamenn höfðu neitað að tala við hann og þrátt fyrir allt þetta hafði hann einnig íhugað að segja upp PR-fyrirtæki þjóðarinnar í Bandaríkjunum.
Myndi spara okkur nokkrar milljónir á ári. - Ég var bara að velta fyrir mér þetta hafi verið fyrir eða eftir ákvörðunina um hvalveiðarnar og ákvörðunina um stoppa tillöguna um botnvörpuveiðar á úthöfunum.
M.kv. Eygló Harðar
www.eyglohardar.is
Eygló Þóra Harðardóttir, 9.1.2007 kl. 09:29
Sæl Margrét! Já það er undarlegt hverju kosningarfiðringur getur áorkað. En ég hef nú ekki trú á því að háttvirtur Einar geri eitt né neitt í þessu arfavitlausa kvótakerfi. Eina sem við getum gert er að gefa þessum þaulsetnu stjórnarmönnum rauða spjaldið í vor með því að X F. Kv HBJ
Hanna Birna Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 9.1.2007 kl. 17:57
Sæl. Ég veit ekki hvað þú ert að fara með því að fagna ákvörðun ráðherra sjávarútvegsmála er varðar enn frekari takmörkun á framsali aflaheimilda. Íslenska ríkið er klárlega að baka sér bótaskyldu ef takmörkun á framsali verður að veruleika nema til komi úthlutun á veiðiheimildum til þeirra sem stundað hafa útgerð á leigukvótum.
níels a. ársælsson (IP-tala skráð) 11.1.2007 kl. 00:39
Sæl. Ég veit ekki hvað þú ert að fara með því að fagna ákvörðun ráðherra sjávarútvegsmála er varðar enn frekari takmörkun á framsali aflaheimilda. Íslenska ríkið er klárlega að baka sér bótaskyldu ef takmörkun á framsali verður að veruleika nema til komi úthlutun á veiðiheimildum til þeirra sem stundað hafa útgerð á leigukvótum.
níels a. ársælsson (IP-tala skráð) 11.1.2007 kl. 00:39
Sæl. Ég veit ekki hvað þú ert að fara með því að fagna ákvörðun ráðherra sjávarútvegsmála er varðar enn frekari takmörkun á framsali aflaheimilda. Íslenska ríkið er klárlega að baka sér bótaskyldu ef takmörkun á framsali verður að veruleika nema til komi úthlutun á veiðiheimildum til þeirra sem stundað hafa útgerð á leigukvótum.
níels a. ársælsson (IP-tala skráð) 11.1.2007 kl. 00:39
Alveg sammála þer Margret.
Georg eiður arnarson (IP-tala skráð) 13.1.2007 kl. 23:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.