Viðtal á Bylgjunni, fertugsafmæli og opið hús

Konudagurinn

Kl. 10-12 í dag var ég í viðtalsþætti hjá útvarpskonunni Valdísi Gunnarsdóttur á Bylgjunni.

Kl. 12:30 - 14:30 var ég í fertugsafmæli svilkonu minnar, Ásdísar Ingþórsdóttur arkitekts á Nordica

Kl.15 - 17  var ég fundarstjóri á opnu húsi í Kvennaheimilinu Hallveigarstöðum í tilefni konudagsins í boði Bandalags kvenna í Reykjavík, Kvenfélagasambands Íslands og Kvenréttindafélags Íslands.

Opið hus Hallveigarst

Í kvöld skrifaði ég viðhorfsgrein sem birtist í Blaðinu nk. þriðjudag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sara Dögg

Kæra Margrét. Ég hlustaði einmitt á þig á Bylgjunni í gær. Þú ert algjör snillingur - hlakka til að heyra meira frá þér!

Sara Dögg, 19.2.2007 kl. 11:26

2 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Ég hlustaði líka á viðtalið. Ég vona að þú móðgist ekki þó svo mér finnist þú ekki vera neinn snillingur.

Þvílík sæla og gæfa hefur umvafið þig. Miðað við þessa frásögn hefur þetta verið eins og að alast upp á himnum og í ofánálag fannst þér líka gaman í skólanum

Það var tvennt sem vakti athygli mína. Annað var að þú nefndir aldrei nafn móður þinnar, ég beið og beið eftir því þú hafðir nefnt föður þinn á nafn (eins og þess hefði verið þörf) og þú taldi systkini þín með nafni og bróðurdóttur afa og ömmur og móðursystur en aldrei heyrði ég þig nefna móður þína. 

Hitt var varðandi veikindi þín í æsku. Það var eins og þú áttaðir þig ekki  alveg á að einmitt það að þú hafir búið við svona frábærar aðstæður gerði það að verkum að þú varðst sterkari fyrir vikið. Þú fékkst allt sem þú þurftir og þess vegna varðstu svona sterk félagslega. Ef þú hefðir ofaná þessi veikindi orðið að glíma við erfiðar heimilisaðstæður og jafnvel orðið útundan í skólanum , sem er því miður oft fylgifiskur erfiðra aðstæðna, þá er óvíst hvernig farið hefði.

Þóra Guðmundsdóttir, 19.2.2007 kl. 16:46

3 Smámynd: Ragnhildur Sverrisdóttir

Þóra, þú virðist gefa í skyn að Margrét systir mín fari ekki með rétt mál þegar hún lýsir góðu atlæti í æsku. Hvaðan kemur þér réttur til þess? Og er eitthvað sérkennilegt þótt henni hafi þótt gaman í skólanum?!

Tvennt vakti athygli þína og annað var að Margrét skyldi aldrei nefna nafn móður okkar. Hvers vegna finnst þér það athugavert? Sjálf kalla ég þá góðu konu aldrei annað en mömmu, fallegasta nafni í heimi. Ertu þarna enn að gefa í skyn að Margrét mæli ekki af heilindum?

Og veikindin í æsku?? Hefur þú forsendur til að meta hvers vegna Margrét systir mín varð sá sterki og jákvæði einstaklingur sem hún er? Svei mér þá, það er einna helst eins og þú sért pirruð vegna þess að Margrét þurfti hvorki að glíma við erfiðar heimilisaðstæður né erfiðleika í skóla.

Ég held að þetta innlegg þitt hljóti að byggjast á eintómum misskilningi. Eða kannski hef ég bara misskilið það. Vonandi.

Ragnhildur Sverrisdóttir, 21.2.2007 kl. 20:07

4 Smámynd: Ragnhildur Sverrisdóttir

Þóra, þú virðist gefa í skyn að Margrét systir mín fari ekki með rétt mál þegar hún lýsir góðu atlæti í æsku. Hvaðan kemur þér réttur til þess? Og er eitthvað sérkennilegt þótt henni hafi þótt gaman í skólanum?!

Tvennt vakti athygli þína og annað var að Margrét skyldi aldrei nefna nafn móður okkar. Hvers vegna finnst þér það athugavert? Sjálf kalla ég þá góðu konu aldrei annað en mömmu, fallegasta nafni í heimi. Ertu þarna enn að gefa í skyn að Margrét mæli ekki af heilindum?

Og veikindin í æsku?? Hefur þú forsendur til að meta hvers vegna Margrét systir mín varð sá sterki og jákvæði einstaklingur sem hún er? Svei mér þá, það er einna helst eins og þú sért pirruð vegna þess að Margrét þurfti hvorki að glíma við erfiðar heimilisaðstæður né erfiðleika í skóla.

Ég held að þetta innlegg þitt hljóti að byggjast á eintómum misskilningi. Eða kannski hef ég bara misskilið það. Vonandi.

Ragnhildur Sverrisdóttir, 21.2.2007 kl. 20:07

5 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Já þetta er sko misskilningur.

Úff ég ætlaði ekki að vera leiðinleg ég las þetta aftur og sé nú að það má alveg taka þessu illa, eins og þetta sé kaldhæðini. Það var alls ekki meiningin.

Ég hlustaði á viðtalið og hugsaði bara með mér, þvílík dásemd, það er heldur ekki sjálfgefið að börnum þyki gaman í skólanum því miður. en sem sagt ég beið bara alltaf eftir því að heyra nafn þessarar góðu konu en það kom ekki.

Varðandi veikindin þá meina ég það bara nákvæmlega eins og ég skrifaði það. Margrét sagði nefninlega eitthvað í þá átt að veikindin hefðu hugsanlega gert hana sterkari allavega skildi ég það þannig. Hún sagðist allavega vera og hafa verið sterk félagslega, en mér fannst hún þrátt fyrir að hún hafi lýst sinni frábæru æsku og þannig jú gert sér grein fyrir því hvað hún hafði það gott ekki alveg átta sig á mikilvægi þessara góðu aðstæðna og ég ætlaði bara að benda henni á það.

Kannski hlustaðir þú ekki á viðtalið. 

Ég rambaði hérna inn af tilviljun og sé að þú ert nýbúin að skrifa þetta (ég er með bullandi hjartslátt) Ég vona að þessi athugasemd mín sé ekki móðgandi, hún á ekki að vera það. 

Ég þarf greinilega að vanda mig betur, það er virkilega vont að vera misskilin.  Nógu móðgandi get ég verið þegar ég ætla mér það.

En sem sagt ég biðst afsökunar hafi athugasemd mín verið móðgandi, það var alls ekki meiningin.

Þóra Guðmundsdóttir, 21.2.2007 kl. 20:48

6 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Það hvarflaði heldur aldrei að mér annað en að Margrét væri að segja sannleikann um æsku sína. 

Þóra Guðmundsdóttir, 21.2.2007 kl. 20:51

7 Smámynd: Ragnhildur Sverrisdóttir

Sæl aftur Þóra. Mikið er ég fegin að þetta er allt saman misskilningur  En auðvitað rann mér blóðið til skyldunnar að taka upp hanskann fyrir systur mína, því ég hélt satt best að segja að þú værir að skrifa um hana í kaldhæðni.

Ég vona að hjartsláttur þinn róist. Minn hefur alla vega gert það.

Hafðu það sem allra best.

Ragnhildur Sverrisdóttir, 21.2.2007 kl. 23:12

8 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Gott að eiga góða systur  

Þóra Guðmundsdóttir, 21.2.2007 kl. 23:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband