7.12.2006 | 19:05
Könnun dagsins á bylgjan.is og skopmynd
Hérna eru niðurstöður úr könnun gærdagsins á bylgjan.is:
Ég er rauða súlan (77%)
Þetta er ekkert vísindaleg könnun en hún kom mér óneitanlega þægilega á óvart. Ég er innilega þakklát fyrir stuðninginn!
Þessa bráðskemmtilegu skopmynd teiknaði Halldór Baldursson hinn landskunni og hæfileikaríki teiknari. Mér finnst hann samt þurfa að æfa andlitsdrættina aðeins betur!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 11.1.2007 kl. 15:08 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Myndaalbúm
Bloggvinir
- ragnhildur
- sms
- elvira
- baldvinj
- kristinmaria
- svanurmd
- vestfirdir
- halldorbaldursson
- arnith
- lara
- dofri
- hugsadu
- ottarfelix
- hreinsi
- kiddip
- andreaolafs
- sveinnhj
- bryndisisfold
- kamilla
- stebbifr
- svenni
- ragjo
- salvor
- olafurfa
- vefritid
- annapala
- gummibraga
- feministi
- hrannarb
- frisk
- ea
- korntop
- saradogg
- paul
- laugardalur
- eyrun
- binnag
- konur
- tidarandinn
- kosningar
- bleikaeldingin
- torfusamtokin
- oskvil
- abel
- almaogfreyja
- horgsholt
- armanno
- asarich
- sjalfstaeduleikhusin
- bergthora
- bjorgvinr
- gattin
- bryndisfridgeirs
- charliekart
- danielhaukur
- egillg
- saxi
- liso
- garun
- valgeir
- gislihjalmar
- gudrunjj
- hannesjonsson
- iador
- heidistrand
- heim
- hildurhelgas
- drum
- hlekkur
- ingahel
- ibb
- inaval
- bestiheimi
- jensgud
- nonniblogg
- jonthorolafsson
- killerjoe
- hemmi
- hjolaferd
- maddaman
- mal214
- poppoli
- siggikaiser
- fletcher
- eyjann
- jam
- saethorhelgi
- valsarinn
- tolliagustar
Athugasemdir
Alveg sammála um þetta með andlitsdrættina… annars er Halldór frábær.
Til hamingju með 77%
Gunnar Helgi Eysteinsson, 7.12.2006 kl. 19:24
Haha...þetta er því miður engan veginn marktæk könnun, einfalt að svindla á þessum könnunum sem eru á netinu.
En samt Margrét vil ég fá þig í varaformanninn. þú veist vel að Guðjón fer að draga sig úr pólítíkinni smá saman.
Þið tvö getið leyst þennan ágreining, en vitanlega þurfa báðir að gefa eitthvað eftir.
Þú og Guðjón munuð afla enn meira fylgis en Guðjón og Magnús þór, þó ég hafi ekkert á móti þeim manni, þá finnst mér þú bara hæfari en hann.
Náið þið Guðjón sáttum og einbeitið ykkur að flokknum og hans málefnum, þið skaðið flokkinn enn meira með þessum endalausa ágreining sem virðist ríkja, Þið eigið að sætta ykkur við gerðan hlut því þá munuð þið gera enn stærri hluti en hingað til þið hafið gert.
ég mun kjósa X-F eins og ég gerði síðast, en eingöngu ef þessi ágreiningur leysist á milli ykkar.
ég þekki ykkur tvö og líkar vel við ykkur, ég hef oft talað við ykkur og oft komið til ykkar.
ég vona að ég þurfi ekki að fara kjósa eitthvað annað.
með kveðju
Kjósandi Benidikt
Kjósandi Benidikt (IP-tala skráð) 7.12.2006 kl. 19:58
Það er gaman hvað þú tekur þessu ljóði mínu vel. Gangi þér allt í haginn.
Valur Óskarsson, 7.12.2006 kl. 23:17
Sæl Margrét.
Af hverju þessi fáránlega leið til að verða vara formaður eða formaður flokksins?
Taka slaginn innan flokksins?
En ég mun enn um sinn bíða og sjá til um inngöngu í flokkinn. Þeir fjölmörgu sem ég þekki munu aldrei samþykja samkrull með Vinstri- grænum.
Ég mun sjá til hvað framvindur í málunum. Kannski verð ég sjálfur að bjóða mig fram sem formannsefni til að lægja öldurnar?
En vonum að ekki þurfi að koma til þess. En sjálfur mun ég treysta mér til að hefja smölun á landsþingið ef brennandi áhugi er fyrir hendi.
En vissulega ert þú áhugavert formannsefni enda kona góð en aðferðir þínar eru að mínu viti sem háttsett kona inann flokksins óskiljanleg. Sjálfur var ég eins og þú í andhófimeð fyrrverandi þingmanni flokksins en þá mældist flokkurinn í pilsnerfylgi.
Nú er öldin önnur magga mín? Eftir góða skoðanakönnun stefnir flokkurinn hratt í pilsnerfylgið aftur þó hann verði líklegast í Elifant fylginu í næstu skoðanakönnunum.
Kveðja
Árelíus Þórðarson
Árelíus Þórðarson (IP-tala skráð) 8.12.2006 kl. 04:27
Mér þykir bloggið nú bara tilvalin leið til að herja baráttu sem þessa
Ólafur Örn Nielsen, 8.12.2006 kl. 15:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.