8.2.2007 | 01:38
Framtíðarlandið (og nýtt farsímanúmer mitt)
Margir biðu með nokkurri eftirvæntingu niðurstöðu fundar Framtíðarlandsins í kvöld varðandi framboð til kosninga í vor.
Ómar Ragnarsson segir svo á sínu bloggi:
"Mér fannst óþarfi að sundra Framtíðarlandinu vegna málsins þegar hægt er að ná árangri á annan hátt, með algerlega óháðu og frjálsu framboði sem gæti meðal annars nýtt sér þá frábæru vinnu sem hópur fólks í Framtíðarlandinu hefur unnið vegna hugsanlegs framboðs og laðað til sín krafta fólks sem stendur utan Framtíðarlandsins en hefur sömu hugsjónir. "
Ég tek heilshugar undir þetta. Framtíðarlandið er þverpólitísk hreyfing og regnhlífarsamtök náttúruverndarsinna og á að vera það. Hins vegar má vænta þess að einstaklingar úr þeim hópi gefi kost á sér til framboðs og því ber að fagna.
ÁRÍÐANDI TILKYNNING: Án fyrirvara missti ég farsímanúmerið mitt og þurfti að fá mér nýtt hið snarasta. Nýja númerið er 661-1996.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:41 | Facebook
Athugasemdir
Hvert misstir þú númerið þitt ?
Níels A. Ársælsson., 8.2.2007 kl. 01:43
og til hamingju með það nýja
Ólafur fannberg, 8.2.2007 kl. 02:04
Er hægt að fá smá kynningu á baklandi þínu Margrét ?
Gangi þér vel í að mynda nýjan mannúðlegan hægriflokk.
kv
Jónína Benediktsdóttir (IP-tala skráð) 8.2.2007 kl. 10:50
í guðanna bænum ekki ganga í þennan flokk Margrét, þetta er bara skrípaflokkur sem á enga framtíð, og það verður sama um þig ef þú gengur í þetta, komdu bara aftur til okkar sjallana og þá áttu glæsta framtíð sem stjórnmálakona. þurfum svona glæsilega stjórnmálakonu sem stendur á sínum skoðunum
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 9.2.2007 kl. 00:22
Púkinn er fylgjandi öllum þeim aðgerðum sem geta gert Alþingi Íslendinga blágrænt, enda Púkinn grænn að innan, þótt hann sé blár á yfirborðinu.
Púkinn myndi ekki hika við að kjósa hægri-grænan flokk - enda liggja stjórnmálaskoðanir Púkans sjálfs einmitt þar.
Púkinn vonar því að þú, Ómar og aðrir góðir einstaklingar nái saman um raunhæfan valkost í komandi kosningum fyrir þá einstaklinga sem telja sig hægra megin við miðju stjórnmálanna en hafa fengið nóg áf stóriðjubrjálæði og efnahagsóstjórn núverandi ríkisstjórnar.
Púkinn, 9.2.2007 kl. 17:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.