18.3.2007 | 23:41
Ástandið fyrir vestan
Ég hef þungar áhyggjur af ástandinu á þeim stað sem mér þykir sérlega vænt um og get leyft mér að kalla mína aðra heimabyggð, Ísafirði.
Þaðan hafa nýverið borist fréttir þess efnis að atvinnuástand fari versnandi og að með sama áframhaldi verði vaxandi atvinnuleysi fyrirsjáanlegt í náinni framtíð. Með vaxandi atvinnuleysi aukast fólksflutningar af svæðinu.
Haldinn var borgarafundur á Ísafirði um atvinnumálin og var þungt hljóð í fólki. Í kjölfar fundarins skipaði forsætisráðherra nefnd sem á að gera tillögur um eflingu atvinnulífs á Vestfjörðum. Nefndin skilar tillögum innan skamms og vonandi verða þær bæði framsæknar og raunhæfar.
Ég hef fylgst með þróun atvinnuástandsins vestra og séð hversu grátt kvótakerfið hefur leikið þennan bæ sem var svo blómlegur áður fyrr með iðandi líf við höfnina. Atvinnulífið verður að fá innspýtingu og stjórnvöld hafa það í hendi sér að veita hana, í formi sértækra aðgerða eða með því að gera sérstakar ráðstafanir til að laða fyrirtæki að svæðinu, svo sem með skattaívilnunum þeim til handa.
Vestfirðingar verðskulda leiðréttingu vegna kvótakerfis stjórnvalda sem hefur verið að knésetja byggðirnar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Margret, því miður er þeim alveg sama. Þetta eru bara 7000 manns og eitthvað af þeim útlendingar. Svona hugsa þeir. Við verðum að fara taka þetta land yfir og leiðretta órettlætið.
Tómas Þóroddsson, 18.3.2007 kl. 23:52
Hvernig er það, er búið að stilla upp listum fyrir framboðið?? Er ekki ráð að setja mig og Tómas hérna að ofan inn einhversstaðar?
Það væri mér a.m.k bara heiður að fá að styðja við ykkur Ómar í baráttunni fyrir bættri umhverfishugsun í hvívetna.
Baldvin Jónsson, 19.3.2007 kl. 01:39
það er eiginlega sind að nýtt framboð héðan af mun fyrst og fremst stiðja við núverandi stjórnarflokka. Það hefði farið betur ef Sjávarperlan hefði getað haldið áfram þeirri miklu uppbiggingu sem hún nú þegar hefur lagt svo mikið í.
Georg Eiður Arnarson, 19.3.2007 kl. 09:24
Auðvitað verður að leiðrétta þetta"
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 19.3.2007 kl. 23:02
Jæja Marrét, þú verður að fyrirgefa mér ef ég læt athugasemdir mínar á vitlausan stað.
Ég var búin að vara þig við því að taka að þér dómstóla hlutverk götunnar. Þú féllst á prófinu. Pabbi þinn fékk yfir sig þetta hlutverk, að vera dæmdur af götufólkinu, nú gerir þú nákvæmlega sama hlut í garð olíuforstjórana, sem ég reyndar þekki engan. Leið honum vel, svarið er auðvitað nei.
Nenni ekki að eyða meira púðri í svona kerlingu eins og þig, haltu þig meðal undirmálsfólksins sem telur að sín lög séu lögum frá Alþingi, þar til kemur að þeim sjálfum. Aumt er þitt sjálfvalda hlutverk, Margrét.
Orn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 20.3.2007 kl. 23:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.