Valdasjúk kona handvelur flokksfélaga

Viðtal við fulltrúa Nýs afls á Útvarpi Sögu í gær kitlaði heldur betur hláturtaugar mínar.  Höskuldur Höskuldsson, varaformaður Nýs afls, sagði í viðtali á Útvarpi Sögu að hin valdasjúka Margrét (ég) hefði árum saman handvalið fólk í Frjálslynda flokkinn!  Líklega valdi ég bara fólk sem var líklegt til að styðja mig til valda?  Þá vitum við það: Félagar í Frjálslynda flokknum eru handplokkaðir Shocking  enda hef ég mikla reynslu af slíku, vann við að plokka bæði rækjur og humar á yngri árum. 

18 ára í fiski

Í dag hef ég unnið af krafti við að ganga frá greinum og auglýsingum í jólablað Frjálslynda flokksins, sem er óðum að taka á sig mynd.  Við ætlum að senda það á alla flokksmenn fyrir jólin. Svo gekk ég frá bréfum og sendi á alla eigendur húsnæðis í Aðalstræti 9, þar sem flokkskrifstofan okkar er af því ég er formaður húsfélagsinsWink.

Í dag bauð Sólveig Pétursdóttir, forseti Alþingis, þingmönnum og starfsfólki í jólamat á Hótel Borg.  Hangikjöt og jólalög, mjög hátíðlegt. Það eru alltaf veitt möndluverðlaun og næst (ef ég kemst oftar?) ætla ég að hafa möndlu meðferðisDevil.

Svo fer ég í fjörugt kvennaboð (sem karlmaður heldur!)  í kvöld kl. 19 og hlakka mikið til. 

Jólaboð

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Formaður húsfélagsins? Ekki er nú að spyrja að valdasýkinni :)

Ragnhildur systir (IP-tala skráð) 6.12.2006 kl. 16:26

2 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég skrifaði um það þegar ég mætti NIGGARA og varð hrættur... Viltu vera blogg-vinur minn samt?

Gunnar Helgi Eysteinsson, 6.12.2006 kl. 18:08

3 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Fyrigefið... ég er búinn að vera útlendingur í Svíþjóð of lengi. Ég ætlaði að skrifa hræddur en ekki hrættur

Gunnar Helgi Eysteinsson, 6.12.2006 kl. 18:10

4 identicon

Mér fannst það einmitt bera merki um kvenlega valdasýki þegar þú dróst þig í hlé til að tryggja Magnúsi þór varaformannsembættið á sínum tíma! Menn eru nú bara að sletta skyri úr glerhúsi eins og Bibba á Brávallagötunni myndi orða það  ... Kaffistofuumræða á vinnustaðnum dag: Þú ert skýr og eðlileg og kallarnir (sem eru fúlir á móti)  koma út sem klaufar í kringum þig!

Jóhanna (IP-tala skráð) 6.12.2006 kl. 20:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband