19.12.2006 | 00:30
Birtist ójöfnuðurinn í brosinu?
Í morgun þurfti ég að fara með dóttur mína í aðgerð til sérfræðings í tann-skurðlækningum. Krakkarnir mínir (nú 17 og 19 ára) urðu fyrir því að slasast þegar þau voru yngri og framtennur löskuðust alvarlega. Dóttir mín er núna hjá fimm tannlæknum og börnin mín voru bæði með spangir í mörg ár. Við þrautagöngu krakkanna bættist svo að ég varð sjálf að hafa spangir í 3 ár til að koma í veg fyrir slit og gereyðingu tannanna í mér. Ég er ekki að ýkja
Ég vil taka það fram að þeir sérfræðingar sem við höfum verið hjá eru afbragðs fólk og afbragðs fagfólk. En þjónusta þeirra er mjög dýr. Og reglulegar heimsóknir venjulegra fjölskyldna til tannlækna eru svo dýrar að fjöldi fólks veigrar sér við að fara til tannlæknis.
Í tíð núverandi ríkisstjórnar hefur ójöfnuður vaxið meira í okkar samfélagi en nokkru sinni fyrr og það vakti athygli mína að samkvæmt nýjustu fréttum er álitið að 7% barna á Íslandi séu fátæk (en 5% á Norðurlöndum) og í svari við fyrirspurn á Alþingi kom einmitt fram að 7% barna á aldrinum 6-8 ára höfðu aldrei fengið endurgreiðslur vegna tannlækninga - þ.e. höfðu ekkert farið til tannlæknis. Það er alvarlegt áhyggjuefni hversu gloppótt kerfið er þegar kemur að tannlækningum og mér finnst að sjúkratryggingar verði að niðurgreiða amk. almennar tannlækningar miklu betur en nú er gert. Helst vil ég að almenningi verði tryggður sami réttur til tannlæknaþjónustu og annarrar heilbrigðisþjónustu. Auk þess hefur greiðsluþátttaka Tryggingastofnunar Ríkisins í tannvernd og tannviðgerðum barna og unglinga ekki fylgt verðlagsþróun.Það ömurlegt ef stéttaskipting og ójöfnuður hér á landi birtist í brosinu einu saman.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það er búið að tala um það sama í Svíþjóð í fleiri ár og ekkert gerist... Mér bregður ekki, ef það verður alveg eins á Íslandi.
Gunnar Helgi Eysteinsson, 19.12.2006 kl. 07:31
Eru tannréttingar heilbrigðisþjónusta? Sonur minn er í meðferð hjá tannréttingarfræðingi. Hann byrjaði níu ára fyrir ári síðan. Nú er hann í smá pásu. E-ð mun þurfa að fækka tönnum í efri góm þegar fram líða stundir og líklega þarf hann að fara í kjálkaaðgerð síðar. Tilefni þessa er að efri kjálkinn er afturstæður og allt of lítill fyrir tennurnar. Kostnaðurinn er kominn í ca. 300þ og gera má ráð fyrir að annað eins bætisdt við. Það er útúrsnúningur hjá Ragnari að tnnlæknaþjónusta sé ekki dýr eins og e-r sé að tala um að tannlæknar okri. Það er enginn að tala um það! Það sem er verið að tala um er það að ef sonur minn væri t.d. einn af þeim börnum sem búa við fátækramörk þá hefði hann ekki átt þess kost að fara í þessa meðferð. Ég þekki nokkur dæmi um börn sem verulega þurfa á þessari þjónust að halda en geta ekki notið hennar sökum efnahags. Hjá syni mínum 15-20 tennur hefðu deilt um 7-8 pláss með tilheyrandi óþægindum, tannskemmdum og útlitslýti. Meðferðin mun hafa bein áhrif á lífsgæði hans í framtíðinni.
Skilaboðin frá heilbrigðisráðuneytinu eru hins vegar þau að þjóðfélaginu varði ekkert um tannheilbrigði fátæklinga, látum skilaboð um efnahag endilega birtast í brosinu. Hver eru eiginlega rökin fyrir því að tann- og kjálkaaðgerðir þykja ekki heyra undir heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Þetta er skandall og ég þakka Margréti fyri innleggið. Jafnframt bið ég hana endilega að halda þessu máli vakandi.
Sigurður Vilhjálmsson (IP-tala skráð) 19.12.2006 kl. 13:23
það er kannski munur á að láta í sig eina fyllingu fyrir eitt barn eða að rétta og spanga 2 til 3 börn á sama heimili. Þar liggur munurinn. Það munar MIG eða þig, Rgnar, ekkert að fara 1-2 á ári til tannsa, en ég er öreigi eftir að öll familían hefur mætt á staðinn! Þó tel ég mig ekki fátækann mann, en tannlæknaþjónusta er örugglega ekki á topp 10 hjá efnaminni fjölskyldum, þrátt fyrir endurgreiðslu frá Tryggingastofnun. Því að foreldri eða skjúklingur þarf að borga fyrst og rukka Tryggingastofnun svo. Pælið í því!
Bragi Einarsson, 19.12.2006 kl. 17:53
Þú ættir að berjast fyrir afnámi auglýsingabanns á tannlækna komist þú á þing! Það hefur sýnt sig að samkeppni milli aðila stuðlar að lægra verði á þjónustu.
Það er nú lágmark að hugsa út í þetta og aðrar íþyngjandi reglugerðir heilbrigðiskerfisins áður en sleggjudómar eru felldir og ríkinu kennt um allt um leið og fjármunir þess eru nefndir sem eina lausnin.
Ef ríkið er vandamálið þá er lausn vandamálsins ekki að auka hlut ríkisins.
Ólafur Örn Nielsen, 19.12.2006 kl. 23:47
Galdrabrenna í Beinni? Eða skiptir það máli hvort það sé Ruv eða Stöð 2?
Haukur3 (IP-tala skráð) 20.12.2006 kl. 00:15
Gott að vekja athygli á þessum málaflokki. Mjög margar fjölskyldur og einstaklingar hafa alls ekki efni á tannlæknaþjónustu á Íslandi. Hefur verið skoðað hvar Íslendingar fá þessa þjónustu ódýrari og hverjir eiga kost á að nýta sér ódýrari þjónustu.
Hanna Birna Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 20.12.2006 kl. 01:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.