25.3.2007 | 23:47
Íslandshreyfingin fer strax af stað
Íslandshreyfingin hóf hringferð sína um landið um helgina með mjög vel heppnuðum fundum á Akranesi og í Borgarnesi. Auk umhverfismála snerist umræðan einkum um atvinnumál, efnahagsstjórn, byggðamál og velferðarmál.
Flokkurinn mældist strax með 5% í könnun Fréttablaðsins, daginn eftir að tilkynnt var um stofnun hans, en könnun Morgunblaðsins var ívið hærri. Þar sögðust um 15% aðspurðra vera tilbúnir að kjósa flokkinn. Ég vil vekja sértaka athygli á því að Sjálfstæðisflokkur og Frjálslyndir töpuðu álíka miklu fylgi og Íslandshreyfingin fékk. Það er alveg á skjön við margtuggin ummæli í fjölmiðlum í dag um að við tökum bara frá vinstri flokkunum.
Mikill fjöldi fólks hefur þegar skráð sig á: islandshreyfingin@simnet.is og í síma 694- 2100. Höfuðstöðvar flokksins í Reykjavík eru að Kirkjustorg 4 í miðbæ Reykjavíkur (hjá Dómkirkjunni og fyrir ofan Vínbarinn) og í Suðvesturkjördæmi að Hlíðarsmára 10 í Kópavogi (formlegur opnunartími kosningaskrifstofa verður nánar auglýstur).
Kæru lesendur! Gott gengi Íslandshreyfingarinnar er forsenda fyrir því að hægt sé að velta stóriðjuflokkunum þremur (xD, xB og xF) úr sessi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 26.3.2007 kl. 15:25 | Facebook
Athugasemdir
Margrét
ég ætla vænta þess að þú lest þetta
en mér þykir þú vera ASNI,
þú bauðst þig fram til varaformanns frjálslyndra en segir síðan í viðtali við Helgarútgáfuna á rás 2 á laugardaginn að þú hefðir FARIÐ STRAX UPP Í PONTU OG SAGT AF ÞÉR UM LEIÐ EF ÞÚ HEFÐIR NÁÐ KJÖRI, VEGNA ÞESS AÐ ÞÚ LEIST YFIR SALINN OG SÁST ÞAR FÓLK SEM ÞÚ MYNDIR EKKI GETA UNNIÐ MEÐ.
þú hafðir mig og mjög marga af fíflum sem komu gagngert til þess að styðja þig í þessum slag og við vonuðum að þú myndir ná kjöri, Sem svo hefði ekki skipt neinu máli því þú hefðir sagt af þér um leið.
Ég er bálreiður út í þig Margrét og kannski ætti ég bara að fara skíta þig út.
mér finnst að þú ættir að drulluskammast þín.
kveðja
Benidikt Guðmundsson
Benidikt Guðmundsson (IP-tala skráð) 26.3.2007 kl. 01:04
Þetta verður glæsilegt hjá ykkur Margrét. Hef fulla trú á ykkur. Gangi ykkur vel. Áfram Ísland
Björg F (IP-tala skráð) 26.3.2007 kl. 01:28
Það fer þér illa Margrét að kasta skít í fólk sem hefur stutt þig með ráðum og dáð frá upphafi þar til þú kaust að fara að rífa niður þinn eigin flokk áður en þú hafðir yfirgefið hann, ljóst og leynt.
Þú eins og aðrir munu uppskera í samræmi við sáningu.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 26.3.2007 kl. 01:49
Mikið ofsalega finnst mér skrítið þegar fólk notar þennan vettvang til að níðast á eða koma mjög persónulegum skoðunum á framfæri. Þegar ég segi þennan vettvang þá meina ég í athugasemdum hjá öðrum??
Af hverju ekki bara að senda tölvupóst til fólks beint ef að maður hefur þessa þörf?
Margrét, það þykir á mínum bæ styrkleika merki að geta skipt um skoðun OG það er til marks um styrk að þora að fylgja hjartanu.
Til hamingju með að hafa stigið út úr myrkrinu
Baldvin Jónsson, 26.3.2007 kl. 10:16
Já Baldvin, þetta á ekki að vera persónulegt skítkastsvöllur!
Margrét gangi ykkur bara vel!
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 26.3.2007 kl. 11:50
Margrét, ein spurning þó. Er Kirkjustræti 4 örugglega rétt heimilisfang?
Baldvin Jónsson, 26.3.2007 kl. 13:23
Ekki það að ég vilji vera leiðinleg, en hefur einhver heyrt stjórnmálamenn segja frá því að almennir fundir á þeirra vegum hafi verið illa heppnaðir? Ekki minnist ég þess, né að fylgi sé slakt þó svo það sé slakt, eða að framboðslisti sé ekki skipaður "einvala liði" þetta er allt fullkomið. Amen
Ásdís Sigurðardóttir, 26.3.2007 kl. 14:08
Rétt heimilisfang er:
Íslandshreyfingin - lifandi land
Kirkjutorgi 4
101 Reykjavík
Sigríður Jósefsdóttir, 26.3.2007 kl. 14:45
En hvar er heimasíðan?
Sigfús Þ. Sigmundsson, 26.3.2007 kl. 14:57
Ég vil taka það fram að Margrét reif ekki niður Frjálslynda flokkinn. Forystumenn flokksins sáu um það sjálfir. Ég sat í miðstjórn flokksins og veit mikið um þau átök sem þar áttu stað. Ég var í miðju ákveðins hluta þeirra. Ákvörðunartaka forystumanna Frjálslynda flokksins hefur verið með þeim hætti að meirihluti málsmetandi fólks hefur kosið að starfskröftum þeirra sé betur varið annars staðar. Það var því að illri nauðsyn að það þurfti að stofna nýjan flokk. Nýleg dæmi um fólk sem hefur yfirgefið flokkinn (án nokkurrar íhlutunar Margrétar eða hennar samherrja) eru Jóhanna, sem sagði sig úr stjórn kjördæmafélags Suðurkjördæmis xF skömmu eftir landsþingið því framhjá henni var gengið í mikilvægri ákvörðunartöku sem m.a. varaformaðurinn stóð að og svo Karen, forseti bæjarstjórnar á Akranesi, sem sagði sig úr flokknum vegna óánægju með ákvarðanir varaformannsins. Einungis fáeinar virkar konur (aðallega þær sem hafa haldið tryggð við Guðjón Arnar) urðu eftir í flokknum og svo hún Guðrún María hér að ofan sem kosinn var formaður kjördæmaráðs SV-kjördæmis hjá xF í byrjun vetrar þar sem hæfara fólk þurfti að sitja hjá vegna mögulegra hagsmunaárekstra við val á lista. Hún átti í talsverðum erfiðleikum með að koma einhverju í framkvæmd og láta hlutina ganga. Frumkvæði annarra en hennar var illa tekið því hún átti erfitt með að sætta sig við að það kæmi frá öðrum en "formanninum", henni sjálfri. Það var slys að hún var kosin og aldrei gæti ég mælt með henni til nokkurra forystustarfa hjá neinum félagasamtökum framar. Sem betur fer mun nú varla koma til þess. Nú úthellir hún reiði sinni hér á blogginu með vanhugsuðu og persónumeiðandi aðkasti að mér og nú Margréti, en það fyllir mælinn hjá mér. Því miður þarf maður að takast á við fólk persónulega í þessari baráttu því það er allt gert til að sverta mannorð "pólitískra andstæðinga". Þetta er hin sorglega hlið stjórnmálanna en það er engu að síður nauðsynlegt að verja sig þegar að manni er vegið.
Heimasíða Íslandshreyfingarinnar - lifandi land, verður vonandi tilbúinn í lok vikunnar. Það er verið að slá lokahönd á hana þessa dagana.
Svanur Sigurbjörnsson, 26.3.2007 kl. 16:40
Benedikt, vilt þú starfa með Alvari Óskarsyni, manni sem hellir úr skálum reiði sinnar og truflar fólk í ræðustól á opinberum fundum með aðhrópunum. Alvar er nú í 4. sæti á lista xF í öðru Reykjavíkurkjördæminu. Vilt þú starfa með Eiríki Stefánssyni, sem kom í pontu á aðalfundi kjördæmafélags xF í SV í nóvember s.l. og heimtaði að Margrét segði sig úr flokknum. Eiríkur þessi hélt síðan uppi rógi um flokksstarf Frjálslyndra og persónu Margrétar á Útvarpi Sögu. Þessi maður var svo kosinn varamaður í miðstjórn xF á landsþinginu. Mig furðar ekki að Margrét hefði ekki viljað starfa með flokknum þó svo að hún hefði unnið. Reyndar hefðu úrslit miðstjórnarkjörs farið á annan veg ef hún hefði unnið því það var kosið eftir ákveðnum línum. Nei, Magnús Þór seldi sig öllum þeim sem vildi gefa honum atkvæði sitt. Hann hafði gert lítið úr möguleikum Nýs Afls manna til að komast í miðstjórn en það var ljóst að hann hafði mikinn áhuga á Jóni Magnússyni. Jón sagði sjálfur í nóvember að hann hefði ekki hug á því að fara fram fyrir Frjálslynda. Mér fannst það mjög andstætt hegðun hans því hann vildi vera innsti koppur í skipulagningu kosningabaráttunnar. Það kom líka á daginn að hann fór fram og situr í fyrsta sæti í Reykjavík. Við þessu varaði Margrét og nú virðist Jón smám saman ætla að reyna að breyta Frjálslyndum í kristilegan flokk hins hvíta íslenska kynstofns. Hann lýsti því yfir í Silfri Egils í gær að hann kærði sig ekki um önnur þjóðarbrot í landinu. Þetta var mjög loðið hjá honum og maður veltir því fyrir sér hvernig hann vill sortera fólk inn í landið. "Ísland fyrir Íslendinga?" var hans spurning og líklega hans ósk. Vinsamlegast hugsaðu afstöðu þína aftur Benidikt.
Svanur Sigurbjörnsson, 26.3.2007 kl. 17:13
Ég sagði mig úr flokknum daginn eftir þessa uppákomu sem kölluð var kosning or eftir að sjá þessa meðferð á Margréti. Ég hef trú á að xF eigi eftir að líða fyrir svona vinnubrögð. En þetta þýðir ekki það að ég kjósi Íslandshreifinguna.
Hreifing eins og 'Islandshreifingin er sem hafnar atvinnustarfsemi sem byggist á umhvefisvænni orkunýtingu gufuaflinu. Eins og er raunin á Húsavík er bara ekki að skilja út á hvað umhverfisvernd er. Ekki minnast á eitthvað annað í staðinn............
klakinn (IP-tala skráð) 26.3.2007 kl. 23:21
Sæll Svanur.
Ég vill nú ekki gleyma því heldur þegar Margrét hélt sína skammarræðu á landfundinum, mér fannst það alveg merkilegt að hún skyldi gera slíkt en ekki koma með eitthvað uppbyggjandi, ég skal alveg viðurkenna það að ég er ekkert heillaður af Alvari eða Eiríki, menn sem ég kaus engan vegin inn í miðstjórn. Einnig held ég að þeir hafi bara verið að svara fyrir sig eftir að margrét sagðist ekki vilja starfa með þessum mönnum og þar með hefur hún úthúðað þeim. En mér fannst samt Eiríkur fara oft langt langt yfir strikið.
En það er samt fólk þarna inni sem ég hef áhuga á að kjósa og jafnvel starfa með.
ég var ekki beðinn um að kjósa Margréti heldur gerði ég það vegna þess að ég taldi hana og Guðjón hefðuð bara orðið sterkari forysta heldur með Magnús þór, Magnús er ágætur maður en mér persónulega leist bara betur á Margréti, og mér eiginlega bara sárnaði að hún fór í flokknum því hann hefur góð stefnumál hjá sér þó sumt hefði alveg mátt bæta og láta meira bera á sumum stefnumálum. Og ég varð bara reiður eftir að ég heyrði hana segja þetta á Rás 2, þarna gaf hún bara skít í mitt atkvæði og örugglega fleiri einnig sem eru súrir eftir þetta orðlag hjá henni.
Varðandi þessa útlendingaumræðu þó er nú búið að toga hana og teygja efast um að það sé hægt að gera meira af því.
Eitthvað verður að gera því við getum ekki haft hömlulausan innflutning á erlendu vinnuafli, margt af þessu fólki er alveg sómafólk en vitanlega eru slæmir inn á milli alveg eins og hjá okkur íslendingum, við erum ekkert betri en aðrir.
en mig hlakkar bara ekki til þegar fer að sverfa að í atvinnumálum hér á fróni.
hvort verða íslendingar fyrstir til að fjúka eða verða það erlendir verkamenn sem eru á oft á mun minni launum við sömu vinnu en við?
ég bara velti því fyrir mér.
þetta er vitanlega ekki við innflytjendur að sakast heldur ríkið fyrir að draga afturlöppina og svo atvinnurekendur sem komast upp með þetta.
Eins og klakinn segir þá er ekkert víst að ég kjósi Frjálslyndra eða íslandshreyfinguna, tel þó líklegra að ég kjósi Frjálslyndra en ég býst ekki við að ákveða það fyrr en í kjörklefanum.
Benidikt Guðmundsson (IP-tala skráð) 27.3.2007 kl. 15:08
Sæll Benidikt
Takk fyrir þessi málefnalegu ummæli. Það þarf að sýna mikla ábyrgð og skynsemi í innflytjendamálunum og taka vel á móti öllum. Ég er sammála því sem þú segir.
Bestu kveðjur - Svanur
Svanur Sigurbjörnsson, 27.3.2007 kl. 15:41
Sæll Svanur.
Við þig var ég ekki að ræða , ( nema ég hafi villst á heimasíðum ) að öðru leyti dæmir raus þitt sig sjálft.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 27.3.2007 kl. 17:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.