Enn af framboðsmálum

Enn dragast tilkynningar um framboðið á langinn, en það þýðir ekki að ekkert sé að gerast.  Við höfum verið að vinna mikið og mikilvægast er að mynda heildstæða stefnu sem það fólk sem ætlar að bera uppi framboðið getur sætt sig við og barist fyrir sem ein heild.  Svo eru ótal praktísk atriði sem við höfum verið að undirbúa sem snúa að framkvæmdinni.  Sem sagt: Engar fréttir eru góðar fréttir í þessu tilviki.

Ég vil biðjast velvirðingar á fjarveru minni frá bloggheimum, sem skýrist af annríki og einnig af vandræðaástandi sem skapaðist vegna þess að ég þurfti að flytja nettengingu milli staða, ef svo má segja. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Æ, hættu þessu brölti Margrét og komdu aftur í Sjálfstæðisflokkinn þar sem þú á heima.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 3.3.2007 kl. 17:35

2 Smámynd: Púkinn

Púkinn bíður.

Púkinn, 3.3.2007 kl. 17:46

3 Smámynd: Kristján Pétursson

Kæra Margrét.

Hlakka til að sjá framboðslistann og forgangsröðun stefnumála.Vonandi farið þið ekki að mála allt grænt með blárri rönd.Engar yfirlýsingar um hægri og vinstri,látið kjósendum eftir að meta ykkar stefnumál.Það er nógu lengi búið að smala kjósendum í almenning og draga þá í dilka.Enga loforðalista og yfirboð eins og ríkistjórnin tileinkar sér og svíkur jafnharðan eftir kosningar,heldur traustvekjandi, heiðarlegan og látlausan málflutning eins og þú Margrét hefur tileinkað þér hingað til.

Kristján Pétursson, 3.3.2007 kl. 23:31

4 Smámynd: Jónína Sólborg Þórisdóttir

Ég ætla að fylgjast vel með þessu enda algjör pólitískur munaðarleysingi.

Jónína Sólborg Þórisdóttir, 4.3.2007 kl. 12:15

5 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Þetta er spennandi!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 4.3.2007 kl. 14:40

6 Smámynd: Anton Þór Harðarson

sæl Margrét held þú gerir stór mistök með að draga JFM með

Anton Þór Harðarson, 5.3.2007 kl. 22:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband