Bjartur dagur

Gærdagurinn var langur en bjartur og fagur.  Hitti "Risessuna" -frönsku leikbrúðuna, á förnum vegi, hún var yndislega falleg.  Mér fannst ég vera stödd í sögunni um Gúllíver í Putalandi.
Ég var í miðbænum og Kringlunni, hefði viljað fara oftar í Grafarvog í kosningabaráttunni, en það er erfitt að komast yfir allt sem gera þarf.  Mér finnst vera mjög jákvæð bylgja í garð Íslandshreyfingarinnar - vona að það reynist rétt Smile

Munið að Íslandshreyfingin þarf bara 5% til að ná 3 þingmönnum!  Er ekki betra að fá fólk sem er í efstu sætum hjá okkur inn á þing en að fá fólk sem er miklu neðar á lista í öðrum flokkum? Wink

Framboð mitt er af hugsjón en með raunsæja stefnu þar sem Íslandshreyfingin endurspeglar mína sýn á það þjóðfélag sem ég vil búa í og búa börnum okkar. Umhverfismálin eru brýnasta efnahagsmálið á Íslandi í dag!

Skoðið heimasíðuna til að sannfærast um hvað þið getið kosið: www.islandshreyfingin.is

Og umfram allt:  Gleðilegan kjördag !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Hannó Jóhannsson

Ég er nú reyndar Sjálfstæðismaður en eitt undrar mig mikið, það er; Hvar er Margrét í fjölmiðlum þegar tekist er á.  Stór mistök hjá hreyfingunni að vixla ekki Ómari og hinni reyndu Margréti Sverrisdóttur Sjálfstæðismanns.

Jóhann Hannó Jóhannsson, 12.5.2007 kl. 00:41

2 identicon

Sæl Margrét, það var gaman að hitta þig í dag á þessum fallega sólskínsdegi. Náði allavega að sannfæra 7 ágætar konur í dag sem ætla að kjósa ykkur  Gangi ykkur vel.

hjartanskveðjur..

X við Í er SEXÍ

Björg F (IP-tala skráð) 12.5.2007 kl. 00:53

3 Smámynd: Steingrímur Helgason

Dáldið skemmtilegt að sjá að eftir athugasemd mína hér í gær, þá hafðir þú tíma til að breyta færslu þinni, 'að gefnu tilefni', til að mæra nú Ómarinn okkar aftur frekar en framsóknarjóninn.

Ég var nú fyrirfram eiginlega sammála 'Hannó' & öðrum, enda heiðblar í gegn, eins & pabbi þinn & bræður hans.

En maður les náttla líka blaður um það að pólitík þín sé dona MaggaMigÁþing & eiginlega er ég alveg farinn að kaupa það líka.

Það gerist nú greinilega ekki núna, & varla næst heldur.

S.

Steingrímur Helgason, 12.5.2007 kl. 01:21

4 identicon

Magga, ég kýs V en ég er reyndar búin að hvetja alla í kring um mig til að kjósa ykkur. Og svei mér þá ef það er ekki bara slatti. En ég er reyndar sammála efsta manni hér, það hefur ekki verið næg áhersla á þig í baráttunni...

hildigunnur (IP-tala skráð) 12.5.2007 kl. 01:38

5 Smámynd: Benedikt Halldórsson

....gulir blýantar eru mjög áhrifamiklir í dag, ekki á morgun.

Benedikt Halldórsson, 12.5.2007 kl. 17:43

6 identicon

Vil óska Íslandshreyfingunni til hamingju með að ríkisstjórnin hélt velli.

Sigurður Jónsson (IP-tala skráð) 13.5.2007 kl. 09:49

7 identicon

Sæl Margrét

Ég ætla að byrja á því að óska ykkur til hamingju með það að stuðla að því þessi bévítans ríkisstjórn haldi enn og aftur velli, reyndar á það eftir að koma í ljósa hvort sama ríkisstjórn verði við völd eða ekki.

Annað sem mig langar að segja við þig er að afhverju andskotanum gast ekki bara kyngt stoltinu og egó-inu og haldið áfram í frjálslyndum, þú hefðir flogið inn á þing og flokkurinn örugglega orðið sterkari ef eitthvað er.

Núna ert þú búin að vera sem pólítíkus!!!
Sumum er ekki ætlað að vera í pólítík og það á svo sannarlega við þig

Guðmundur Kjartan (IP-tala skráð) 13.5.2007 kl. 11:13

8 identicon

Til hamingju Margrét með að hafa kjark og þor til að gera það sem aðrir tala um !

 Ég hef nú ákveðna samúð með mönnum eins og Guðmundi hér að ofan sem sjá ekki skóginn fyrir trjánum. Íslandshreyfingin hafði sérstöðu en ég held að þorri kjósenda hafi hlustað of mikið á hræðsluáróður af ýmsum toga til að þora ekki að láta vaða og kjósa eftir því sem þeim fannst réttast.

Mér fiinnst þú hafa staðið þig mjög vel og Íslandshreyfingin hafa náð langt miðað við að vera stofnuð korteri fyrir kosningar og með aðeins þig sem "þekktan" stjórnmálamann. Ég er sammála því að Ómari var flaggað um of, en umhverfismálin eru hans þungi og sjálfsagt að hann svari fyrir um þau, en þegar það kemur að öðrum málefnum hefði þú verið sterkari kandidat. En þetta er búið og gert og þið getið gengið stolt frá þessum kosningum.

Ég kaus ykkur og er stolt af. Ég vildi kjósa náttúru landsins, ekki meiri stjóriðju heldur skynsamlega nýtingu auðlinda. Fyrir mig var þetta spurning um að skila auðu eða kjósa landið. Engin annar flokkur bauð upp á jafn afdráttarlausa stefnu í umhverfismálum. Kannski má jú segja að V hafi gert það, en á síðustu metrum kosningabaráttunnar fannst mér þeir missa flugið út í öfgar í hinum ýmsu málum og ég er þeirrar trúar að öfgar eigi aldrei rétt á sér. Gat ekki ljáð þeim atkvæði mitt.

Að kenna ykkur um að stjórnin haldi finnst mér ómaklegt því það fylgdi ekki á kjörseðlinum "val 2" og því ómögulegt að segja um hvað fólkið hefði kosið annars.

Þú gerðir að mínu mati rétt með því að yfirgefa Frjálslynda, eftir allt saman hafa þeir reynst allt annað en frjálslyndir í orði og verki. Vonandi sjáum við þig að nýju á kjörseðlum að fjórum árum liðnum, því þú hefur allt að bera sem góðum stjórnmálamanni sæmir, hvort sem það verður undir merkjum Íslandshreyfingar eða annarra.

Takk fyrir að gefa mér kost á að kjósa náttúru landsins á afdráttarlausan hátt.

Sigga (IP-tala skráð) 13.5.2007 kl. 14:08

9 identicon

Það er bara að halda áfram Margrét, þú hefur fullt erindi inn á þing og með Íslandshreyfingunni hefur skapast nýr vindur. Nú hugsun og öðruvísi nálgun. Það besta sem þú hefur gert var að yfirgefa frjálslynda, Jón Magnússon hefur tekið hann yfir og ég held að fleirri frjálslyndir eigi eftir að sjá það seinna.

Hafðu bestu þakkir og njóttu hvíldarinnar næstu daga.. Farðu eitthvert upp í sveit þar sem þú getur slakað á og endurhlaðað batteríin..

Stuðnings og Sólskíns kveðja

Björg F (IP-tala skráð) 14.5.2007 kl. 00:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband