"Ætlað samþykki" til líffæragjafar

Í fréttum Stöðvar 2 í kvöld kom fram að Gordon Brown, forsætisráðherra Breta, styðji hugmyndir lækna um svokallað ,,ætlað samþykki" varðandi líffæragjafir. Þá er gert ráð fyrir að nýta megi líffæri til líffæraflutninga - svo fremi að hinn látni eða fjölskylda hans hafi ekki tekið annað fram.  ,,Ætlað samþykki" til líffæragjafar hefur gefið góða raun á Spáni og í Belgíu og Austurríki. 

Hér á landi er þessu þveröfugt farið, því ekki er heimilt að nýta líffæri nema hinn látni hafi lýst vilja sínum til þess fyrir andlátið - helst skriflega.  Ég er hlynnt ,,ætluðu samþykki" af því ég tel víst að meirihlutinn vilji gefa líffæri sín eftir andlátið til að aðrir megi eiga betra líf.  Fróðlegt væri að kanna afstöðu Íslendinga til þessa.

P.S.  Allir Sjálfstæðismenn á landinu virðast sammála um að hundsa úrskurð Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna um kvótakerfið.  En þeir sömu hafa heldur aldrei séð neina vankanta á fiskveiðióstjórninni.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Snævar Haraldsson

Sammála.

Er búinn að ganga með gjafakort í veskinu mínu í hátt í 20 ár og mín fjölskylda veit að ef þau þurfa að jarða mig þá verður það ekki allt dótið. Það verður búið að senda alla nothæfa varahluti í allar áttir.

Finnst að það eigi ekki að þurfa að spyrja, en fyris þurfum við að byggja upp þannig móral að fólki finnist það sjálfsagt.   Ef það næst að gera líffæragjafir jákvæðar hjá þeim sem syrgja þá fer það að teljast sjálfsagt.

Jóhannes Snævar Haraldsson, 13.1.2008 kl. 22:15

2 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Sæl sjávarperla. kv.

Georg Eiður Arnarson, 14.1.2008 kl. 00:07

3 identicon

Já, Margrét það væri "fróðlegt að kanna afstöðu Íslendinga" til líffæragjafar vegna þess að þeim sem beinlínis býður við líffæragjöfum (já, þeir eru til) þykir komið nóg af því hvernig stjórnmálamenn læðast sífellt lengra og lengra í að stjórna og stýra helst öllum gjörðum annarra, skoðunum og núna jarðneskum leifum þeirra. Já, endilega að gera könnun ef það er það eina sem getur fengið stjórnmálamenn sem kunna sér ekki hóf í stjórnsemi yfir öðrum til að draga einhvers staðar mörkin. Hvers vegna þykir stjórnmálamanni (það ertu, jú) ekki jafnmikilvægt að hið opinbera bjóði upp á kort sem bannar líffæragjafir eins og að bjóða upp á kort sem heimilar líffæragjafir? Og til að afskiptasamir stjórnmálamenn þurfi nú ekki að mæta neinum hindrunum í að koma skoðunum sínum yfir alla alls staðar (líka í dauðanum), þá á að ætla "samþykki". Nei, ágæta kona, láttu þér nægja að ráða yfir þínum líkama og staddu ekki í vegi fyrir því að aðrir ráði yfir sínum.

Kleopatra (IP-tala skráð) 14.1.2008 kl. 03:00

4 Smámynd: Einar Steinsson

Ég hef ekki fengið mér svona gjafakort líklegast vegna þess að ég hef ekki hugsað út í það. En ef ég dey á morgun má gjarnan hirða það sem getur orðið til að létta öðrum lífið og jafnvel bjarga lífi þeirra þannig að mér líst vel á þessar hugmyndir. Það er betra nota heilbrigð líffæri heldur en að þau rotni og verði ormafæða engum til gagns. Ekki nota ég líffærin þegar ég er dauður, það hljóta meira að segja bæði trúaðir og trúlausir að vera sammála um.

Hvað varðar þá sem "býður" við líffæragjöfum þá "býður" mér við fólki sem reynir að koma í veg fyrir að sjúkt fólk öðlist betra líf.

Einar Steinsson, 14.1.2008 kl. 17:05

5 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Já það má ekki henda þessum möguleika út án góðrar umræðu.  Við ættum að spyrja okkur spurninga eins og "hvers vegna ætti normið (eða hið viðtekna) ekki að vera að gefa úr sér líffæri að sér látnum?"

Varðandi atburði dagsins í dag 21.01.08 - ég samhryggist yfir þessum dapurlegu atburðum, en var feginn að sjá þig ekki í hópi með valdagræðginni.  Bloggaði um þetta áðan.

Svanur Sigurbjörnsson, 21.1.2008 kl. 23:16

6 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Tek undir með Svani, vona að rýtingsstungan jafni sig fljótlega og stattu þig nú, ekki lúffa fyrir karlfjandanum þarna! Gó Magga!

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 22.1.2008 kl. 07:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband