Líf og fjör!

Það er mikið fjör að færast í kosningabaráttu Íslandshreyfingarinnar og nóg að gera þessa dagana. Við erum að ljúka við að koma saman framboðslistunum og í gær héldum við góðan fund með væntanlegum frambjóðendum. Næstu daga er svo fjöldi funda á dagskránni:

Í dag mæti ég á stjórnmálafund í Kennaraháskóla Íslands, þar sem verða fulltrúar frá öllum flokkum.

Í fyrramálið kl. 8-9:30 er morgunverðarfundur á Grand Hóteli á vegum ellefu kvennasamtaka undir yfirskriftinni: 

Launamisrétti kynjanna - úr sögunni árið 2070 eða hvað?

Ég mæti fyrir hönd Íslandshreyfingarinnar Lifandi lands. Þarna verða fulltrúar allra stjórnmálaflokkanna og fundurinn er öllum opinn.

Á morgun held ég líka fyrirlestur um stjórnmálaþátttöku kvenna hjá Exedra, sem er félagsskapur kvenna í stjórnmálum, atvinnulífi og menningargeiranum.

Það er gaman að komast út á meðal fólks og kynna stefnu Íslandshreyfingarinnar. Við finnum mikinn meðbyr þessa dagana, sem mun bara aukast þegar listarnir okkar liggja fyrir, með öllu því góða fólki sem þar verður að finna.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband