29.4.2007 | 10:57
Sól á Ísafirði
Ég er stödd á Ísafirði ásamt Sólborgu Öldu Pétursdóttur skólafulltrúa, sem skipar þriðja sæti á lista Íslandshreyfingarinnar í Norðvesturkjördæmi. Veðrið er yndislegt, logn og sól eins og er. Við verðum á ferðinni í dag og síðdegis (kl. 17-19) ætlum við að vera viðstaddar opnun kosningaskrifstofu í Slúnkaríki við aðalgötuna á Ísafirði. Þar verða skemmtiatriði og léttar veitingar. Pálína Vagnsdóttir úr Bolungarvík, oddviti listans, stóð sig mjög vel í umræðuþætti í sjónvarpinu í gær og er sannarlega verðugur fulltrúi þessa kjördæmis.
Íslandshreyfingin opnar líka kosningaskrifstofu í dag að Hlíðarsmára 10 kl. 14:30 og þar verður kaffi, kökur, spjall, söngur og skemmtiatriði. Allir velkomnir.
Sjáið heimasíðuna www.islandshreyfingin.is
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Margrét, í Guðs bænum hættið að eyða fjármunum ykkar í vonlaust framboð.
Komdu aftur í Sjálfstæðisflokkinn og vertu eins og heima hjá þér.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 29.4.2007 kl. 17:26
gangi þér velþú stendur þig með príði
Adda bloggar, 30.4.2007 kl. 23:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.