21.4.2007 | 16:26
Fylgi Íslandshreyfingarinnar eykst í Reykjavík suður
Samkvæmt skoðanakönnun Capacent Gallup um fylgi flokka í Reykjavík suður, sem birt var í dag, sækir Íslandshreyfingin í sig veðrið og mælist með meira fylgi en Framsókn og Frjálslyndir.
Sjálfstæðisflokkurinn fengi 42,5%, Samfylkingin fengi 24,9%, VG 18,8%, Íslandshreyfingin 5,4 %. Framsóknarflokkurinn fengi 4,5% atkvæða og Frjálslyndi flokkurinn 3,9% atkvæða.
Við erum að sækja í okkur veðrið. Ungliðar Íslandshreyfingarinnar stóðu fyrir skemmtikvöldi á Hressó í gærkvöldi. Fullt hús og uppistand með nýkrýndum sigurvegurum í gríni, auk þess sem við Ómar ávörpuðum samkomuna Ómari var mikið fagnað enda vinsæll og skemmtilegur.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Því er Helga Jóns ekki lengur oddviti í NV ?
Gunnar Freyr Hafsteinsson, 21.4.2007 kl. 21:40
Ég vona Margrét,að þú komir sterk út úr könnuninni á morgun.Ég veit að þú munt standa þig með ágætum eins og alltaf.
Kristján Pétursson, 22.4.2007 kl. 00:14
mestu mistök sem Ómar gerði var að taka klofningsframboð út úr frjálslyndaflokknum sem er klofningsframboð út úr sjálfstæðisflokknum uppí til sín . Þvílik mistök annars hefði hann fengið 8% fylgi fær nú bara 3%
Sveinn Elías Hansson (IP-tala skráð) 22.4.2007 kl. 01:59
Sæl, Málfríður. Mér finnst ég ekki skyldug til að svara neinum spurningum þó að síðan bjóði upp á það og satt að segja hef ég ekki mátt vera að því að sinna þessu sem skyldi. Ég hugsaði þetta sem miðil sem ég stjórna en ætla ekki að láta hann stjórna mér
Margrét Sverrisdóttir, 29.4.2007 kl. 11:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.