Harkan sex

Ég er mjög ósátt við þá dóma sem felldir voru yfir formanni Framsóknar við lok yfirheyrslunnar í sjónvarpinu áðan.  Mér hugnast engan veginn svona harður dómur yfir einum formanni frammi fyrir alþjóð. Til hvers er þetta?  Af hverju eru álitsgjafar látnir fella dóm?  Má almenningur ekki dæma á eigin forsendum og fólk skiptast á skoðunum um það hver stóð sig best? Eigum við kannski að hafa bara ,,Gettu-betur hraðaspurningakeppni" til að skera úr um hverjir eigi að stjórna landinu? 

Þessi þáttur var að öðru leyti óvenju skemmtilega uppbyggður, enda fékk hver og einn formaður að njóta sín í einka yfirheyrslu án sífelldra frammígripa annarra.  Í svona þáttum er venjulega slegist um að koma orði að en með nútímatækni mætti alveg hugsa sér að slökkva bara á hljóðnema hvers frambjóðanda eftir t.d. 1-2 mínútur til að tryggja jafnræði...  En ég spyr aftur:  Eru svona kappræðuþættir besta leiðin til að velja besta fólkið?

Að gefnu tilefni vil ég taka það fram að ég var ákaflega stolt af frammistöðu míns formanns, Ómars Ragnarssonar, í þessum þætti. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hreinn Hreinsson

Svona kappræður eru ágætar í bland við annað og ég gæti ekki verið meira ósammála þér um að ekki megi meta frammistöðu manna. Jón Sigurðsson stóð sig illa. Þú mátt ekki gleyma því að úrslitin ráðast alls ekki af einum svona þætti. Það er svo margt annað sem er í gnagi líka, málefnaáherslur, kynningarefni, auglýsingar, annars konar þættir s.s. viðtöl og flokkakynningar.

 Þannig að þessi þáttur einn og sér er bara eitt púsl af mörgum.

 Bestu kveðjur og ósk um gott gengi.

Hreinn Hreinsson, 9.5.2007 kl. 21:58

2 Smámynd: Báran

Ég er nú lítt hrifin af kappumræðunum yfirleitt, hljómar eins og fuglabjarg þar sem hver reynir að yfirgnæfa annan.   Eins finnst mér tíminn sem hverjum og einum er gefinn,afskaplega naumur!  Aftur á móti líkaði mér "yfirheyrslan" ágætlega fyrir utan að tíminn hefði mátt vera lengri.  Svo eru nú menn misgóðir ræðumenn.  Það eitt getur nú keypt atkvæði.

Bestu kveðjur,

Bára

Báran, 9.5.2007 kl. 22:13

3 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Sá ekki þennann þátt  en auðvitað eiga svona þættir rétt á sér.
Gangi ykkur vel á kjördag,nú skal ríkisstjórnin felld.

Magnús Paul Korntop, 10.5.2007 kl. 01:36

4 Smámynd: Steingrímur Helgason

Gott hjá þér að taka upp hanskann fyrir Jóninn náttúrlega, dáldið manneskjulegt af þér að bera blak af andstæðíngnum.  En þetta er nú bara sjónvarpsefni, & auðvitað er álit þessara álitsgjafa bara þeirra álit, en ræður ekki í kosníngum, eins & þú ættir nú bæði að vita & skilja.

Skrítið finnst mér nú samt að þú hefðir nú ekki notað tækifærið frekar í það að koma því á framfæri hérna hvað þinn formaður stóð sig vel en að nýta þinn litla tíma í að kvarta yfir því hvað einhverjir voru vondir við Jóninn.  Við einfalda fólkið hérna á blogginu gætum máske túlkað það á þann veg að trú þín á þetta framboð íslandshreyfíngarinnar sé alveg uppurin, & þú sért einfaldlega orðin þreytt á þessu vafstri.

Ég hef nú ekki trú á því að þú farir að binda þitt trúss í framtíðinni við Framsóknina, alla vega, en þetta varð mér til spurnar, þegar ég las.

Í annann stað, þá kommentaði ég hérna hjá þér einu sinni svarlaust, meinalaust af minni hálfu,  Ég hins vegar las fyrir tæpri viku, svar þitt við spurn einnar ágætrar konu, sem að spurði þig góðrar spurníngar tveimur vikum áður.

Spurn hennar var, "af hverju svarar þú engum spurníngum hérna sem að fyrir þig eru lagðar "?

Þú svaraðir því til að þú stjórnaðir þínu bloggi, en létir bloggið ekki stjórna þér, nýttir þér þetta sem miðil.

Þá vil ég leggja fyrir þig eina spurn, sem að líklega þá verður jafn ósvöruð.

Heldur þú virkilega að það svar hafi aflað þér einhverra atkvæða frá þeim sem að fara inn á bloggið þitt til að lesa fyrir utan samflokksmenn þína ?

Nú eru margir oddvitar flokkana sem að blogga, sumir þeirra hafa kosið að taka út þann möguleika nýlega að fólkið geti sett inn athugasemdir á blogg þeirra.

Bera líklega við, eins & þú gerðir nú líka í svarinu,  tímaleysi.

Ja, ef að fólkið í landinu vill kjósa sér þingmenn sem að hafa ekki tíma til að hlusta á fólkið í landinu, þá á það náttúrlega bara að kjósa fólk eins & þig & þá á þing.

Enda, þá á það einfaldlega ekki betra skilið.

Ég er nú fyrrum kjósandi þinn & aðdáandi í pólitík, en þegar þú hefur tíma í að verja formann Framsóknarflokksins, frekar en að verja þinn formann, það fer nú dáldið að skýra út fyrir mér af hverju þér var ekki vært í flokki Frjálslyndra.

Og hrokinn með að ætla það að fólkið eigi bara að eta upp orðavísindin þín orðalaust, lauklítið, öngvin snilld í því fólgin.

Óska þér samt alls hins besta í framtíðinni.

S.

Steingrímur Helgason, 10.5.2007 kl. 02:40

5 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Smá hugmynd: 

Landsvirkjun eyðir sönnunargögnum!

Í kjölfar kæru á hendur Ómari Ragnarssyni fyrir að hafa smíðað sér flugvöll við Kárahnjúka gleymist að við rannsókn þessa máls sem gæti tekið töluverðan tíma er stór hætta á því að Landsvirkjun verði sek um að spilla eða eyða sönnunargögnum sem gætu stuðlað að því að fá Ómar Ragnarsson dæmdan sem umhverfishryðjuverkamann.

Því er það mín krafa sem unnanda réttlætis og réttarkerfisins íslenska að tappinn verði tekinn úr Kárahnjúkavirkjun þannig að umræddur flugvöllur fari ekki undir vatn og spilli þannig rannsókn málsins.

Réttast væri að farið yrði fram á lögbann á þessum gerðum meðan rannsókn stendur yfir!

Það hlýtur að vera skýlaus krafa að Landsvirkjun stöðvi strax frekari rennsli í Hálslón meðan þetta mál velkist í réttarkerfinu. Að öðrum kosti er ljóst að Landsvirkjun verður sek um að spilla sönnunargögnum og hafa áhrif á störf íslenska dómskerfisins.

Ævar Rafn Kjartansson, 10.5.2007 kl. 03:09

6 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Annað.  Steingrímur........ þó að 6.3%Framsóknarmaðurinn sem er sá valdamesti í Reykjavík eða Hannes Hólmsteinn vilji ekki mótmæli á sínar bloggsíður þá er þetta vettvangur fyrir frjáls skoðanaskipti. Og Íslandshreyfingin virðist vera opin fyrir þeim

Ævar Rafn Kjartansson, 10.5.2007 kl. 03:21

7 Smámynd: Páll Jóhannesson

Hvernig hefði þessi bloggfærsla litið út ef Ómar hefði fengið þann dóm að hafa staðið sig langbest að mati þessara sérfræðinga?

Verðum við ekki að gera ráð fyrir því að fólk sé almennt nægilega vel gefið til þess að leggja sjálft mat á kosti og galla hvers og eins.

Að lokum þótt ekki muni ekki kjósa Íslandshreyfinguna þá stóð Ómar sig bara nokkuð vel

Góðar stundir.

Páll Jóhannesson, 10.5.2007 kl. 14:15

8 Smámynd: Páll Jóhannesson

Í seinustu málsgreinina hjá mér vantaði orðið ég og átti að líta svona út ,,Að lokum ekki muni ég ekki kjósa Íslandshreyfinguna þá stóð Ómar sig bara nokkuð vel"

Páll Jóhannesson, 10.5.2007 kl. 14:17

9 Smámynd: Sigfús Þ. Sigmundsson

Er búið að afnema málfrelsi í landinu?  Hafa þessir álitsgjafar ekki málfrelsi eins og annað fólk?

Sigfús Þ. Sigmundsson, 10.5.2007 kl. 14:47

10 identicon

Jú, vissulega hafa þeir málfrelsi, en álitgjöf þeirra var mjög lituð af pólitískum skoðunum.  Allir álitsgjafarnir eru jú vinstrafólk og það leynir sér ekki andúð þeirra á Jóni Sig. og Farmsóknarflokkinum.  Þetta er hluti af eineltisstefnum vinstriliðsins gegn Farmsókn.  Að sjálfsögðu fékk t.d. Ingibjörg Sólrún frábæra dóma hjá þessum álitsgjöfum, enda var þessi þáttur sniðinn fyrir Samfylkinguna.

Örninn (IP-tala skráð) 10.5.2007 kl. 15:25

11 Smámynd: Báran

Að Margrét sjái sóma sinn í því að taka upp hanskann þar sem hún sér óréttlæti lýsir vonandi þeirri manneskju sem hún hefur að geyma.  Í það minnsta jókst persónulegt álit mitt á henni við það í viðbót við það fylgi sem hún sjálfkrafa fékk frá mér hvað atkvæði mitt varðar til Íslandshreyfingarinnar.  Ég er sé kannski ekki sama óréttlætið þar en því meira óréttlæti í afstöðu sumra hér sem vilja kenna flokknum um ef þessi ríkisstjórn kemur til með að standa.   Nýtt blóð vil ég í pólitík, flokk sem ég get treyst til að forðast spillingu og vinnur af hugsjón.   Ég mun ekki láta kjarkleysi ráða því hvert mitt atkvæði rennur.   Ég ætla að standa föst á minni sannfæringu og trúa því að sameinuð munum við koma manni inn.  Þessi ríkisstjórn er fallin!

Báran, 11.5.2007 kl. 11:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband