Framtíðarskipulag í Örfirisey

Í morgun var ég á fundi borgarráðs en eftir hádegið sat ég ráðstefnuna ,,Ný Örfirisey" á Hótel Sögu  um framtíðarnotkun og skipulag byggðar í Örfirisey.  Frábært framtak hjá Faxaflóahöfnum að bjóða upp á vandaða ráðstefnu sem var öllum borgarbúum opin - ókeypis.  Reyndar hefðu framsögur mátt vera færri, en að öllum ólöstuðum var Sjoerd Soeters, arkitekt frá Amsterdam með áhugaverðasta erindið að mínu mati.  Björn Ingi Hrafnsson átti reyndar mjög sterkan byrjunarleik við upphaf ráðstefnunnar, þegar hann sýndi myndband Faxaflóahafna um framtíðarsýn þessa svæðis.

Skemmtileg ráðstefna sem fyllir mann bjartsýni á að maður eigi eftir að upplifa það að sjá hafnsækna starfsemi og íbúabyggð saman á hafnarsvæðinu, helst með mörgum síkjum milli fagurra bygginga af fjölbreyttu tagi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband