30.6.2007 | 11:10
Kynþokkafullur ráðherra
Á fimmtudaginn fór ég norður í Vatnsdal að afhjúpa minnisvarða um eina merkustu kvenréttinda konu landsins, Bíeti Bjarnhéðinsdóttur. KRFÍ er bæði ljúft og skylt að heiðra minningu baráttukonunnar Bríetar, fyrsta formanns félagsins og það er líka sérstakt baráttumál KRFÍ að fjölga minnisvörðum um konur, sem eru alltof fáir hér á landi.
Á leiðinni heim stoppuðum við í Staðarskála og þar rak ég augun í fyrirsögn á forsíðu Séð og heyrt: "Kattliðug og kynþokkafull". Þar var átt við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra. Hvenær hefur karlkyns ráðherrum verið lýst með viðlíka orðum? Þorgerður er falleg kona, en mér finnst þetta samt niðurlægjandi lýsing á einni valdamestu konu landsins. Höfum við séð karlkyns ráðherra líst á viðlíka hátt - jafnvel þó hann hafi verið "kynþokkafullur"?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Já það vita allir að heilbrigðisráðherra er kynþokkafyllstur
Geir Jónsson (IP-tala skráð) 30.6.2007 kl. 12:32
Þetta er afar stækt auglýsinga og flottheita og umbúðaþjóðfélag sem við búum í og eins og þið vitið afar mikið lagt í hvers kyns umbúðir, oft á tíðum til að draga athyglina frá innihaldsleysi. Nú er ég ekkert sérstaklega að skjóta á Þorgerði Katrínu í því sambandi en vitgrannur pólitískur félagsskapur getur samt farið illa með fólk.
Baldur Fjölnisson, 30.6.2007 kl. 17:41
Baldur, dettur þér í hug í eina sekúndu að Þorgerður eða einhver tengdur henni eða flokknum standi á bakvið svona uppslátt?
Egill Óskarsson, 30.6.2007 kl. 23:20
Skal ekki segja, menn reyna náttúrlega að auglýsa eftir þeim hefðum sem gilda á auglýsinga- og umbúðamarkaði. Reynslan hefur kennt mér að vanmeta aldrei dómgreindarleysi, fáfræði og jafnvel heimsku annarra - með fullri virðingu ávallt að sjálfsögðu. Menn hafa það sem náttúran og skólarnir hafa gefið þeim.
Baldur Fjölnisson, 30.6.2007 kl. 23:52
Ég er afskaplega óánægð með þennan fréttaflutning ...ekki af því að menntamálaráðherra er kvenkyns heldur vegna þess að mér finnst hún álíka kynþokkafull og gangstéttarhella.
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, 1.7.2007 kl. 05:57
Við megum samt þakka fyrir að fyrirsögnin var ekki ,,Kynleg og Kettlingafull"
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, 3.7.2007 kl. 00:06
Jú jú... come on. Margir karlkynsþingmenn hafa verið á lista yfir kynþokkafylstu menn landsins (stundum er það nú ótrúlegt en satt ) s.b.r. Bjarni Ben. Efast um að kvennþjóðin myndi eitthvað hætta að finnst hann kynþokkafullur ef hann yrði ráðherra. Séð og heyrt myndi alveg pottþétt kalla hann kynþokkafullan ef það væri eitthvað tengt einhv í blaðinu.
Svo er annað mál.... skil ekki hvernig meintur kynþokki fólks getur orðið af fréttaefni svona almennt. Skiptir það einhv máli hvort að ÞK sé kynþokkafull eða ekki? Og ef svo er hver er þá blaðamaður S&H að dæma um það?
Hafrún Kristjánsdóttir, 3.7.2007 kl. 17:19
Aðalmálið að sjálfsögðu það að Séð og Heyrt ætti ekki að nota sem viðmið um hugarfar þjóðarinnar. Eða ég a.m.k. bið til Guðs að svo sé ekki komið.
Séð og Heyrt gerir ansi mikið til að ná fyrirsögnum í þessum anda. T.d. eitthvað í takt við "Brjáluð Brúður", "Léttar á Lausu", ´"Mokað í Magann", o.s.frv. o.s.frv.
En það er annars ekki alveg rétt þetta með misréttið, hafa margir aðrir þjóðþekktir karlmenn einnig "lent" í því að vera kallaðir kynþokkafullir, sexý o.fl. Jafnvel bjánar
En ekki margir sem mér dettur í hug sem myndu fjalla um þjóðhetjuna Bríeti á þessum nótum.
Baldvin Jónsson, 4.7.2007 kl. 22:31
Ég hef ekki séð þessa umfjöllun í Séð og heyrt en umsögnin "kattliðug og kynþokkafull" getur vart talist niðurlægjandi. Hvort tveggja eru þetta eftirsóknarverðir eiginleikar þó það megi komast mjög vel af þess að vera gæddur þeim í ríkum mæli. Vissulega á ekki að dæma stjórnmálamenn eftir kynþokka eða liðugleika en þekkt fólk er metið út frá alls kyns persónueinkennum og líkamseinkennum, þ.e. útliti. Fólk sem er illa til fara og fer illa með líkama sinn nýtur minna trausts og það er nokkur ástæða til.
Við megum ekki fyllast tepruskap og láta svona umsagnir fara í taugarnar á okkur. Tal um kynþokka þykir ekki stórtökumál og í blaði eins og Séð og heyrt sem varla nokkur maður tekur sérlega alvarlega getur þetta varla talist niðurlægjandi. Ég get ekki séð það nema að ég sé að missa af einhverju sjónarhorni í þessu. Þá efast ég um að Séð og heyrt myndi láta kynþokkafullan karl-ráðherra (finnist hann) í friði með það heldur. Nú er sumar og veðrið frábært - slökum á.
Svanur Sigurbjörnsson, 5.7.2007 kl. 18:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.