Þakkir

Ég vil þakka þeim rétt tæplega 6000 kjósendum sem greiddu Íslandshreyfingunni atkvæði sitt í gær.  Atkvæði falla ekki dauð, þau eru alltaf yfirlýsing um vilja kjósenda. 

Hins vegar er "þröskuldurinn", fimm prósent-múrinn, of hár til að geta talist lýðræðislegur.  Það er meira að segja hár þröskuldur fyrir flokka sem eru á þingi og hafa skammtað sér hundruðir milljóna til kosningabaráttunnar, hvað þá nýja flokka sem byggja nær eingöngu á framlögum flokksfélaga.

Enn og aftur: Hjartans þakkir!  Stuðningur við Íslandshreyfinguna ýtti við öllum flokkum að skerpa á grænum áherslum og það var mikill árangur.  Íslandshreyfingin mun áfram veita flokkunum aðhald.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þeir Sjálfstæðismenn sem réðu ykkur til starfans og kostuðu framboð Íslandshreyfingarinnar til að viðhalda ríkisstjórninni, hljóta að vera ánægðir með ykkur.... Gratulera!!

Pálína Unnur (IP-tala skráð) 14.5.2007 kl. 09:15

2 Smámynd: Báran

Sem fyrrum Sjálfstæðiskona ætla ég að taka síðustu athugasemd eins og verið sé að ávarpa mig!   Ætla að leyfa þér að njóta vafans um að þú sért ekki með þessu að ýja að meinsæri ! Að ætla Íslandshreyfingunni það að bera ábyrgð á ríkisstjórninni er ansi langsótt.  Mikið búið að skrifa, og ræða um  það mál.   Hafðu það í huga að þú fékkst að ráða því hvert þitt atkvæði rann.  Ég hef sama rétt!   Vona að þú hafir fylgt þinni sannfæringu eins og ég gerði.    Svo er ætíð hollt að virða skoðanir annarra, með því sýnir maður sínum eigin virðingu.  

Í friði...

Báran, 15.5.2007 kl. 00:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband