Kastljós í kvöld

Sigurlín Margrét, varaþingmaður og frambjóðandi Íslandshreyfingarinnar í Reykjavík, stóð sig frábærlega vel í beinni útsendingu í Kastljósinu í kvöld.  Við vorum báðar mættar, nöfnurnar, hún til að ræða félagsmál og ég menntamál.

Sigurlín var sérlega ákveðin og fumlaus í svörum, með aðstoð raddtúlks.  Jákvæðast var að ekki var einu sinni nefnt að þarna væri komin heyrnarlaus kona að tjá sig með aðstoð túlks, það var sjálfsagt og eðlilegt - og þarna hefur Sigurlín rutt brautina sjálf.  Hún  hefur verið mjög ötul baráttukona fyrir bættum hag öryrkja og ekki síst heyrnarlausra. 

Munið að kíkja heimasíðu Íslandshreyfingarinnar:  www.islandshreyfingin.is

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Það var bara gaman að sjá þig og Magnús sitja saman( ég held samt að þið hafið ekki haldist í hendur)

Georg Eiður Arnarson, 24.4.2007 kl. 22:54

2 identicon

Það var samt athyglisvert að sjá hversu mikið var til kostað við túlkun fyrir SMS á meðan heyrnarlausir heima í stofu gátu ekki séð túlkana. Undarlegt lýðræði þetta hjá ríkisfjölmiðilnum!

Bryndís Snæbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 25.4.2007 kl. 12:18

3 Smámynd: Paul Nikolov

Ég endurtek hvað Georg sagði, og bætta við að þú stóðst þig mjög vel.

Paul Nikolov, 25.4.2007 kl. 19:51

4 Smámynd: Margrét Sverrisdóttir

Ég tek undir orð Bryndísar Snæbjörns, að það er nöturlegt að túlkar skuli ekki vera sýndir þegar þeir eru að túlka hvort eð er.  Það ætti að vera skylda að hafa táknmálstúlkun á helstu pólitískum þáttum.

Margrét Sverrisdóttir, 29.4.2007 kl. 11:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband