23.3.2007 | 22:10
Vertu með frá upphafi!
Í gær kynntum við framboðið og nú leggur Íslandshreyfingin - lifandi land strax af stað í fundaferð.
Á morgun, laugardaginn 24. mars, verðum við á AKRANESI í hádeginu, nánar tiltekið á kaffihúsinu Skrúðgarðinum, kl. 12:15.
Síðan ætlum við að vera í Landnámssetrinu í BORGARNESI kl. 15:15 á morgun.
Ég hvet alla sem hafa áhuga á nýju framboði til að koma og hitta okkur og spjalla!
Mætið - það felst engin skuldbinding í því að ljá okkur eyra og heyra hvað við höfum fram að færa.
Verið með frá byrjun!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:31 | Facebook
Athugasemdir
Æji, er nú ekki nóg komið?
Jóhannes Ragnarsson, 23.3.2007 kl. 22:54
Margrét, vertu góð við sjálfa þig og losaðu þig út úr þessu framboði STRAX. Þú varst marktæk þegar þú kvaddir þorskaflokkinn, en núna ertu alveg að klúðra þessu. Það lá ekkert á. Það er hins vegar pólítískt sjálfsmorð að kenna sig við Ómar. Hættu strax!
Ófeigur (IP-tala skráð) 23.3.2007 kl. 23:56
Mér líst vel á þetta framboð hjá ykkur. Veit um fullt af fólki nálægt mér sem mun kjósa ykkur, þar á meðal sjálfa mig (ef ég skipti ekki um skoðun á síðustu stundu þ.e.a.s. hehe).
Jónína Sólborg Þórisdóttir, 24.3.2007 kl. 09:59
Kæra Margrét.
Til að þetta framboð ykkar Ómars virki verðið þið að passa ykkur á eftirfarandi:
1) Ekki tala um tvær eða fleiri fylkingar. Virkar mjög neikvætt á kjósendur. Gefur í skyn valdabaráttu og ósætti. Allir saman og bara gaman.
2) Forðast að útskýra einhver stefnumál í smáatriðum. T.d. ekki svara spurningum eins og þessari "Hvað ætlar þú þá að gera í staðin fyrir e-h?
Kær kveðja,
Björn Heiðdal, 24.3.2007 kl. 10:27
Sæl Margrét - það verður gaman að heyra í ykkur þegar þið komið hingað Vestur.
Þorleifur Ágústsson, 24.3.2007 kl. 10:36
Leyfa fólki að tala fyrst og segja svo hvað manni finnst.
Hlakka til að fylgjast með íslandshreyfingunni.....gangi ykkur vel. Þessi þjóð þarf svo á nýjum og sterkum hugsjónum að halda.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 24.3.2007 kl. 13:11
--------------------------------------------------------------------------------- Íhald er alltaf íhald. Skemmdir ávextir lagast ekket við það að setja þá í nýjar umbúðir, og hana nú.
Þorkell Sigurjónsson (IP-tala skráð) 24.3.2007 kl. 17:37
Sæl, mig langaði bara að svara Gettu betur vangaveltum þínum um kynjakvóta.
Ég var í Gettu betur liði Borgarholtsskóla á síðasta ári & er kvenkyns.
Auðvitað vil ég að það séu fleiri stelpur að taka þátt, en kynjakvóti...nei takk.
Ef það hefði verið að notast við kynjakvóta þegar ég var valin í liðið, þá hefði ég hætt við.
Ástæðan fyrir að það eru fleiri strákar sem keppa er vegna nördastimpilsins.
Það er ekkert gaman að vera "nördastelpan", en þar sem strákar eiga það sumir til að vera sjálfsöruggari, þá taka þeir því betur. Held líka að það séu almennt fleiri athyglisþyrstir strákar en stelpur, en það er jú líka mosmunur á milli kynjanna.
Svo eru líka margir strákar (til dæmis nokkrir sem ég var með í bekk í MR) sem byggja sinn persónuleika á að vera nördi, ég þekki enga stelpu sem gerir það.
Ég held að ég sé nú feministi í mér, en ég vil ekki fá fleiri stelpur í Gettu betur á röngum forsendum, heldur vegna þeirra eigin verðleika.
Gettu betur er líka afar tímafrekt & tekur mikla athygli frá náminu. Það að vera í litlu herbergi klukkustundunum saman að svara spurningum um allt & ekkert, er ekki sérlega heillandi fyrir marga.
& til að svara öðrum athugasemdum: jú það eru próf til að finna út keppendur liða, það er nú ekki lengra síðan en að í fyrra var kvenkyns spurningahöfundur & loks að spurningar um saumspor, eldhúsmennsku & önnur heimilisstörf sé ekki rétta leiðin til að fá fleiri stúlkur í liðin né geri þeim neinn greiða (alveg jafn mikinn & piltum).
Kveðja
Sigrún Antonsdóttir
Sigrún (IP-tala skráð) 25.3.2007 kl. 19:48
Ríkisstjórnin mun bjóða ykkur gull og græna skóga til að halda meirihluta með framsókn áfram.Ég tók eftir því þegar Ómar kom fram í Kastljósinu,að þá ræddi hann um 4.ára stóriðjustopp.Það samræmis nokkurn veginn því,sem ríkisstjórnin hefur sjálf í huga til undirbúnings álverksmiðjum á Húsavík og Helguvík.Ég hélt að stefna ykkar í stóriðjumálum grundvallaðist á heildarúttekt á öllum virkjunarkostum áður en hvenær og hvar næsta stóriðja yrði staðsett.Ég held,að Íslandshreyfingin verði að skýra hreint út,að hún fari ekki í ríkisstjórn með núverandi ríkisstjórn,enda standi henni opin og greiðfær leið til samstarfs við Samf.og VG.varðandi umhverfis - og náttúruverndarmál.
Kristján Pétursson, 25.3.2007 kl. 20:07
Gangi ykkur vel
Inga Lára Helgadóttir, 25.3.2007 kl. 21:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.