13.2.2007 | 22:20
Þjóðarsátt fyrir hverjar kosningar
Nú er það þjóðarsátt um náttúruvernd og minnkandi stóriðju, en það vill svo vel til að hún á ekki lengur að vera afturvirk - eins og skilja mátti á Jóni formanni Framsóknar í haust - heldur á hún að byrja að virka 2010 þegar búið verður að spilla Þjórsárverum og fleiri náttúruperlum og setja niður nokkur smærri álver hér og þar á landinu.
Þetta eru máttlaus viðbrögð hræddra stjórnmálamanna við æ háværari kröfu almennings um stöðvun frekari stóriðjuframkvæmda. Kjósendur muna fullvel eftir fagurgala um þjóðarsátt í sjávarútvegi fyrir síðustu kosningar. Hvar er sú sátt nú?
Skyldu stjórnarflokkarnir ekki líka bjóða upp á þjóðarsátt í þágu aldraðra og öryrkja fimm mínútum fyrir kosningar til að reyna að breiða yfir þá staðreynd að þessir hópar hafa iðulega þurft að sækja rétt sinn gagnvart átroðningi ríkisstjórnarinnar til dómstóla!
Ríflega 200 kennarar mótmæltu kjörum sínum með þögulli mótmælastöðu í dag. Mér finnst þörf á þjóðarsátt um bætt kjör kennara.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:22 | Facebook
Athugasemdir
það er vont mál að þurfa sífelt að vera að mótmæla til að halda sínum kjörum,við eigum að gera vel við kennarastéttina,þanníg gerum við um leíð vel við börnín okkar.eín spurning til þin Margrét, hvað er míkílvægast,flokkurínn leíðtogínn eða málefnín?kv,frá eyjum.
Georg Eiður Arnarson, 14.2.2007 kl. 10:14
Sæl Margrét.
Nú hef ég eingöngu fylgst með því sem að á undan er gengið í gegnum netið héðan í Kaupmannahöfn þar sem að ég er í námi.
Nú sýnist mér á öllu að þú sért ötull stjórnmálamaður og trú hugsjónum þínum, jafnvel á köflum um of en það er ekki endilega neikvætt.
Mig langaði hins vegar að vita hvort að þú sem stjórnmálamaður myndir beita þér í þágu námsmanna erlendis þar sem að við virðumst vera gleymdur hagsmunahópur hjá stjórnmálamönnum á Íslandi. Óstöðugt gengi krónunar hefur t.a.m. gert það að verkum á námslán okkar sem að búa erlendis skerðast meira en gengur og gerist og það er ekki hlaupið að því að bæta það gengistap.
Mig undrar reyndar að enginn stjórnmálaflokkur á Íslandi setji málefni námsmanna á dagskrá hjá sér. samanlagður atkvæðisfjöldi okkar er umtalsverður.
Kveðja frá Kaupmannahöfn,
Jón Hnefill
Jón Hnefill Jakobsosn (IP-tala skráð) 14.2.2007 kl. 12:27
ÆÆ, nú félstu soldið í áliti hjá mér,neðri hluti þjórsár er ekkert perla sem verður að vernda, ef hún er perla sem verður að vernda þá verður að vernda allt landið því þetta svæði er bara venjulegt,og sjávarútvegurinn er orðin nokkuð góð þjóðarsátt.og sama má segja um öryrkja og ellilífeirisþega, Allir sáttir
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 14.2.2007 kl. 21:52
svei að fara í þetta verndunarhippalið, átt að vita betur, en veist að kennarar eru í höndum sveitafélaga, ekki ríkisins, en er þreyttur á þessari þjóðarsátt, gengur held ég ekki, sumir á móti og sumir með, allir að rífast, látum kosna fulltrúa ákveða hvað sé best.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 14.2.2007 kl. 22:44
Ég vil fá þjóðarsátt um að allar rafmagnslínur frá virkjunum verði lagðar í jörð.Það er ekki hægt að horfa upp á þessa stálgrindarstaura í náttúrunni.Vonandi fara byggðarlög almennt að banna svona lagnir yfir landareignir sínar,reyndar hefur Sandgerði og Garður samþykkt bann við svona lögnum innan sinna sveitafélaga.Ég held að náttúruverndarsinnar ættu að setja þessi mál sem forgangsverkefni,það gæti orðið góðir hemill á álbræðsluna, ef þeir kæmu ekki rafmanginu frá sér.
Kristján Pétursson, 14.2.2007 kl. 23:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.