13.12.2006 | 23:34
Launað leyfi frá 18.desember og framyfir landsþing
Ég vil byrja á að afsaka hvað bloggið mitt hefur verið laust við alla pólitík undanfarið. Það var ekki af því ekkert væri að gerast, heldur þvert á móti - það var svo mikið um að vera að réttast var að segja sem minnst
Þetta var góður miðstjórnarfundur hjá okkur Frjálslyndum í kvöld, með huggulegu jólahlaðborði. Gott andrúmsloft, jólalegt og fallegt á Kaffi Reykjavík. Sátt náðist um það að ég (framkvæmdastjóri flokksins) færi í launað leyfi frá störfum sem framkvæmdastjóri framyfir landsþing flokksins sem fram fer 26.-27. janúar. Ég mun þó áfram sinna ýmsum störfum fyrir flokkinn, enda kjörin í trúnaðarstörf. Almenn sátt ríkti um þessa niðurstöðu fundarins.
Farið var ítarlega yfir ágreiningsefnin og niðurstaða fundarins var sú að setja niður deilur innan flokks í bili að minnsta kosti og undirbúa landsþingið. Óskað var eftir því að ég kæmi að undirbúningi landsþingsins sem ritari og fulltrúi í framkvæmdastjórn og einnig var ég beðin um að sinna fjármálum flokksins.
Gert er ráð fyrir að ég komi aftur að mínu starfi sem framkvæmdastjóri eftir landsþing nema ég yrði orðin formaður eða varaformaður, því þá væri staðan auðvitað allt önnur.
Ég ætla að svo stöddu ekki að gefa neitt upp um það hvort ég gef kost á mér í kjöri til formanns eða varaformanns. Hvað finnst ykkur um það? Gaman væri að fá svör eða athugasemdir frá ykkur
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:52 | Facebook
Athugasemdir
Sæl Margrét. Þar sem það er útséð að þú komir ekki í Framsóknarflokkinn, þá finnst mér þú eigir að stefna á toppinn! Ekki hlusta á neitt rugl um ,,ættarrugl" eða ,,prinsesstal". Bara skella sér í þetta. Þú ert að fara sem Margrét Sverrisdóttir. Þú hefur mikið fylgi og fær meira eflaust því þú ert þannig! Hrein og bein... Semsé. Ekki gefa neitt eftir og fara í formanninn. Gangi þér vel. En mundu það að þú ert velkomin í Framsókn!
Sveinn Hjörtur , 13.12.2006 kl. 23:43
Þú átt fullt erindi í bæði sætin hvort sem þú tekur fyrir. Það er alveg tímabært að þú stigir fram og sýnir hvað í þér býr.
Biðin hjá mér var þess virði. Skynsöm sáttargerð milli ykkar
Þrymur Sveinsson (IP-tala skráð) 13.12.2006 kl. 23:44
Auðvitað skellirðu þér á toppinn Magga mín........þú ert langflottust og átt heima þar, enda heldurðu þessum köllum uppi...kv. Greta sys
Greta (IP-tala skráð) 14.12.2006 kl. 08:39
Þú hefur mitt fylgi svo ég segi; Á toppinn!
Gunnar Helgi Eysteinsson, 14.12.2006 kl. 09:12
Sæl Margrét
ég er mjög sáttur við að þið hafið náð þessum sáttum og vona að það verði sátt áfram, varðandi það í hvort embættið þú ættir að bjóða þig fram í, þá finnst mér að þú ættir að taka varaformanninn ef þú hyggist bjóða þig fram í annað hvort sætið, Þú og Guðjón yrðu sterkari forysta heldur en Þú sem formaður og Magnús sem varaformaður, það fyndist mér slöpp forysta, Sérðu þig og Magnús saman í forystunni?
Enda þekkir þú Guðjón mun betur en Magnús, Varaformanninn muntu taka með stæl.
Segi það enn og aftur, þú og Guðjón væruð stekari forysta
Benidikt (IP-tala skráð) 14.12.2006 kl. 09:52
Frjálslyndir í fjölmiðlum geyst fara
Vilja margir hafa Margréti til vara
Frekjast inn í flokk þeirra hann Jón
Telja má að af því verði talsvert tjón
Theódór Norðkvist (IP-tala skráð) 14.12.2006 kl. 12:18
Ef þú ferð í formanninn kýs ég Frjálslynda flokkinn í næstu kosningum - YOU CAN DO IT! - ... svo einfalt er það!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 14.12.2006 kl. 14:51
Skella ser i slaginn ekki spurning
Sveinn Jonsson (IP-tala skráð) 14.12.2006 kl. 18:17
Að sjálfsögðu býðurðu þig fram kona. Klár, sterk og réttsýn kona á réttum stað á réttum tíma... -Þeir eiga ekki roð í þig!
Sóley Tómasdóttir (IP-tala skráð) 14.12.2006 kl. 20:34
Ég er nú ekki mikið að spá í pólítík svona yfirleitt - en ég hef aldrei skilið af hverju þú ert ekki fyrir löngu búin að sækjast eftir skipstjórastólnum í þessum flokki. Ég er viss um að það yrði flokknum til heilla -- varaformannsembætti fer þér engan veginn.
Með þig undir stýri á flokkurinn mitt atkvæði víst í næstu alþingiskostningum!
Einar Örn Hreinsson (IP-tala skráð) 14.12.2006 kl. 21:08
Að mínu mati áttu alls ekki að gefa kost á þér sem varaformaður - en formaður, já að sjálfsögðu. Þú ert ein af okkar frábærustu stjórnmálakonum og þú lætur ekki fara svona illa með þig... en reyndar finnst mér bara að þú eigir að fara í nýtt framboð ... það vantar sárlega konur í NV kjördæmi eftir þessi blessuðu prófkjör.
Andrea J. Ólafsdóttir, 14.12.2006 kl. 21:52
Sæl Margrét maður á ávalt að stefna hæst en ekki næst hæst,þú hefur allt til að auka fylgið við flokkin og koma honum til áhrifa í kosningnum í vor og er það nauðsynlegt að Frjálslyndiflokkurin hafi útslitaáhrif og það yrði ef þú biðir þér til Formanns og ekkert annað og svo í framboð fyrir Reykvíkinga því við eigum það skilið að fá konu sem hefur kjark og þor til að sigra.......
Andansmaður (IP-tala skráð) 14.12.2006 kl. 22:47
Þú átt að gefa kost á þér í formannssætið.Þú ert hæfileikarík,dugleg og heiðarleg.Þú ert búin að gefa körlunum næg tækifæri,nú er þinn tími kominn á toppinn ekkert minna.Gaman að fylgjast með þér,bjartsýn og ákveðinn.
14.12.2006 kl.24.00
Kristján Pétursson, 15.12.2006 kl. 00:02
Þú átt að gefa kost á þér í formannssætið.Þú ert hæfileikarík,dugleg og heiðarleg.Þú ert búin að gefa körlunum næg tækifæri,nú er þinn tími kominn á toppinn ekkert minna.Gaman að fylgjast með þér,bjartsýn og ákveðin.
14.12.2006 kl.24.00
Kristján Pétursson, 15.12.2006 kl. 00:10
Sæl Margrét og takk fyrir síðast.Hvað það varðar í hvort embættið þú bjóðir þig fram þá tæki ég formannslaginn,ekki spurning um það,þú hefur allt sem þessir kallar hafa og meira til,þú ert heiðarleg og berst fyrir þá sem minna mega sín(Alla vega þekki ég þig ekki öðruvísi).Láttu nú slag standa og taktu við stjórn í þessum flokki,farðu vel með þig:KV:Magnús Korntop.
http://blogg.central.is/korntoppurinn
Magnús korntop. (IP-tala skráð) 16.12.2006 kl. 02:01
formann, formann, formann!!!
Silja (IP-tala skráð) 16.12.2006 kl. 21:57
Sæl Margrét
Hefuru ekkert pælt í að FLESTIR sem vilja fá þig í formann séu í öðrum flokkum og vilja vitanlega að flokkurinn klofnist?
Afhverju skipta þessi sæti svona miklu fyrir þig? á þá við AKKÚRAT núna?
Afhverju ertu hrædd við nýtt afl? mér finnst bara alveg glatað af þér að þú átt að vera í "fríi" og svo ert þú bara að vinna gegn flokknum og forystunni til þess að koma þínu rassgati að
þú ert snjöll kona og bráðgreind og þetta ert ekki þú sjálf sem ert á bakvið þetta, einhver er að nöldra í þér. en farðu í varaformanninn. tekur hann með stæl, en með formanninn...þá muntu skíttapa og þá ferðu væntanlega sömu leið og Gunnar Ö fór, í fílu.....
Rúnar Gunnarsson (IP-tala skráð) 22.12.2006 kl. 15:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.