4.1.2007 | 01:12
Gjaldskrárhækkanir borgarinnar
Fréttir af gjaldskrárhækkunum borgarinnar vekja hörð viðbrögð. Ég býst við að ég gæti sætt mig við hækkun á sorphirðugjaldi ef ,,þjónustan" væri þannig að borgarbúum væri gert mögulegt að flokka t.d. dagblöð, ruslpóst, flöskur ofl. í sérstakar tunnur heima við hús, en það er líklega til of mikils mælst. Það er líka orðið svo dýrt að fara með tiltekið magn af drasli í Sorpu að fólk er víst farið að sturta því í hraun eða fjörur í grennd við borgina.
Og eitt fyrsta verk hins nýstofnaða og að mínu mati óþarfa leikskólaráðs er að hækka gjaldskrá leikskóla og frístundaheimila um 9%. Frábært framtak hjá hinum barnvæna leiðtoga Framsóknar í borginni, eða hitt þó heldur.
Verst er mér þó við hækkanir sem bitna beinlínis á eldri borgurum. Gjaldskrá fyrir hádegis- og kvöldmat hækkar um rúm 9% og drykkjarvörur um 10%. Þetta er þvert á kosningaloforð meirihlutans, sbr. eftirfarandi klausu úr grein sem núverandi borgarstjóri, Vilhjálmur Vilhjálmsson, skrifaði þann 27. mars sl. (FYRIR kosningar).
"Það er skylda hvers samfélags að búa íbúum sínum jöfn tækifæri til mannsæmandi lífs. Ríki og sveitarfélög hafa þá sameiginlegu ábyrgð að strengja öryggisnet um kjör eldri borgara og örorkulífeyrisþega og tryggja þeim eðlileg lífskjör, sem búa við erfiðar aðstæður. Skiptir þá ekki máli hvort um er að ræða lífeyrismál, heilsufar eða félagslegar aðstæður.
Nú hafa frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sett málefni aldraðra í öndvegi í sinni kosningabaráttu. Þessi málaflokkur snertir alla og er mælikvarði á það siðferðisstig sem ríkir í samfélaginu. Betur má ef duga skal og því lít ég á metnaðarfulla stefnumörkun sjálfstæðisfólks í Reykjavík sem mikil tímamót og táknræn."
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
kvitt
Ólafur fannberg, 4.1.2007 kl. 08:22
Nú treysta fjölskyldurnar í borginni eftir að fá 250 þús krónurnar vegna sölunnar á Landsvirkjun til að borga jólavísa og vega upp á móti þjónustuhækkunum - eða er ekki að marka loforð Binga?
Ásta (IP-tala skráð) 4.1.2007 kl. 22:59
Eitthvað þarf að gera til að greiða niður óregluna og bruðlið undanfarin ár sem stunduð var í tíð R-listans. Má þar helst nefna óheyrilega dýrt húsnæði orkuveitunnar, risarækuævintýrið, lína.net, ónýtar vegasamgöngur sem þarf að laga(hringbrautin) osfrv...
Annars bara gleðilegt ár!
Svavar Friðriksson (IP-tala skráð) 5.1.2007 kl. 15:51
Það þarf að reyna að ná af okkur barnafólkinu lækkuninni frá því í haust, og guð hjálpi mér, þessari örlitlu hækkun á barnabótum sem varð núna um áramótin.
Sigríður Jósefsdóttir, 6.1.2007 kl. 17:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.