Höggvið að landsbyggðinni

Fiskverkunarfyrirtækið Krækir á Dalvík hefur nú sagt upp öllum starfsmönnum. Rúmlega þrjátíu stöðugildi hafa verið hjá fyrirtækinu, sem hefur glímt við mikla rekstrarefriðfleika vegna niðurskurðar kvótans.  Reglulega heyrum við fréttir eins og þessar af landsbyggðinni.  Núna Dalvík og nýverið var það Grímsey auk fjöldauppsagna í Þorlákshöfn og Eskifirði sl. haust.  Það var nógu erfitt fyrir fiskvinnslufyrirtæki að glíma við sterkt og óstöðugt gengi og síðan bættist niðurskurður þorskkvótans við. Svo biðu menn í ofvæni eftir mótvægisaðgerðunum en þær gagnast hvorki fólkinu sem starfar til sjós og lands né fyrirtækjunum. 

Niðurskurður þorskkvótans hefur engin áhrif haft til að efla viðgang þorskstofnsins, en hefur bitnað harkalega á landsbyggðinni.  Kvótakerfinu var ætlað að efla byggð í landinu og vöxt og viðgang þorskstofnsins.  Hvenær sjá menn þörfina á að endurskoða kvótakerfið ef ekki nú, eftir árangursleysi í 25 ár - heilan aldarfjórðung? 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Theódór Norðkvist

Við gætum átt eftir að sjá fleiri fjöldauppsagnir. Nýtt fiskveiðiár hefst ekki fyrr en 1. september.

Theódór Norðkvist, 2.1.2008 kl. 21:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband