Galdrabrenna í beinni

 Ég horfði á fréttaskýringaþáttinn Kompás í kvöld.  Þar var fjallað um alvarlegar ásakanir á hendur Guðmundi Jónssyni,  forstöðumanni meðferðarheimilisins Byrgisins.  Hvort sem maðurinn er sekur eða saklaus, þá er óbærilegt að fólk sé svipt mannorðinu með þessum hætti og dómur felldur í fjölmiðli.  Vinur minn framdi sjálfsmorð vegna samskonar umfjöllunar í fjölmiðli, þar sem hann var sviptur mannorðinu án þess að geta borið hönd fyrir höfuð sér.  Jafnvel þó Guðmundur væri sekur, þá er umfjöllunin skelfileg fyrir fjölskyldu hans og börn og ég leyfi mér að fordæma fréttamennsku af þessu tagi. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Allir eiga jú þann sjálfsagða rétt að að teljast saklausir uns sekt þeirra hefur verið sönnuð með óyggandi hætti.  

Gaui (IP-tala skráð) 17.12.2006 kl. 23:48

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Margrét.

Bíðum nú við viðkomandi fékk að koma fram í þessum þætti með andmæli þannig að grundvallarlögmál blaðamennskunnar eru virt í þessu tilviki.

Ættum við ekki að bíða með að fordæma eitt eða annað ?

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 18.12.2006 kl. 02:03

3 Smámynd: Egill Óskarsson

Guðmundur fékk að svara fyrir sig í þessum þætti og gerði það. Hver er glæpurinn? Það var engin dómur felldur.

Egill Óskarsson, 18.12.2006 kl. 03:11

4 Smámynd: Sigrún Sæmundsdóttir

 Eins og ég hef sagt í ath. á öðru bloggi þá er mér nú hugsað til fjölskyldu hans, það er nú einu sinni svo að maður áfrýar ekki dómstól götunar. Það hefði átt að fara aðeins varlegra í sakir.

Sigrún Sæmundsdóttir, 18.12.2006 kl. 04:07

5 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Ef að Guðmundur hefur hagað sér svona eins og lýst er þarna er hann fársjúkur. Mér finnst að við þurfum aðeins að líta í kringum hann og skoða ábyrgð t.d. stjórnvalda í svona málum. Ég þekki ekki hvernig þessu meðferðarheimili er stjórnað, en vonandi lærum við af þessari hörmulegu reynslu að leggja ekki svona mikla ábyrgð og völd í hendur eins manns. Persónulega finnst mér að fagaðilar verði að koma að svona stofnun, með menntun og þjálfun í meðhöndlun þessa veika fólks sem þangað leitar. - Ég er sammála því að hversu vondur sem maðurinn er látinn líta út fyrir að vera, þá hafi þetta ekki verið rétta aðferðin. Öll gögnin hefðu átt að fara beint til réttra yfirvalda og það hlýtur að vera hægt að leggja fram kæru með allt þetta í höndunum.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 18.12.2006 kl. 10:32

6 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég hef oft séð fréttaþætti þar sem þingmenn eða ríkisstarfsmenn flýja fréttamenn og rjúka í burtu og ég hef hugsað: Þið þarna “aumingjar” svarið fyrir ykkur!

Rétt fyrir kosningar, hér í Svíþjóð, þá var hringt á dyrabjölluna og ég fór til dyra. Fyrir utan stóð ein stjórnmálakona og fréttamenn með myndavél í gangi… Ég er maður með mikið af skoðunum, en ég fraus og hugsaði: Ef ég segi eitthvað vitlaust, þá er ég dæmdur maður.

Þótt að það sé munur á mér og fjölmiðlavönum stjórnmálamanni þá finnst mér að blaðamenn eigi að gera sér grein fyrir því að þeir eru með vald sem getur skaðað manneskju alvarlega.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 18.12.2006 kl. 11:16

7 identicon

Það eru margar hliðar á þessu máli. Ef að umfjöllunin er á rökum reist eins og fréttamenn Kompáss virtust vera ansi vissir um þá er spurningin hvaða aðferðum á að beita til að vekja athygli á svona málum. Hvaða leiðir hefur það fólk sem hafa verið skjólstæðingar Byrgisins? Dópistar, núverandi og eða fyrrverandi. Þeir eru ekki allir beint í efri bekkjum þjóðfélagsins. Hafa þeir peninga til að fá sér lögfræðinga? Fara þeir á fundi þingnefnda til að vekja athygli á hvernig því fé er ráðstafað sem Alþingi veitir í starfsemina. Ég held ekki. Við skulum varast að fordæma fréttamenn og þeirra vinnubrögð í svona málum. Oft er það eina leiðin til að vekja athygli á þvi sem illa þolir dagsljósið að hafa samband við fjölmiðla. Það er meðal annars þeirra hlutverk að vera samviska samfélagsins. Þeir velja og hafna í þessu sambandi. Hvað varðar álag á fjölskyldu og aðstandendur þá eiga þeir sem aðhafast eitthvað það sem ekki þolir dagsins ljós að hugsa dæmið til enda áður en þeir feta þá vegferð, sérstaklega með tilliti til barna sinna og / eða nákominna aðstandenda.  Þeirra er ábyrgðin en ekki sendiboðans sem vekur athygli á því sem miður fer.

Gunnlaugur (IP-tala skráð) 18.12.2006 kl. 11:45

8 Smámynd: halkatla

þetta var vissulega galdrabrenna í beinni - og fórnarlömbin eru fjölskylda mannsins. Annars er þetta greinilega mál sem þjóðin á rétt á að vita um en tímasetningin kannski ekki fullkomin og sekt er yfirleitt eitthvað sem hvorki sannast né afsannast þótt fólk í háum stöðum leggi mat á það. Þá er bara felldur formlegur dómur sem breytir engu um það sem gerðist. Mörgum finnst efalaust ekkert glæpsamlegt þótt þessi Guðmundur tæli píur í BDSM í Byrginu og haldi framhjá konunni sinni með þeim hætti, það er ekkert ólöglegt en það að vettvangurinn sé Byrgið og helgislepjan svona gífurleg, það er það sem allt samfélagið þarf raunverulega að spá í. Ísland er ekki hentugt land til þess að rannsaka málin í og í hvert sinn sem það er reynt þá virðist allt verða vitlaust og glæpamennirnir eignast alltaf marga málsvara ef fréttamenn fara offari.

halkatla, 18.12.2006 kl. 16:56

9 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Þetta var "sjokkbomba" þessi fréttaþáttur.   Ég ætlaði að leggja til málanna hér en áður en varði var ég búinn að skrifa heila grein og setti hana því á bloggið mitt.  Ég er sammála þér Margrét í mörgu tilliti en hef þó ákveðnar vangaveltur um að í einhverjum tilvikum sé rannsóknarfréttamennska á  sakamálum réttlætanleg og til illrar nauðsynjar. 

Svanur Sigurbjörnsson, 18.12.2006 kl. 17:05

10 Smámynd: TómasHa

Margt má gagnrýna í þættinum, hins vegar eru mörg atriði sem þarf að skoða. 

Varla er það æskilegra að þetta haldi áfram og við greiðum fyrir það. Það hlýtur að vera krafa að þetta verði rannsakað.  Alþingi hlýtur að fá vitneskju hvort það sé verið að nýta peningana sem þangað eru greiddir til þess að kaupa bíla handa stúlkum. 

TómasHa, 18.12.2006 kl. 18:24

11 identicon

Þetta er allt rétt og satt sem skeði þarna og ætti að skoða fleiri sem beitta Guð fyrir sig og takka sér vald hans á nokkur samþykkis eins eða neins það kæmi ýmislegt fram á öðrum stöðum ef eftir væri leitað Guðmundur er ekki sá einni

adolf (IP-tala skráð) 19.12.2006 kl. 16:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband