Á Sjómannadegi

                                    Er sjómennskan ekkert grin? Nei, sjómennskan á Íslandi er ekkert grin  í dag, því jafnvel fílhraust fólk á bágt með að vinna í því kvótakerfi sem hér er við lýði.

Árangursleysi kvótakerfisins varðandi verndun fiskistofna eykst ár frá ári.  Alltaf er því lofað að árangurinn skili sér á næstu árum, en hann lætur svo sannarlega á sér standa.  Nýjasta rágjöf Hafró kemur ekki einu sinni á óvart, hún er bara enn einn kaflinn í vonlausri framhaldssögu þeirra um vaxandi þorskstofn sem ekkert vex, skyldi nokkuð þurfa að endurskoða reikniformúluna á þeim bæ?

Fiskveiðióstjórnin sem við búum við hefur vegið harkalega að landsbyggðinni með því að höggva á lífæðar bæja og þorpa, sem fyrir daga kvótakerfisins lágu allar út í sjó.  Aðgangur að atvinnugreininni er ekki lengur fyrir hendi.  Þess vegna er brýnt að veiðar á smæstu bátum verði gefnar frjálsar – til að opna fyrir möguleikann á nýliðun.

Fólk á landsbyggðinni er óöruggt um lífsafkomu sína vegna þess að þeir sem eiga kvótann geta farið burt með hann í skyndi, ef þeir eru þá ekki þegar farnir, eins og nýjasta dæmið á Flateyri sannar.  Og sjá menn hvert stefnir í Vestmannaeyjum?

Stefna stjórnvalda hefur verið sú að frekar megi þorskurinn drepast í sjónum, engum til gagns, en að auka veiðina og sjá hvort þróunin verður önnur.

Og nú er svo komið, að útgerðirnar neita að styrkja hátíðardag sjómanna, svo hann leggst líklega af.  Undanfarin ár létu þeir sér nægja að hafa neitunarvald á það hverjir fengju að halda hátíðarræðurnar.   Nei, þetta er ekkert grín.

Ég sendi sjómönnum og fjölskyldum þeirra bestu kveðjur á þessum hátíðisdegi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Sæl sjávarperla, og til hamingju með ríkisstjórnina þér tókst það. Kv þinn vinur.

Georg Eiður Arnarson, 3.6.2007 kl. 00:07

2 Smámynd: Haukur Kristinsson

hvað viljið þið? á að veiða ótakmarkað, eða á að hafa stjórn á veiðunum eins og hafró vill? hvernig á að hafa stjórn á veiðunum ef hafró getur það ekki?

Haukur Kristinsson, 3.6.2007 kl. 01:21

3 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Hefur Hafró stjórn á veiðunum? Síðan hvenær?

Georg Eiður Arnarson, 3.6.2007 kl. 01:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband