Maraþonfundur í borgarstjórn í dag

Í dag fór fram síðari umræða um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar í borgarstjórn.  Fundurinn stóð frá klukkan 10 í morgun og lauk ekki fyrr en um eittleytið eftir miðnættið.  Fulltrúar F-lista Frjálslyndra á fundinum voru Ólafur F. Magnússon læknir, borgarfulltrúi okkar, og Ásta Þorleifsdóttir jarðverkfræðingur, sem vakti athygli fyrir vasklega framgöngu sína á fyrri hluta fundarins.

Ég fylgdist með fundinum í beinni útsendingu, með gloppum þó, þar sem ég fékk migrenikast í morgun sem rjátlaðist ekki af mér fyrr en síðdegis og svo hlustaði ég í kvöld á meðan ég var að pakka inn jólagjöfunum.   Mig langar að nefna örfá atriði hér, en af nógu er að taka þegar fundað er í 15 klst. samfleytt svo ég læt mér nægja að nefna örfá atriði.

Ný borgarstjórn hreykir sér af verkum sínum og því er rétt að vekja sérstaka athygli á eftirfarandi:

Neikvætt:

  • Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar (með minnihluta atkvæða Reykvíkinga á bak við sigWink) vildi ekki auka framlög til Strætó bs. svo unnt væri að hafa ferðir á 10 mínútna fresti.
  • Áhersla er lögð á aukin framlög til einkarekinna grunnskóla og dagforeldra en minni áhersla lögð á að niðurgreiða þann kostnað sem foreldrar bera nú þegar af skólagöngu sem á að heita ókeypis en er það alls ekki (sbr. greiðslur fyrir máltíðir ofl. sem ætti að fella niður).
  • Tillaga um að meirihlutinn hætti við niðurskurð á starfsemi Alþjóðahúss var felld, sem sýnir að meirihlutinn ætlar ekki að bregðast við þeim vanda sem fylgir auknu flæði erlends vinnuafls til landsins.
  • Dregið er úr framlagi til hverfaráða = minni áhersla á íbúalýðræði en hingað til.
  • Tillaga um ókeypis aðgang allra að Listasafni Íslands var felld.  Ég furða mig á því, vegna þess að sá aðgangseyrir sem þeim tekst með herkjum að mjólka inn er bara brota-brota-brot af kostnaðinum við að halda stofnuninni í rekstri.
  • OG.. þeir stæra sig af sölu Landsvirkjunar!

 Jákvætt: 

  • Tillaga Frjálslyndra um framlag til aðstoðar við heimanám barna af erlendum uppruna var samþykkt! 
  • Ég fagna aukinni áherslu á þjónustu við eldri borgara, m.a. með átaki í byggingu þjónustuíbúða.
  • Ég fagna því líka að hætt var við gjaldskrárhækkun Velferðarráðs fyrir heimaþjónustu og vil að sjálfsögðu nota tækifærið og minna á bókun okkar í F-listanum gegn hækkun á gjöldum aldraðra frá 25. okt. sl.:
Það er stefna F-listans að lækka beri þjónustugjöld til aldraðra, öryrkja, barna og unglinga.

Í samræmi við það leggst F-listinn gegn tillögu um hækkun gjaldskrár Velferðarráðs.

Góða nótt!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: TómasHa

Nú er varaformaður Frjálslyndaflokksins farinn að auglýsa flokkinn á útvarpi sögu.  Það hefur greinilega ekki verið ásættanlegt að þín rödd myndi heyrast á vegum flokksins, þótt eldri auglýsingin hafi nú verið "neutral" fyrir utan að vera með þinni rödd.

Treysti formaðurinn sér ekki til að lesa inn á þessa auglýsngu eða er staða varaformannsins veikar og frekari þörf á að hann kynni sig? 

TómasHa, 21.12.2006 kl. 00:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband