Sterk ríkisstjórn - veik borgarstjórn

Allt stefnir í að Sjálfstæðisflokkur og Samfylking nái saman um stjórn landsins.  Margt hefur komið á óvart síðustu dagana þegar forystumenn þeirra flokka, sem ekki er verið að tala við hafa í örvæntingu reynt að ná eyrum Sjálfstæðismanna. 
Sárustu vonbrigðin voru að heyra Steingrím Joð lýsa því yfir að hann væri tilbúinn til að gefa eftir í stóriðjumálum - bara ef hann kæmist í stjórn.

Fréttin var svohljóðandi:  Vinstri grænir hafa komið skilaboðum til sjálfstæðismanna um að þeir séu til í viðræður og Steingrímur J. Sigfússon, formaður þeirra, segir að ekki verði farið með neina úrslitakosti í stóriðjumálum."  Ég sem hélt því fram alla kosningabaráttuna að VG væru fullkomlega samkvæmir sjálfum sér í stóriðjumálum.  En það var ekki.   Við í Íslandshreyfingunni lofuðum okkar kjósendum því að við myndum ekki hvika frá skilyrði um stóriðjuhlé á næsta kjörtímabili, það yrði okkar skilyrði ef við kæmumst til að semja um ríkisstjórn.

Svo eru Framsóknarmenn voða sárir yfir því að Geir hafi verið farinn að tala við Ingibjörgu á meðan hann var enn í viðræðum við þá.  Ég leyfi mér að minna á að Vilhjálmur borgarstjóri gerði nákvæmlega það sama í viðræðum um stjórn borgarinnar.   Þá þóttist hann eiga í viðræðum við F-lista sem fékk 10% atkvæða, en var búinn að semja við Framsókn, sem fór verst út úr borgarstjórnarkosningunum og fékk bara 6% atkvæða.  Þrátt fyrir það fékk Framsókn helmingsvöld í borginni.  Hvernig verður staðan nú í borginni þegar xD hafa samið við Samfylkingu?  Við skulum sjá til...

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það er voðalega þægilegt að vera með svona "eftirá" staðfestu. En úr þessari fullyrðingu fæsr aldrei skorið. Er ekki voða vinsælt að láta allt njóta vafans....njótið

Gunnar Th. Gunnarsson, 19.5.2007 kl. 04:44

2 Smámynd: Guðmundur Björn

Hvernig er það Margrét.

Er það ekki augljóst eftir kosningarnar, að langflestir landsmenn styðja stóriðju upp að ákveðnu marki?  Samfylkingin þóttist vera á "móti" stóriðju sem var auðvitað bara aumur populismi og nú er meira að segja VG farnir að gefa eftir! 

Eina kosningamálið ykkar var jú umhverfismál þannig að um 6.000 manns eru gallharðir andstæðingar stóriðju?  

Guðmundur Björn, 19.5.2007 kl. 09:34

3 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Borgarstjórnin þarf ekkert að veikjast þó framsókn ráði ekki lengur í landsmálunum.

Jens Sigurjónsson, 19.5.2007 kl. 11:25

4 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Góð Ríkisstjórn í burðarliðnum kæra vinkona.

Magnús Paul Korntop, 19.5.2007 kl. 23:22

5 Smámynd: Kristján Pétursson

Framsóknarmenn halda áfram að sleigja sárin og allir hafi með einum eða öðrum hætti svikið þá.Aumlegri framkomu er vart hægt að finna.Svo eru þessir fáu þingmenn,sem lifðu kosningarnar af að deila innbyrðis.Við þjóðina segja þeir,að mikið traust sé með formanninn,sem hafi staðið sig frábærlega vel í kosningunum.Hann kolféll,en stóð sig vel.Ég veit ekki hvaða kröfur Framsóknarm.gera til sinna frambjóðenda.

Kristján Pétursson, 20.5.2007 kl. 17:50

6 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Kæra, Sjávarperla, til hamingju með kosningaúrslitinn þér tókst það sem þú ætlaðir þér, Að koma í veg fyrir að Frjálslyndi flokkurinn fengi ca 7 þingmenn og að ríkisstjórnin félli. Gangi þér vel hvað sem þú tekur þér fyrir hendur þinn vinur.

Georg Eiður Arnarson, 21.5.2007 kl. 15:36

7 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Góður punktur!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 25.5.2007 kl. 17:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband