Fríkirkjuvegur 11 - afstaða mín til sölunnar

Á borgarráðsfundi í gær var fjallað um margt, enda stóð fundurinn í 5 tíma.  Meðal annars var rætt um söluna á Fríkirkjuvegi 11. Ég fagna því að nú er tryggt að þessu fagra og sögufræga húsi verði sýndur sá sómi sem því ber.  Ég gjörþekki húsið, enda starfaði ég um árabil hjá Íþrótta- og tómstundaráði borgarinnar. Önnur tilboð sem bárust voru þess eðlis að húsinu hefði stafað ógn af fyrirhugaðri starfsemi.  Ég lét bóka eftirfarandi:

"Áheyrnarfulltrúi F-lista óskar bókað: Áheyrnarfulltrúi F-lista styður heilshugar að borgarráð samþykki að fasteignin Fríkirkjuvegur 11 verði seld hæstbjóðanda. Fram kemur í greinargerð sem fylgir tilboðinu að tilboðsgjafi hyggst færa skipulag hússins til upphaflegrar gerðar og lagfæra og endurnýja þiljur og skraut eftir þörfum. Þá verði sýning, tengd sögu hússins og fyrrum eigendum þess á jarðhæð hússins, opin almenningi. Umrætt tilboð er langtum fremra öðrum sem bárust, því það tryggir að húsinu verði sýndur sá sómi sem því ber sem einu sögufrægasta húsi miðborgarinnar. Of mörg slík hafa orðið stofnunum að bráð."

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Pétursson

Fagna líka að húsið verði endurnýjað til upphaflegrar gerðar í einu og öllu.Þetta er afar fallegt og sögufrægt hús á fallegasta stað borgarinnar.Björgúlfur mun örugglega leggja allan sinn metnað  að húsinu verði sýndur fullur sómi. 

'

Kristján Pétursson, 10.2.2007 kl. 14:35

2 Smámynd: Púkinn

Viðhorf Vinstri Grænna til sölu hússins sýnir í hnotskurn hvers vegna Púkinn getur ekki kosið þann flokk, þrátt fyrir að vera á marga vegu sammála þeim í "grænu" málunum.

Eins og Púkinn hefur sagt hér, vantar hann valkost til að kjósa í komandi kosningum.

Áfram Margrét! 

Púkinn, 13.2.2007 kl. 10:01

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

 Auðvitað er lítið mál að koma á skilyrtri sölu eins og í tilfellum þar sem selja á menningarverðmæti. Ég held að afstaða VG hafi kristallað hverskonar manngerðir eru samankomnar í þeim flokki. Frekar vilja þeir að skattpeningar almennings fari í rándýrt viðhald um ókomin ár en að fá mörg hundruð miljónir  til reksturs almannaþjónustunnar. Bara af því það eru "auðmenn" sem eignast húsið. Þetta fólk er ekki í lagi.

Gunnar Th. Gunnarsson, 21.2.2007 kl. 16:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband