20.2.2007 | 18:38
Borgarstjórnarfundur í dag einróma gegn klámkaupstefnunni
Í dag sat ég fund borgarstjórnar sem oddviti borgarstjórnarflokksins. Þar var m.a. rætt um malefi stuðningsbýlisins að Miklubraut 18. Ég tjái mína skoðun á trúarlegri meðferð í grein í sem birtist í Blaðinu í dag.
Þá var rætt um fyrirhugaða ráðstefnu klámiðnaðarins í borginni í byrjun marsmánaðar. Það var einkar ánægjulegt að algjör samstaða var í borgarstjórn, þvert á alla flokka, um tillögu borgarstjóra að yfirlýsingu vegna málsins.
Það er sögulegur áfangi að borgarstjórn skuli senda svo skýr og afdráttarlaus skilaboð til klámiðnaðarins: Við viljum ekki sjá ykkur hér. Við vitum að auglýst kaupstefna klámiðnaðarins getur eyðilagt það öfluga markaðsstarf sem unnið hefur verið á liðnum árum til að markaðssetja Reykjavíkurborg sem alþjóðlega menningar- og ráðstefnuborg.
Svo óska ég Sigurlín Margréti góðs gengis í störfum sínum á Alþingi, en hún tók sæti þar í dag sem óháður þingmaður. Hún er hörkudugleg og ég hlakka til að fylgjast með störfum hennar þar, nú sem fyrr.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 21.2.2007 kl. 10:55 | Facebook
Athugasemdir
Er þetta ekki bara snilld hjá ykkur öllum í borgarstjórn?
Edda Agnarsdóttir, 20.2.2007 kl. 20:39
http://www.hawaii.edu/PCSS/online_artcls/pornography/prngrphy_rape_jp.html http://www.law.stanford.edu/display/images/dynamic/events_media/Kendall%20cover%20+%20paper.pdf http://www.ojp.usdoj.gov/bjs/glance/tables/4meastab.htm http://www.ncbi.nlm.nih.gov/entrez/query.fcgi?cmd=Retrieve&db=PubMed&list_uids=11351835&dopt=Citation Feminstar ljúga! minnsta kosti skoðaðu þetta, rannsóknir gerðir af vísindamönnum sem sýna fram á það að klám er í raun ekki skaðlegt. Ekki gleypa við hræðsluáróðinum úr herbúðum stigamóta og álika öfgahópum Lifi frelsi Lifi lýðræðI!
Butcer (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 21:48
flott :-)
og hvað er með að geta ekki einu sinni stafað butcher?
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 20.2.2007 kl. 22:47
Þessi klám umræða verður óttalega hjárænuleg þegar pólitíkusar eru annrs vegar. Það jafngildir "harakiri" ef einhver ykkar sýnir minnstu undanlátssemi gagnvart þessu, en það arfavitlasut að vera að skipta sér af þessu fólki. (að því undanskildu að það brjóti lög hér)
Gunnar Th. Gunnarsson, 21.2.2007 kl. 15:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.