16.3.2007 | 22:32
Olíuforstjórar sleppa!
Fyrrverandi forstjórar stóru olíufélaganna þriggja, Olíuverslunar Íslands, Olíufélagsins og Skeljungs voru í dag lausir undan öllum ákærum því málinu gegn þeim var vísað frá. Þeir sleppa á grundvelli málsfmeðferðargalla... gat nú verið! Ég bjóst alltaf við að undankomuleið þeirra væri greið, vissi bara ekki alveg hvernig lögmennirnir myndu snúa sér í því...
Undankomuleiðin felst í því að vafi leikur á því hvort einstaklingar geti borið refsiábyrgð hafi fyrirtæki sem þeir starfa hjá stundað ólöglegt samráð eða misnotað markaðsráðandi stöðu sína. Allan vafa um heimild til refsingar verði þá að túlka sakborningi í vil.
Forstjórarnir voru ákærðir fyrir brot á samkeppnislögum, fyrir að hafa haft ólögmætt samráð, ýmist sjálfir eða fyrir milligöngu undirmanna, í þeim tilgangi að hafa áhrif á og koma í veg fyrir samkeppni. Meint brot snerust um hundruðir milljóna.
Það rifjaðist upp fyrir mér þegar ég heyrði þessa frétt að undirmálsmaður einn fékk allharðan dóm fyrir að stela frosnu lambalæri í matvöruverslun. Ekki var þess getið hvort málsmeðferð var gölluð í hans tilviki.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 18.3.2007 kl. 16:10 | Facebook
Athugasemdir
Á meðan þessi ríkisstjórn er við lýði er ólöglegt samráð "löglegt"
Sigurlín Margrét Sigurðardóttir, 16.3.2007 kl. 22:44
Maðurinn sem stal lambslærinu er ekki réttnefndur "undirmálsmaður". Það eru menn eins og olíuforstjórarnir, sem einskis svífast og einskis iðrast, sem eru sannarlega andlegir undirmálsmenn.
Sigurður Þór Guðjónsson, 16.3.2007 kl. 22:50
Í dag er verið að tala um að herða refsinga við hinum ýmsu brotum. Smáborgarinn er tekinn í gegn oft fyrir lítilsháttarbrot, en þetta var stórglæpur.... og ekkert annað, en það hentar betur (fyrir suma) að lofa þeim stóru að sleppa ! Þetta er alveg út í hött, og auðvitað var bara spurning um hvernig....
Inga Lára Helgadóttir, 16.3.2007 kl. 23:28
Er það ekki venjan,Íslenska mafían sér enn um sína og mun alltaf gera,gangi þér allt í haginn Margrét hafðu bara þína samviksu hreina og þá mun þér hlotnast.
Virðingafyllst:Úlfar B Aspar.
Úlfar Þór Birgisson Aspar, 17.3.2007 kl. 10:21
Datt nokkrum nokkurntíma nokkuð annað í hug?
Þórir Kjartansson, 17.3.2007 kl. 13:33
Þórir, nei því miður.
En þetta er gersamlega svívirðilegt.
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 17.3.2007 kl. 14:36
Það er nú svo að það er enn dæmt eftir lögum í þessu landi og lagaákvæðið vantar í þessu tilfelli.
Afturámóti þá þætti mér upplagt að ábyrgð forstjóra og annarra stjórnenda væri aukinn þannig að fyrirtækin (og ríkisstofnanir) sem verða fyrir tjóni ættu endurkröfurétt á stjórnendurna. Sambærilegt við að Tryggingarfélög greiða út bætur en geta svo átt endurkröfurétt á t.d ökumann hafi hann verið ölvaður (brotið lög).
Grímur Kjartansson, 17.3.2007 kl. 15:04
gleymum því ekki að forstjórunum hefur liðið mjög illa allan þennan tíma einsog lögmaður þeirra segir. Greyin.
SM, 17.3.2007 kl. 15:15
Man nokkur afhverju forstjórar grænmetisfyrirtækjanna voru ekki lögsóttir?
Grímur Kjartansson, 17.3.2007 kl. 15:20
Margrét, ég þekki engan af þessum olíuforstjórum en ekki datt mér í hug að þú myndir detta svo lágt að taka undir með dómstól götunnar, en svona er það nú bara.
Svo koma miklar mannvitsbrekkur og gera athugasemdir. T.d. SMS sem segir: Á meðan þessi ríkisstjórn er við lýði er ólöglegt samráð "löglegt". Þvílík speki hér á ferð. Veit hún t.d. ekki hvaða flokkar létu setja lögin um samkeppni og veit hún ekki að þessi ríkisstjórn gerir sér grein fyrir galla í þessum lögum og þessi ríkisstjórn er í dag að gera allt til þess að koma fram lagabreytingu til að setja fyrir svona leka, vætanlega með miklum stuðningi stjórnarandstöðunnar ? Og dettur henni í hug að komi vinstri draumastjórn hennar til valda í maí n.k. snúist málið sálfkrafa við. Merkilegur hugarheimur þessarar SMS.
Merkilegt: Á þessari mínútu er Stöð 2 að segja frá því í fréttum að lögum verði breytt. SMS verður því að sætta sig við að vitleysa hennar er dottin um sjálft sig.
Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 17.3.2007 kl. 18:38
Þetta er þekktir hvítflibbadómar.Misvísandi málsmeðferð með pólutísku ívafi.Kem aðeins inn á þetta mál á blogginu mínu í kvöld
Kristján Pétursson, 17.3.2007 kl. 22:23
Þetta er afar dapurleg niðurstaða, sér í lagi fyrir neytendur - bifreiðaeigendur- þó svo að maður hafi um nokkurn tíma óttast að þetta yrði útkoman. Olíuforstjórarnir höfðu gengist við glæpnum en sluppu engu að síður vegna "tæknilegra mistaka" löggjafans og einhvers konar skörunar á rannsókn samkeppnisapparatsins og lögreglunnar.
Sérkennilegt var að fylgjast með því þegar saksóknari tjáði sig við hvaða fjölmiðil sem hafa vildi um það hvað aumingja forstjórarnir ættu bágt að þurfa að bíða allan þennan tíma eftir að botn fengist í málið. Þetta er sér í lagi einkennilegt þar sem fyrrn. forstjórar höfðu gengist við glæpnum. Í framtíðinni megum við þá væntanlega reikna með því að þeir sem sæta ákæru en verða sýknaðir fái einhvers konar samúðarkveðjur frá saksóknurum.
Það er stundum sagt þegar leiðir kjósenda og einhvers stjórnmálafloks skilja að kjósendur greiði atkvæði með fótunum. Þar sem réttlætinu er augljóslega ekki fullnægt nema þá kannski að hluta er eina ráð bifreiðaeigenda að "greiða atkvæði" með því að snúa stýrinu frá "gömlu olíufélögunum" og taka stefnuna á litla keppinautinn og nota handhæga DÆLULYKILINN.
Óli Gunnarsson (IP-tala skráð) 19.3.2007 kl. 14:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.