Bragðdauf kryddsíld í boði ALCAN

Ég fylgdist með stjórnmálaumræðum í Kryddsíldinni áðan.  Mér fannst hún fremur bragðdauf þessi kryddsíld, þó svo margt bæri á góma.  Fyrirferðarmest voru efnahagsmál og umræða um þenslustefnu núverandi ríkisstjórnar, fráleit vaxtakjör hér á landi og um krónu og evru.  Rætt var um málefni innflytjenda og frumkvæði Frjálslynda flokksins varðandi þau, utanríkismál ofl.  Ég saknaði þess að sjávarútvegsmál skyldi ekki bera á góma, en þáttastjórnendur hafa reyndar aldrei viljað ræða um vanda á þeim vettvangi.  Þátturinn minnti á framboðsfund í beinni rétt fyrir kosningar, engin átök og varla slegið á létta strengi.

Einnig var rætt um stóriðjustefnu ríkisstjórnarinnar og fulltrúar hennar sóru hana af sér eina ferðina enn.  Að öllum öðrum ólöstuðum fannst mér Steingrímur J. Sigfússon flytja mál sitt myndarlegast en ég velti því fyrir mér hvort hann vissi að hann sæti þarna í boði ALCAN á Íslandi eins og innskotsauglýsingar í dagskránni minntu stöðugt á..

Ég sendi öllum mínar bestu óskir um gleðilegt ár og þakka liðið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Já Margrét eg er sko sammála þeeeu með Sjáfautvegsmalin það er bara ekki mynst á þau ,ennþá eru þetta mal málana að stórum hluta og er auðvitað vandamál þessarar Rikistjornar að láta þau i Fárra manna hendur,og Ennþá er þetta um 40-60% Þjoðartrekknana!!!!

þetta bvar bara skömm að mynst ekki á ,,,,þetta !!!!!!!!

Haraldur Haraldsson, 31.12.2006 kl. 17:38

2 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

GOTT NYTT ÅR

Gunnar Helgi Eysteinsson, 31.12.2006 kl. 23:43

3 Smámynd: TómasHa

Guðmundur: Það hefur örugglega verið öfundin sem olli þessu! Maður hefði nú haldið að VG og S hefðu óskað honum til hamingju, bara til að hamra á umhverfismálunum.  

Annars heyrði ég að formaður Frjálslyndra hefði ekkert verið að brillera þarna og menn hefðu verið frekar kjaftstopp þegar kom að sameiginlegu forsætisráðheraefni Kaffibandalagsflokkana hafi borið á góma. 

TómasHa, 1.1.2007 kl. 12:59

4 Smámynd: TómasHa

Guðmundur: Það hefur örugglega verið öfundin sem olli þessu! Maður hefði nú haldið að VG og S hefðu óskað honum til hamingju, bara til að hamra á umhverfismálunum.  

Annars heyrði ég að formaður Frjálslyndra hefði ekkert verið að brillera þarna og menn hefðu verið frekar kjaftstopp þegar kom að sameiginlegu forsætisráðheraefni Kaffibandalagsflokkana hafi borið á góma. 

TómasHa, 1.1.2007 kl. 12:59

5 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Við hverju var að búast?  Guðfaðir sjávarútvegsstefnunnar horfinn af þingi og búinn að koma sér í þægilega stöðu annars staðar (væntanlega á fullum eftirlaunum).  Og hverjir púkka undir valdhafana?  Væntanlega engir nema sægreifarnir út um allt land (eða eru þeir flest allir búnir að koma sér fyrir á Arnarnesinu og í Laugarásnum?).  Margrét, sendi þér póst á msv@althingi.is, kann ekki við að flagga ættartölunni á opinberri bloggsíðu.  Kveðja frá "frænku"

Sigríður Jósefsdóttir, 1.1.2007 kl. 13:01

6 identicon

Þetta er ekki alveg  rétt hjá þér Guðmundur því Jón Sigurðsson fór fögrum orðum um Ómar!!

G.Briem (IP-tala skráð) 2.1.2007 kl. 16:01

7 identicon

Haraldur: Þetta er nú dottið niður í c.a. 35% þjóðartekna og er á hraðri niðurleið.

Brynjar Guðnason (IP-tala skráð) 2.1.2007 kl. 16:12

8 identicon

Haraldur: Þetta er nú dottið niður í c.a. 35% þjóðartekna og er á hraðri niðurleið.

Brynjar Guðnason (IP-tala skráð) 2.1.2007 kl. 16:12

9 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Var ekki fulltrúi Frjálslyndra á staðnum Margrét?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 2.1.2007 kl. 16:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband