29.12.2006 | 01:23
"Viltu vinna milljarđ" - frábćr bók
Ég fékk bókina ,,Viltu vinna milljarđ´" í jólagjöf og ţađ er ekkert skemmtilegra en ađ sökkva sér í bók á borđ viđ ţessa. Ţetta er fyrsta skáldsaga indverska höfundarins Vikas Swarup, og óhćtt ađ vćnta mikils af höfundi ef hann heldur áfram á ţessari braut.
Sagan segir frá indverska munađarleysingjanum Ram Mohammed Thomas sem vinnur heilan milljarđ í spurningaţćtti, en í stađ ţess ađ fá verđlaunin, er hann handtekinn fyrir svindl. Hann rekur sögu sína fyrir lögfrćđingi sínum og lýsir ţví hvernig atburđir í lífi hans urđu til ţess ađ hann hafđi rétt svör á reiđum höndum í keppninni. Í frásögn hans er dregin upp átakanleg mynd af eymd og fátćkt í Indlandi en ţrátt fyrir ţađ glittir í fegurđ mannlífsins, m.a. gegnum vćntumţykju og vináttu ađalpersónunnar í garđ náunga sinna. Ţađ er líka mikill húmor í sögunni.
Sagan vekur upp margar siđferđilegar spurningar eins og ţá hvort mađur eigi ađ láta sig náungann einhverju varđa eđa ekki og hún sýnir ótrúlega stéttaskiptingu Indlands. Ţetta er bók sem opnar sýn inn í nýjan menningarheim og ţađ er ekki hćgt ađ leggja hana frá sér. Ég mćli eindregiđ međ ţessari bók.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:18 | Facebook
Athugasemdir
Ég er viss um ađ ţetta er áhugaverđ bók. Mig hefur a.m.k. lengi langađ til Indlands. Hvar á Indlandi á Ram heima? Ég á nefnilega nokkra indverska vini og ţeir segja allir ađ Indland sé mjög fjölbreytilegt.
Sigurjón, 29.12.2006 kl. 02:46
Takk fyrir ţetta. Ég ćtla ađ lesa ţessa bók
Gunnar Helgi Eysteinsson, 29.12.2006 kl. 09:42
Hć hć, gaman ađ lesa síđuna ţína Margrét - ég er alltaf á leiđinni til ţín í heimsókn í Vonarstrćtiđ - hafđu ţađ gott yfir áramótin
Kveđja Kristín María
Kristin María (IP-tala skráđ) 29.12.2006 kl. 16:06
kvitt
Ólafur fannberg, 1.1.2007 kl. 10:00
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.