26.4.2007 | 18:19
Borgar sig að bjarga mannslífi?
Ársfundur Landspítala-háskólasjúkrahúss í dag var mjög góður. Mörg áhugaverð erindi og bar þar hæst innlegg gestafyrirlesarans Sir Michael Rawlins frá heilbrigðisstofnuninni NICE (National Institut for Health and Clinical Excellece). Hann ræddi siðferðilegan vanda heilbrigðiskerfisins sem stendur frammi fyrir mikilli fjölgun sjúklinga m.a. vegna hærri lífaldurs, betri tækni sem greinir alla fyrr, vaxandi væntinga til lækninga og síðast en ekki síst takmarkaðs fjármagns.
Stofnunin sem hann stýrir (NICE -sem er opinber stofnun) leitast við að tryggja gæðastaðla í bresku heilbrigðiskerfi og styðja almennt heilsufar. En hvenig er réttlátast að skipta kökunni? Með aðferð frjálshyggjunnar: Hver er sjálfum sér næstur og borgar fyrir sig; með nytsemishyggju svo flestir njóti góðs af eða með einhvers konar jafnræðishyggju?
Stofnunin leitast við að meta áhrif læknisaðgerða til betri heilsu með tilliti til kostnaðar aðgerða sem framkvæma þarf. Mælieiningin er LÍFSGÆÐI (QUALY), metin út frá mörgum þáttum sem aðgerðin mun hafa áhrif á, s.s. hreyfanleika, að geta séð um sig sjálfur í daglegu lífi, vera laus við sársauka osfrv. hvort sem sjúkilingur þjáist af þunglyndi eða er með bilaða mjöðm, svo dæmi sé tekið.
Mörkin verða alltaf óljós því kerfið á að vera sveigjanlegt. Að sögn Sir Rawlins getur mannslíf kostað allt að 1,5 milljón punda. Þar höfum við það.
Þetta er gróf og hraðsoðin endursögn hjá mér en mér finnst þetta mjög áhugaverð umræða. Það er sérkennilegt að menn skuli vera komnir frá lækningaeiðnum um skyldu til að lina allar þjáningar yfir í umræðu um hvernig eigi að reikna út hvenær það borgi sig að bjarga mannslífi.
Skoðið nýtt efni á heimasíðu Íslandshreyfingarinnar: www.islandshreyfingin.is xI !
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:46 | Facebook
Athugasemdir
Mér finnst þetta nú fullmikil einföldun hjá þér. Auðvitað þarf að skoða hlutina í samhengi. Ef kostnaðurinn við að bjarga mannslífi gefur ekki þessi lífsgæði, hver "græðir" þá? Er sjúklingurinn eitthvað betur settur (er það hans/hennar) einlægur vilji að vilja lifa þannig, án lífsgæða?
Mér þykir það mjög hæpið að læknar ákveði hluti ÁN samráðs við sjúklinga, vona allra vegna að læknar bendi áfram á staðreyndir málsins, að aðgerð muni ekki gera hlutina betri. Og að kasta peningum í aðgerðir sem skila engu - til hvers?
Svandís Rós Þuríðardóttir (IP-tala skráð) 27.4.2007 kl. 08:02
Ég er sammála Svandísi að læknar þurfa að hafa samráð við sjúklinga sína um fram allt.
Ester Sveinbjarnardóttir, 27.4.2007 kl. 08:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.