21.12.2006 | 01:49
Síðasti fundur Menntaráðs fyrir jól
Í dag var síðasti fundur Menntaráðs Reykjavíkur fyrir jólaleyfi. Á fundinum kynnti Ingvar Sigurgeirsson rannsókn sem hann vann ásamt Ingibjörgu Kaldalóns á vegum Rannsóknarstofnunar Kennaraháskóla Íslands um hegðunarvanda í grunnskólum Reykjavíkur skólaárið 2005-2006.
Kynningin var mjög áhugaverð og það er gaman að segja frá því að meginþorri skólabarna í reykvískum skólum hegðar sér vel og á ekki í hegðunar- eða samskiptavandamálum.
En agavandamál eru engu að síður fyrir hendi en þar sem þau eru minnst, einkennast viðhorf kennara og annars starfsfólks til nemenda af virðingu, hlýju og jákvæðni. Hm... góðar fréttir..
Í framhaldi af ítarlegri umræðu um skýrsluna lagði ég fram eftirfarandi bókun sem ég hafði reyndar ætlað mér að leggja fram fyrr:
Fyrirspurn frá Margréti Sverrisdóttur, fulltrúa F-lista: Hefur Menntasvið aflað upplýsinga um lyfjagjafir til grunnskólanema? Ef ekki, væri unnt að gera úttekt á stöðu þeirra mála?
GREINARGERÐ:
Samkvæmt nýlegri, samnorrænni skýrslu um notkun lyfja, er notkun þunglyndislyfja hjá 0-14 ára börnum margfalt meiri á Íslandi en á hinum Norðurlöndunum sbr. meðfylgjandi töflu.
Notkun þunglyndislyfja eftir kyni og aldri 2003. Dagneysla á 1000 einstaklinga. | ||||||||||
Danmörk | Færeyjar | Finnland | Ísland | Svíþjóð | ||||||
karlar | konur | karlar | konur | karlar | konur | karlar | konur | karlar | konur | |
0-14 ára | 0.7 | 0.7 | 0.5 | 0.0 | 0.5 | 0.4 | 12,6 | 7.2 | 1.2 | 1.0 |
* Medicine consumption in the Nordic Countries 1999-2003
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:00 | Facebook
Athugasemdir
kvitt og gleðileg jól
Ólafur fannberg, 21.12.2006 kl. 08:20
Og hver er ástæðan fyrir þessu?
Gunnar Helgi Eysteinsson, 21.12.2006 kl. 12:03
Ég held að ein af ástæðum þessarar miklu lyfjaneyslu sé sú að þjónusta sálfræðinga er utan við heilbrigðiskerfið. Fólki er því frekar beint til geðlækna ef það á við þunglyndi að stríða, þar sem þjónusta þeirra er mun ódýrari. Einn helsti munurinn á geðlæknum og sálfræðingum er jú einmitt sá að geðlæknar geta ávísað þunglyndislyfjum og öðrum geðlyfjum, en sálfræðingar ekki.
Svala Jónsdóttir, 21.12.2006 kl. 23:36
Þörf ábending Margrét
Þetta er ótrúlegur munur og sjálfsagt geta geðlæknar að einhverju leyti skýrt þetta út. Hugsanlegar skýringar eru að okkar ungmenni séu meira þunglynd/kvíðin, að geðlæknar ofnoti lyf eins og Ritalín/SSRI, vannotkun á Norðurlöndunum (t.d. ef útkoma þunglyndis er verri þar) eða vangreining á Norðurlöndunum.
Af tölunum að dæma er freistandi að álykta að um ofnotkun sé að ræða hérlendis. Ofnotkunin gæti stafað að ofgreiningu eða vanþekkingu á notkun geðlyfjanna, þ.e. of oft gripið til þeirra. Þá gæti einnig verið að það sé skortur á öðrum úrræðum og t.d. atferlismeðferð sitji á hakanum vegna skorts á mannafla (læknum, sálfræðingum), vöntun á greiðsluþátttöku með sálfræðiþjónustu eða skorts á sérhæfingu í meðferðum sem byggja ekki á lyfjum. Þá er hugsanlegt að lyfin séu notuð í of langan tíma og þannig safnist upp fjöldi notenda (high prevelance) án þess að nýjir notendur séu endilega svo margir ár hvert.
Sem sagt - margt kemur til greina. Fróðlegt væri að tala við yfirlækni á BUGL.
Svanur Sigurbjörnsson, 22.12.2006 kl. 09:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.