3.1.2008 | 22:51
Ástþór, ekki meir, ekki meir!
Ástþór Magnússon ætlar víst að bjóða sig fram til forseta í þriðja sinn, þrátt fyrir hraksmánarlega útkomu í fyrri skiptin. Er ekki hægt að stöðva þessa vitleysu? Ég hef talið mig lýðræðissinna, en þetta er ekkert grín. Kosningar eru fokdýrar og skattborgararnir borga brúsann, þeir sömu og hafa þegar hafnað Ástþóri tvisvar! En Ástþór hefur víst gert út á það erlendis að vera ,,fyrrverandi forsetaframbjóðandi" (sbr. Al Gore), af því að erlendis eru menn í þeirri stöðu yfirleitt málsmetandi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Myndaalbúm
Bloggvinir
- ragnhildur
- sms
- elvira
- baldvinj
- kristinmaria
- svanurmd
- vestfirdir
- halldorbaldursson
- arnith
- lara
- dofri
- hugsadu
- ottarfelix
- hreinsi
- kiddip
- andreaolafs
- sveinnhj
- bryndisisfold
- kamilla
- stebbifr
- svenni
- ragjo
- salvor
- olafurfa
- vefritid
- annapala
- gummibraga
- feministi
- hrannarb
- frisk
- ea
- korntop
- saradogg
- paul
- laugardalur
- eyrun
- binnag
- konur
- tidarandinn
- kosningar
- bleikaeldingin
- torfusamtokin
- oskvil
- abel
- almaogfreyja
- horgsholt
- armanno
- asarich
- sjalfstaeduleikhusin
- bergthora
- bjorgvinr
- gattin
- bryndisfridgeirs
- charliekart
- danielhaukur
- egillg
- saxi
- liso
- garun
- valgeir
- gislihjalmar
- gudrunjj
- hannesjonsson
- iador
- heidistrand
- heim
- hildurhelgas
- drum
- hlekkur
- ingahel
- ibb
- inaval
- bestiheimi
- jensgud
- nonniblogg
- jonthorolafsson
- killerjoe
- hemmi
- hjolaferd
- maddaman
- mal214
- poppoli
- siggikaiser
- fletcher
- eyjann
- jam
- saethorhelgi
- valsarinn
- tolliagustar
Athugasemdir
Frelsi og lýðræði eru aðalsmerki Vesturlanda og við getum ekki aðeins valið bestu hliðar peningsins. Auðvitað hefur Ástþór leyfi til að reyna að bjóða sig fram aftur og vonandi hafa alþingismenn unnið heimavinnuna frá síðustu forsetakosningum og hækkað þröskuldinn sem þarf að yfirstíga áður en unnt er að bjóða sig fram. Það er síðan í valdi kjósenda - eða þess fjölda sem þarf til að bjóða sig fram til forseta - að ákveða hvort af framboði Ástþórs verði. Ef þitt sjónarmið ætti að ráða Margrét þá mætti setja spurningarmerki við framboð Íslandshreyfingarinnar eða Frjálslynda flokksins við næstu kosningar ef t.d. skoðanakannanir sýndu aðeins Pilsner fylgi. Lýðræðið og frelsið kostar!
Calvín, 3.1.2008 kl. 23:00
Því skyldi fólk með maníu ekki mega bjóða sig fram? Hvað með sykursjúka? Nú, eða þá sem hafa áberandi líkamslýti?
Guðmundur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 3.1.2008 kl. 23:30
????? Það er til fólk sem vill að hann se Forseti íslands og voru þeir 2000 talsins sl. kosningar. Friður 2000 er með 2000 atkvæði með sér og mér finnst það bara frábært að hann reyni aftur. Ef við ætlum að fara að ræða kostnaðinn þá held ég að Erovision keppnin ætti þá að fá sömu endalok.
Jonas (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 02:20
Ástþór hefur ekkert að gera í framboð aftur. Það verður skandall ef hann býður sig fram aftur og það sýnir líka hvað þessi maður er vitlaus.
Þórður Ingi Bjarnason, 4.1.2008 kl. 07:58
Þessi afstaða þín Margrét til lýðræðsins er alveg út úr kortinu - viltu setja verðmiða á lýðræðið ? viltu að ákveðnir aðilar/flokkar fái ekki að bjóða fram ?
Óðinn Þórisson, 4.1.2008 kl. 09:39
Sæl Margrét og gleðilegt ár.
Ég er svo sammála þér og tek líka undir orð Erlings og Þórðar. Ég verð ekki hissa ef Baldur Ágústsson stígur aftur fram í sviðsljósið. Hann og Ásþór hafa enga möguleika og þjóðin er þegar búin að hafna þeim en þetta lítur kannski vel út á ferilskránni þeirra.
Heidi Strand, 4.1.2008 kl. 09:40
Fékk Ástþór á sig dóm? og er þar með óhæfur til embættis nema honum verði veitt uppreiusn æru líkt og gert við Árna Johnsen fyrir síðustu alþingiskosningar:
Jón Rögnvaldsson (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 10:21
Mér finnst Guðmundur Brynjólfsson hafa nokkuð til síns máls. Og ég spyr: Má Margrét Sverrisdóttir bjóða sig fram eins oft og hún vill til opinberra starfa (en ekki Ástþór) og ef svo er þá hvers vegna?
Sigurður Þór Guðjónsson, 4.1.2008 kl. 10:41
Að sjálfögðu er það réttur hans að bjóða sig fram.. En fólk má ekki gleyma því að það kostar peninga og við vitum öll að það er ekki til neins að fara á móti Ólafi Ragnari. Allavega sé ég ekki í fljótu bragði hver það ættu að vera sem gæti ýtt honum af stalli. Það er allveg hressandi að hann fái smá mótframboð en Ástþór er orðinn þreyttur
Stefán Þór Steindórsson, 4.1.2008 kl. 10:57
Ef kenning Margrétar á að ganga upp og hún væri samkvæm sjálfum sér, þá ætti Íslandshreyfingin ekki að bjóða fram aftur. Íslandshreyfingin og Ástþór fengu svipað fylgi.
En málið er og það vita allir að það þarf að hækka þann fjölda meðmælenda til að af framboði geti orðið. En auðvitað vill íhaldið það ekki. Það vill að það verði kosningar lausar við það að vera áhugaverðar, með lítill kosningaþátttöku. Þannig að leiðari moggans og Staksteinar geta hamrað á því hvað forsetinn hefur lítið fylgi.Og hafi ekki traust þjóðarinnar.
Nei lýðræðið er ekki gallalaust en það er það skársta sem við höfum. Það kostar peninga og fyrirhöfn. Skerðum það aldrei.
Sigurður (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 11:35
"Virkjum Bessastaði!" (....eða þannig).
Júlíus Valsson, 4.1.2008 kl. 12:11
Þó ég sé ekki hrifinn af Ástþóri þá verð ég að segja að ef banna á einhverjum að bjóða sig fram er það Margrét Sverrisdóttir sem beðið afhroð í öllum kosningum sem hún hefur farið í gegnum.
Ætlið þið Ómar kannski í annað tilgangslaust framboð næst Margrét ?
Þér er greinilega slétt sama um lýðræðið Margrét á meðan þú ert sjálf á jötunni engum til gagns.
Örn Johnson ´67 (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 13:14
Ástþór hefur rétt til að bjóða sig fram og við það situr. Úrslitin koma svo fram í kosningu. Eitt skal yfir alla ganga.
Ólafur Þórðarson, 4.1.2008 kl. 13:38
Þetta er mjög einfalt. Við erum með reglur um að ef kjósandi nær að safna nægilega mörgum undirskriftum þá geti hann boðið sig fram til forseta. Þannig að meðan Ástþór fær nægilega marga til að skrifa undir hjá sér þá getur hann boðið fram. Ef hann finnur ekki nægilega marga sem eru tilbúnir að skrifa undir hjá honum þá getur hann ekki boðið fram, svo einfalt er það. Kjósendur einfaldlega ráða þessu.
Sigurður Viktor Úlfarsson, 4.1.2008 kl. 13:59
Annað dæmi um svipað mál er að margir voru t.d. á móti því að Árni Johnsen ætti að geta boðið sig fram til Alþingis síðast. Síðan kom í ljós að þúsundir kjósenda kusu hann. Þeirri vilji gildir. Þannig er lýðræðið.
Sigurður Viktor Úlfarsson, 4.1.2008 kl. 14:01
Það er aðeins eitt óhuggulegra en að Ástþór ætli að bjóða sig fram. Þ.e. að Björn Ingi færi í forsetaframboð.
Stefán (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 16:49
Ég get hvergi séð að Margrét vilji banna Ástþóri að bjóða sig fram.
Það væri því ágætt hjá Erni Joh.. að sækja sér örlitla þjálfur í lesskilningi svo hrokinn og skítkastið stjórni ekki fingrunum á lyklaborinu. Dáldið leiðinlegt þegar málefnafátæktin berar sig svona.
Dunni, 4.1.2008 kl. 17:21
þetta er bara ein hliðin á lýðræðinu. við ættum kannski að taka upp einræði og sleppa öllum kosningum? það yrði ódýrara.
auðvitað á maðurinn að geta boðið sig fram ef hann vill, eins oft og hann vill, rétt eins og Frjálslyndi flokkurinn. það er lýðræðislegt.
Brjánn Guðjónsson, 4.1.2008 kl. 17:34
Margrét segir: ,,Er ekki hægt að stöðva þessa vitleysu?" Dunni er þetta ekki nokkurn veginn það að banna ástþóri að bjóða sig fram? Get ekki lesið annað út úr þessu.
Gísli Sigurðsson, 4.1.2008 kl. 18:47
Gildir þá eitt um Ástþór og annað um Margréti ?Fróðlegt væri að fá svör við því hver og hversu oft má bjóða sig fram eða er það HVER býður sig fram?
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 19:24
Mer ofbyður þetta einelti og fordoma i gard Ástþórs Magnússonar að kalla mann íllum nöfnum og reyna að niðurlægja og það er verið að fjalla um manninn eins og hann sé eitthvað ógeð sem allir eru búnir að fá nóg af.
Ástþór Magnússon er þrælklár dugnaðarforkur og frumherji í viðskiptum. Hann td. var stofnandi Master Card á Íslandi og var með fyrstu mönnum sem lagði fyrir sig tölvumenntun á íslandi, hann hefur ljósmyndamenntun lá í heila viku úti í vestmannaeyjum með myndavél 1973 margar af hanns ljósmyndum prýddu heilu síðurnar í erlendum stórtímaritum af vestmannaeyjagosinu hann hefur líka þotuflugmannsmenntun efnaðist átti einkaflugvélar í Bretlandi og eyddi svo öllu sínu fé í að reyna að bjarga mannslífum.
Margrét þig vantar kanski smá þroska, umburðarlyndi og frið. Var þér ekki hafnað af Frjálslindaflokknum og svo einnig af þjóðinni í sl. Þingkosningum?
Ættir þú þá ekki að fara og finna þér eitthvað annað að gera?
Jónas Jónasson, 4.1.2008 kl. 21:19
Það þarf að þessu með að þurfa 1500 meðmælendur til að geta boðið sig fram, þetta eru 80 ára gömul lög heyrði ég einhverstaðar og þá voru Íslendingar um 150.000, ætli þessi 1500 manna tala hafði verið einhverskonar 1% viðmið í þá daga ?. Það þarf að uppfæra þessi lög í takt við fólksfjölgun og hækka þessa prósentu í 5%, ef viðkomandi nær því marki þá er í fína lagi að viðkomandi fari í framboð.
Sævar Einarsson, 5.1.2008 kl. 00:01
Lýðræðisreglur verða að gilda um bæði Ástþór og Margréti, jafnt sem alla aðra þegna lýðveldisins. Hitt er allt annað mál hvort það að þetta fólk byði sig fram yrði nokkrum til gagns.
Og auðvitað er hægt að endurskoða lögin og færa þau til nútímalegra horfs, eins og Sævarinn bendir á.
Greta Björg Úlfsdóttir, 5.1.2008 kl. 01:30
þetta er ekki spurning um að ákveðnir aðilar/flokkar FÁI að bjóða sig fram, þetta er spurning um kommon sens .
Ástþór er búin að eyða peningum skattborgara 2 x og það er nóg, ég segi stopp.
Það á að setja nálgunarbann á Ástþór við framboð forsetakostninganna.
Lilja Huld Steinþórsdóttir (IP-tala skráð) 5.1.2008 kl. 13:29
Ómar Ragnarsson væri öflugur forseti.
Róbert Þórhallsson, 5.1.2008 kl. 16:23
Já ég tek undir þetta.
Ástþór! Vinsamlegast ekki bjóða þig fram aftur.
Svanur Sigurbjörnsson, 5.1.2008 kl. 17:37
Það ætti að vera einhver viðmið hversu oft þú getur boðið þig fram og að hafa meir en 10% kosningu í síðustu kosningum til að fá að bjóða sig aftur fram. Ástþór er fífl, sorry ef hann býður sig fram í þriðja skiptið, minnir að hann hafi fengið 3% atkvæða í síðustu kostningum 2004.
Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 6.1.2008 kl. 10:34
Sæl, öll og takk fyrir fjöruga umræðu. Mér finnst mikill munur á því að litlir flokkar með hugsjón bjóði sig fram í kosningum sem eru haldnar hvort sem þeir bjóða fram eða ekki og að einstaklingur knýi fram kosningar bara fyrir sjálfan sig með tilheyrandi kostnaði fyrir almenning. Ég dró aldrei í efa að Ástþór hefði rétt á að bjóða sig fram, en finnst rangt af honum að gera það í þriðja sinn.
Margrét Sverrisdóttir, 7.1.2008 kl. 21:43
Ólafur Ragnar hefur reynst þjóðinni mjög góður forseti, forverum hans ólöstuðum. Nú vill hann bjóða fram þjónustu sína í þágu þings og þjóðar næsta kjörtímabil. Væri það ekki nánast óðs manns æði að bjóða sig fram gegn sitjandi forseta sem hefur öll líkindi til að vera kosinn yfirburðakosningu? Það væri mjög óskynsamlegt og ber vitni um rangt mat á stöðu mála.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 8.1.2008 kl. 21:49
Ég er hlynnt því að halda kosningar til forsetaembættisins og myndi gjarnan vilja fá frambærilegt fólk í framboð. Ef ég mann rétt skilaði töluverður hluti þjóðarinnar auðu í síðustu forsetakosningum því að þeirra mati vantaði frambjóðanda við þeirra hæfi. Ástþór má vel bjóða sig fram kjósi hann svo enda hefur hann eflaust eitthvað til síns ágætis sem ég á eftir að kynna mér. Ég vona jafnframt að fari hann í framboð fylgi fleiri hans frumkvæði og úrvalið verði meira en Ólafur eða Ásþór.
Móðir mín vildi gjarnan sjá Þórarinn Eldjárn í framboði en það er hennar persónulega mat og Ómar er að sjálfsögðu velkominn líka :-) The more the merrier ;)
Hildur
Hildur (IP-tala skráð) 9.1.2008 kl. 13:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.