Gröndalshús áfram í miđborginni?

Ég lagđi ţađ til í borgarstjórn nýlega ađ hús Benedikts Gröndal fengi ađ standa ţar sem ţađ er.  Mér finnst synd ađ rífa hús upp međ rótum til ađ koma ţeim fyrir á safni.  Ţessari tillögu minni var vísađ frá, en hins vegar lagđi borgarstjóri til ađ skipulagsráđi yrđi faliđ ađ kanna hvort unnt vćri ađ fina húsinu stađ í Grjótaţorpinu.  Ţađ vćri skemmtilegt ađ eiga ,,skáldahús" ţar, enda myndi ţađ njóta sín á ţeim stađ.  Akureyringar hafa sýnt sínum skáldum mikinn sóma međ Davíđshúsi, Sigurhćđum Matthíasar og Nonnahúsi.  Ekki hafa hús reykvískra skálda veriđ varđveitt sérstaklega til minningar um ţau skáld sem í ţeim bjuggu.Benedikt Gröndal var eitt merkasta skáld sinnar tíđar á Íslandi og endurminningar sínar, Dćgradvöl, skráđi hann í Gröndalshúsi. Sú bók er merk heimild varđandi sögu Reykjavíkur á 19. öld.  Vćri verđugt ađ koma ţar upp safni til minningar um Benedikt Gröndal og samtíđ hans í Reykjavík.  Einnig kćmi til greina ađ hafa í húsinu lifandi starfsemi sem félli ađ aldri og sögu hússins, svo fremi ađ húsiđ sjálft vćri alfriđađ. 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lárus Vilhjálmsson

Ég er nú svo lítill reykvíkingur ađ ég hef ekki hugmynd um hvar Gröndalshús er. En Benedikt er tvimćlalaust eitt merkasta skáld Reykjavíkur á 19. öld.

Lárus Vilhjálmsson, 16.3.2007 kl. 21:49

2 Smámynd: Guđrún Helgadóttir

Ég tek undir međ ţér í ţessu - hugsađu ţér ef ţađ hefđi nú tekist á sínum tíma ađ vernda Fjalaköttinn?

Guđrún Helgadóttir, 18.3.2007 kl. 17:43

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Fjalakötturinn var gjörónýtt hús og ekki raunhćft ađ gera neitt viđ ţađ, nema ţá endurbyggja frá grunni.

En er ekki hćgt ađ tala um Unu hús efst í Grjótaţorpi sem skáldahús?

Gunnar Th. Gunnarsson, 18.3.2007 kl. 23:44

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband