Auð - lesið mál

Í gærkvöldi var ég á fundi í Hinu húsinu hjá Tipp-Topp sem er félagsstarf fatlaðra og þroskaheftra.  Mættir voru frambjóðendur allra flokka til að kynna áherslumál  í kosningabaráttunni.  Umræður voru fjörugar og spurt um allt mögulegt, en sumir frambjóðendanna voru helst til langorðir og reyndu á þolinmæði gestanna.

Fundarmenn þekktu vel Íslandshreyfingu Ómars og Margrétar.  Ég dreifði til þeirra punktum um helstu baráttumál sem snúa að þeirra hag og hafði það á auðskildu máli eins og Átak, félag þroskaheftra hefur óskað eftir.  Þeir punktar fara á heimasíðu Íslandshreyfingarinnar, www.islandshreyfing.is

Fundargestir höfðu miklar áhyggjur af fjárhag öryrkja og finnst hann bágur. Svo voru margir sem kvörtuðu yfir því að böllin í Árseli væru alltof stutt.  Það er reyndar ekki við Ársel að sakast, því það eru víst vaktaskipti á sambýlum á kvöldin sem taka þarf tillit til. 

Lág laun ummönnunarfólks í þessum geira eru auðvitað alvarlegt vandamál vegna þess að þau eru ávísun á tíð starfsmannaskipti. Starfsfólk sem hefur tengst skjólstæðingum sínum traustum böndum hverfur á braut og þó svo gott fólk komi í staðinn, þá þarfnast þessi hópur öryggis umfram marga aðra þjóðfélagshópa.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ansi er nú aumt að vísa í vefsíðu stjórnmálaflokks, sem er ekki til.
Ég smellti á tengilinn hér að ofan og fékk:
Can’t open the page “http://www.islandshreyfing.is/” because it can’t find the server “www.islandshreyfing.is”.

Gunnar (IP-tala skráð) 20.4.2007 kl. 16:47

2 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Gunnar!  Rétt url er www.islandshreyfingin.is  Kveðjur,

Sigríður Jósefsdóttir, 20.4.2007 kl. 17:00

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Er hann Kristján Run. í Hveragerði búinn að breyta undirskriftinni í "Kveðja frá Sandfoksstöðum?"

En hvernig er það Runólfur minn, kanntu ekki undurfögru jólavísuna sem Margrét sendi pólsku konunni hans Guðjóns Arnars? Mér finnst nú að þú ættir að koma henni til skila hérna á þessum stað svona til upprifjunar.

Árni Gunnarsson, 21.4.2007 kl. 00:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband