11.2.2007 | 19:08
Var enginn að vakta Reykjanesfólkvang?
Við sem myndum borgarstjórnarhóp F-listans en erum nú óháð, veltum því fyrir okkur hvort stjórn Reykjanesfólkvangs hefði gert athugasemdir við þá ógnarflækju háspennulagna sem fyrirhugað er að leggja yfir Reykjanesfólkvanginn frá Hellisheiðarvirkjun og alla leið til Straumsvíkur - með tilheyrandi sjónmengun.
Á borgarráðsfundi sl. fimmtudag lagði ég því fram svohljóðandi fyrirspurn í tveimur liðum:
1) "F-listinn óskar eftir að fá samrit af athugasemdum stjórnar Reykjanesfólkvangs til Skipulagsstofnunar vegna fyrirhugaðra háspennulagna um Reykjanesfólkvang, frá Hellisheiðarvirkjun til Straumsvíkur. Borgarbúar eiga mikilla hagsmuna að gæta þar sem þetta er eitt vinsælasta útivistarsvæði þeirra og fulltrúa Reykjavíkurborgar sem er jafnframt formaður stjórnar Fólkvangsins, ber að verja hagsmuni borgarbúa."
2) " F-listinn óskar jafnframt eftir að fá upplýsingar um afstöðu stjórnar Reykjanesfólkvangs til fyrirhugaðra jarðvarmavirkjana innan fólkvangsins." Óskað var skriflegra svara.
Var það tilviljun að á sama borgarráðsfundi, var eftirfarandi tilkynningu skotið inn í dagskrá á undan fyrirspurnum mínum:
"Borgarráð samþykkir að kjósa Jakob Hrafnsson í stjórn Reykjanesfólkvangs í stað Helenar Ólafsdóttur sem beðist hefur lausnar. " Bróðir Björns Inga hlýtur að taka málið föstum tökum sem formaður, enda er formaðurinn eini pólitíski fulltrúinn í stjórninni, hinir eru skipaðir fulltrúar frá nágrannasveitarfélögum. Hann er kunnur áhugamaður um náttúruvernd sem aðstoðarmaður iðnaðarráðherra Nú bíðum við spennt eftir fundargerð fyrsta fundar undir stjórn nýja formannsins og treystum því að hagsmunir borgarbúa og íbúa þeirra sveitarfélaga sem málið varðar, verði í fyrirrúmi.
P.S. Undirbúningur nýja framboðsins gengur samkvæmt áætlun.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 12.2.2007 kl. 10:01 | Facebook
Athugasemdir
Hvað með vatnslögnina fyrir Kópavogsbæ, það á að fara að grafa Heiðmörkina sundur og saman til þess að leggja einhverja vatnslögn fyrir Kópavogsbæ. Það er að vísu búið að stöðva framkvæmdir í bili, en hver veit?
Sigríður Jósefsdóttir, 11.2.2007 kl. 20:06
http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1252698 Úpps, ætlaði að senda linkinn með, finnst að það megi standa betur að þessu máli.
Sigríður Jósefsdóttir, 11.2.2007 kl. 20:09
Á blogginu mínu fjalla ég um háspennulínur og álmöstrin sem umbreyta umhverfi og spilla náttúrunni meira en nokkur önnur mannanna verk hérlendis.Af hverju fjalla náttúruverndarmenn bara um virkjanir,en ekki um háspennulínurnar,sem skilja eftir sig lífstíðar sár í náttúrinni.Þetta eru stærstu vandamálin í umhverfismálum í dag.Þessar línur verða að fara í jörð og endurmeta rafmagnsverð út frá þeim forsendum.
Kristján Pétursson, 11.2.2007 kl. 21:44
Ný línuleið og jarðstrengur eftir 8 10 ár
Skipulagsstofnun hefur samþykkt tillöguna sem gerir ráð fyrir að línan verði lögð með austurhlíð Sýrfells suður að skarðinu á milli Sýrfells og Sýrfellsdraga. Þar verður línan lögð vestur um skarðið að spennuvirki Reykjanesvirkjunar.
Með þessu fyrirkomulagi mun línan liggja lægra í landinu og nær iðnaðarsvæðinu en fyrri áform gerðu ráð fyrir. Svæðinu sem línunni er ætlað að fara um hefur þegar verið raskað með vegi og vatnslögn. Umhverfisrask vegna vegaslóða o.þ.h. verður því óverulegt.
Samkvæmt samkomulagi Hitaveitu Suðurnesja, Náttúruverndarsamtaka Íslands og Landverndar verður allt að 2 km af loftlínunni skipt út með jarðstreng innan 8 10 ára svo fremi sem rannsóknir á jarðskjálftavirkni og yfirborðsjarðhita leiði ekki í ljós að slíkt sé tæknilega óframkvæmanlegt, segir í tilkynningu frá Náttúruverndarsamtökum Íslands.
Baldvin Nielsen (IP-tala skráð) 11.2.2007 kl. 22:38
Ennþá er Björn Ingi samur við sig.
Fyrst er það spillingin með Óskar Bergsson þar sem hann setti vin og samflokksmann beggja megin borðs við eftirlit á fjármunum okkar borgarbúa. Og síðan setur hann bróður sinn sem stjórnarmann í Reykjanesfólksvangi.
Ég segi það enn og aftur, Björn Ingi Hrafnsson er spilltasti stjórnmálamaður Íslands og líklegast íslandssögunnar.
Sigurður Svan Halldórsson, 12.2.2007 kl. 19:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.