Átakafundur Kjördæmafélags Reykjavíkur í dag


Aðalfundur Kjördæmafélags Frjálslynda flokksins í Reykjavíkurkjördæmum var haldinn í dag á Kaffi Reykjavík. Fundurinn var fjölmennur, rúmlega 100 manns mættu.  Þetta var átakafundur en niðurstaðan varð jákvæð þegar upp var staðið og ágæt stjórn mynduð.  Á fundinn mætti nokkur hópur fólks sem lítið hefur komið að starfi flokksins til þessa og hafði sig mjög í frammi, var m.a. með ávirðingar úr pontu og frammíköll.  Hingað til hafa fundir flokksins ekki verið með slíkum blæ og mér finnst þetta mjög neikvæð þróun.

Rétt kjörin stjórn:    Eyjólfur Ármannsson, Egill Örn Jóhannesson, Guðrún Ásmundsdóttir, Kolbeinn Guðjónsson og Kjartan Eggertsson.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæl Margrét.

Ég vildi nú ekki vera að trana mér á þennan fund enda sjálf kjörin formaður stjórnar kjördæmafélags hér í Suðvesturkjördæminu fyrir mánuði og nóg hjá okkur að gera.

Hvað segirðu átakafundur um hvað voru átök ?

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 17.12.2006 kl. 00:22

2 Smámynd: Hlynur Hallsson

Þetta hljómar afar spennandi. Það er semsagt ekki alveg búið að slíðra sverðin hjá Frjálslyndum. Það verður áhugavert að fá nánari fréttir af þessum hasar. En af hverju er Guðrún eina konan í stjórninni? Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 17.12.2006 kl. 01:33

3 Smámynd: Höskuldur Höskuldsson

Það er athyglisvert Margrét að þú skulir ekki nefna þá föður þíns á fundinum, sem varð til þess að menn voru tilneyddir til að svara fyrir sig. Það eru einungis ruddar sem slá á útrétta sáttarhönd. Því spyr ég þig Margrét: Hverskonar fólk eruð þið eiginlega ?

Höskuldur Höskuldsson, 18.12.2006 kl. 21:24

4 identicon

Það vakti athygli þína hversu margir mættu á fundinn sem áttu ræfilslega sögu í starfi flokksins. Nú bið ég þig Margrét um skýrslu um frumkvæði stjórnar kjördæmaráðs og framkvæmdastjóra í því efni að efla samheldni félagsmanna í kjördæminu og virkni þína í innra starfi flokksins. Ekki væri úr vegi að þú skýrðir fyrir okkur óbreyttum um leið hvar þú fékkst umboð til að ræða í fjölmiðlum um álit þitt á málflutningi þingmanna flokksins  sem tekið hafa til máls í mikilvægri þjóðmálaumræðu og fengið  hljómgrunn hjá þjóðinni sem birtist í fjórföldun á fylgi flokksins samkvæmt skoðanakönnun. Og í tengslum við það lýst áhuga á að leysa annaðhvort formann eða varaformann flokksins frá störfum með því að sækjast sjálf eftir sæti annarshvors. Ég leyni því ekki að ég felli til einsdæma að framkvæmdastjóri stjórnmálaflokks taki við hópi nýrra stuðningsmanna með dónaskap/ til vara fálæti eins og þú gerðir eftir inngöngu fyrrum félagsmanna úr Nýju afli. Málið er einfalt:  Þú hefur brugðist þeim skyldum sem þér voru faldar af flokki þínum blinda þín í því máli öllu birtist í svo dæmafárri ósvífni að þú hyggst verða á launum frá Frjálslynda flokknum í nýhafinni styrjöld þinni við forystu hans og fulltrúa á Alþingi! Spurningu fréttamanns um þá stöðu þína að sitja hugsanlega í þingflokki með núverandi þingmönnum flokksins eftir næstu kosningar svaraðir þú eins og þér einni var lagið og á þá lund að fyrir því væri nú engin vissa að þeir yrðu á Alþingi að næstu kosningum loknum! Nefndu mér endilega Margrét dæmi um aðra eins frammistöðu framkvæmdastjóra í stjórnmálaflokki. Árni Gunnarsson. 

Árni Gunnarsson (IP-tala skráð) 20.12.2006 kl. 22:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband